Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Side 21
Hættulegt veðmál Þvínær hver einasta stærri heimsborg á sitt skugga- hverfi. Til dæmis Algier (N-Afríku) Casbahen, New York, The Bowery, Marseille (Prakklandi) Arabahverf- ið, Barcelona (Spáni) Chinatown, London Southwai’k, svo að nokkur séu nefnd. En Cape Town (Höfðaborg) í Suður-Afríku hefur 6. hverfið, þar sem úrkastið lifir. Kynblendingar af hvítum mönnum, Hottentottum, Köff- um og Indverjum. 6. hverfið er alveg sérstætt og lögreglan hættir sér ógjarnan inn í það, jafnvel mannsterk, því að opinber- ar skýrslur sýna, að þaksteinar og þungar múrblakkir hafa allmikla tilhneigingu til að falla ofan á hjálma lögreglunnar og það stenzt sjaldan hjálmurinn eða lög- reglumaðurinn. Velklæddur hvítur maður vogar sér þess vegna ekki inn í 6. hverfið — hann er að minnsta kosti ekki vel- klæddur lengur, þegar (ef) hann kemur þaðan út aftur. Mörg dæmi eru til þess að hvítir menn hafi verið rænd- ir inn að skinni. Dönsk kona beið einu sinni eftir stræt- isvagni á stoppistöð í námunda við hverfið. Biðin eftir vagninum var um 5 mínútur. Þegar vagninn kom, varð vagnstjórinn að lána vesalings konunni frakkann sinn, því hún hafði verið rænd hverri einustu spjör. í einu dagblaði Höfðaborgar birtist fyrir skömmu mynd. Hún var af leigubíl, sem ekið hafði verið gegn um 0. hverfið. Á myndinni sást að hnífi liafði verið kastað í gegnum eina rúðu bílsins og stóð hann á kafi í stólbaki bifreiðarstjórans. Aðrar tegundir árásarvopna eru einnig notaðar. Rak- vélabiöð, falin í hattbarðinu, eru óhugnanlegt vopn. Þá má nefna hjólhestaslöngur fylltar sandi eða blýhöglum, sem er skæðara vopn heldur en gúmmíkylfa. Það hafa þorpararnir í (i. hverfi uppgötvað fyrir löngu síðan. En áhrifamesta vopnið er bifhjólakeðjur, eða aðrar járnkeðjur af svipaðri gerð, sem þeir nota af mikilli leikni við árásirnar. Yfir páskahelgina — 5 daga — í ár, voru framdar 16 árásir og morð í 6. Hverfi. Nokkrir píslarvottanna munu hafa verið blökkumenn. Flestir voru svo skyn- samir að afhenda veski, úr, skó og öll fötin umyrða- laust og sluppu því með nokkurn veginn heilt skinn. En það var líka það eina, sem þeir héldu eftir á skrokkn- um! Eitt sinn eftir fjörugt drykkjusamkvæmi, datt nokkru vel hífuðu, ungu fólki í hug, að slá i veðmál í sambandi við 6. hverfið. Ekið var að hverfinu og þeir sem vildu taka þátt í veðmálinu — 8 menn gáfu sig fram — lögðu hver um sig 20 krónur í sjóð, settu upp pípuhatta og reyndu að komast í gegnum hverfið til bílanna, sem ekið hafði verið öruggari leið og biðu hinu megin. Sá, er slyppi í gegn með pípuhattinn, skyldi fá allan sjóð- inn. — En enginn slapp í gegn, að minnsta kosti ekki með hattinn — og tveir komu algjörlega klæðlausir. Kvöldið eftir voru gerðar alvarlegar og ítrekaðar tilraunir, en allt fór á sömu leið, og eftir vikuna var sjóðurinn yfir 1000 krónur. Hinir sérkennilegu íbúar 6. hverfis iifðu hátt þessa daga. Þeir höfðu auðvitað enga hugmynd um veðmálið og hafa eflaust undrað sig yfir hve margir veizlu- klæddir menn villtust inn í hverfið þeirra. En að sjálf- sögðu var hver einasti rændur eins og venja var er utanaðkomandi fólk átti í hlut. Það aftraði ekki þátttökunni í þessum tilraunum, að þetta var nokkuð róstusamt, því nú var sjóðurinn orð- inn yfir 1000 krónur. Loks barði fílefldur smiður sig í gegnum hverfið og kom út þaðan með blæðandi hnefa og í fötunum! -— En hattinn hafði hann misst. Nokkrum mínútum síðar komst grannur, ungur maður í gegn — og hafði unnið veðmálið — 1400 krónur. Eldri kona, sem í fjöldamörg ár hafði unnið í hjálp- arsveit, er starfaði í 6. Iiverfi, varð eftirmiðdag nokk- urn fyrir árás og líkamsmeiðslum í hverfinu. Talið var, að árásina hafi einhverjir nýgræðingar framið, sem voru nýkomnir í hverfið og þekktu hana ekki. En þegar þetta barst út í hverfinu, streymdu blóm og barnslega viðkvæm bréf — sum skrifuð á umbúðapappír — til konunnar, sem lá í sjúkrahúsi. íbúarnir í 6. hverfi höfðu þó einhverja samvizku, — þrátt fyrir allt. Þýtt: M. Jensson. Stökur Kæruleysi. Mjög þó bifist gxfu gnoS, græ'öis hrifin fangi, skal ei rifa raka voö, Káu ]>ó yfir gangi. Góð leiðsögn. Opin stendur ólánsgáttin ógna mæöu él. Fjandinn eykur flolclcadráttinn, ferst þaö býsna vel. V I K I N G U R 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.