Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 17
Frá SúöarleiSangrinum. SúSin tekur vatn í Norömannahöfn. sú að raunin, að er við komum inn á fjörðinn, lagði yfir þessa sótsvörtu þolcu, sem gerir geig hverjum græðisherja, nema því óblauðari sé, og snerum við því út á rúmt haf aftur unz birti, er fram af hádegi leið, og hin grænlenzka sumarsól hafði með mildi sinni vikið hinni vá- legu gýgi til hliðar. Fórum við svo sem leið liggur inn á f jörðinn framhjá Fagurey og Færeyingaböfn og lögð- umst fyrir akkeri á hinni svokölluðu Suður- höfn, sem við héldum til við lengst af, þann tíma, er við dvöldum í leiðangrinum. Þaðan blasir við nokkur hluti Norðmanna- hafnarinnar að norðanverðu við fiörðinn og lágu þar inni Eldborgin og fylgiskip hennar og Hugarnir frá ísafirði, ásamt mörgum norsk- um skipum. íslenzku skipin heilsuðu Súðinni með því að hefja íslenzka fánann að hún._____ Áhöfnin. Mér þykir rétt að drepa á hvernig leiðangur þessi var skipaður mönnum og tækjum. Við vorum á Súðinni um 60 manns. bar af um 13 kvinnur. Skal fyrstan nefna Steindór Hjaltalín, sem var leiðangursstjóri. Skipstióri var Bernharð Pálsson. Þar næst komu stýri- menn. Fyrsti stýrimaður Georg Guðmundsson (að mig minnir; ég skal geta þess, að ég get ekki ábyrgst faðerni neinna, er ég nefni, bví að á sjónum eru látin duga þau nöfn, er notuð eru til daglegra þarfa, og maður grennslazt minna eftir því, sem er óviðkomandi praktík- inni). Annar stýrimaður var Guðbjartur Step- hensen. Yfirvélstjóri var Guðmundur Valgríms- son og hafði hann með sér 5 menn. Bryti var Loftur Einarsson og hafði hann undir sér eina 5 eða 6 kvenmenn, ásamt einum fyrrverandi þjóni af eina íslenzka herskipinu. Efst af þessum undirstýrum var býzk fráulein Schönewerk að nafni, ættuð af íslandi vestan til í móðurkyn, en Brimarhöfn við Elbuósa að föðurnum. Þótti okkur heiti hennar mjög vel henta, útlagt á íslenzku. Röðun þessa starfsfólks breyttist reyndar síðar er nýtt fólk kom til, en ég hirði eigi að geta um það. Ég leiði hjá mér að telja upp nöfn okkar óbreyttu liðsmannanna, en við vorum víst til að byrja með 14 talsins, sem töldumst hás'har og stóðum beint undir stýrimenn, ásamt af- ganginum af kvinnunum. Fleiri þýðingarmiklar pei’sónur voru og þarna með, svo sem eins og fiskimatsmaður Þórarinn (man ekki föðumafniðl. bann sá ”m allt inn- og útlegg aflans. Læknir herra Vík- ingur (veit ekki hvers son) oft kallaður dokt- orinn. Kvilcmyndatökumaður Árni Stefánsson, sem begar hefur sýnt myndir af sumu, sem gerðist í leiðangrinum. Listmálari örlygur Sig- urðsson, sem lagði til mikið af humör skipsins, stofnaði m. a. blaðið .,Blaðlúsm“, sem kom út einu sinni í fyrsta skipti og hálfvegis í annað skipti, ásamt fréttamanni íslenzka ríkisútvarps- ins Stefáni Jónssyni, og loftskeytam., Magn- ús, sem sá okkur fyrir fréttum og fiðlarakúnst utan mánaðartíma, meðan himinhvolfið var í ólagi. Loks timburmaður, sem hét Magnús, (þeir voru 3 um borð Magnúsarnir). Afgangurinn af mannskapnum tilheyrði svo 5 trillubátaformönnum, sem áttu að innbyrða þorskinn í Súðina. Voru þeir víðs vegar að. 2 af Akranesi, 1 úr Hafnarfirði, 1 úr Ólafsfirði, 1 úr Stöðvarfirði og hafði sá ekki háseta utan sjálfan sig. Þarna rná bæta við, að mannskap- urinn á Súðinni var saman safnaður frá öllum fjórum hornum landsins. Að auki þessu mannvali og 5 trillubátum, var svo 1 þilbátur, „Hafdís“ frá Isafirði með 18 mönnum. Var hún samferða okkur vestur. Auk þess höfðu svo ráðist með leiðangrinum einir 4 bátar aðrir, sem ætluðu að koma síðar. Af þeim komu Papey, sem lítt gat fiskað sök- VÍ KIN □ U R 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.