Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 24
stök bryggja, sem byggð hefur verið, var ekki hluti af neinu heildarfyrirkomulagi, heldur hvað hentaði bezt í svipinn og eftir því, sem efni voru fyrir hendi. Austurhöfnin. En þó má segja, að austurhluti hafnarinnar sé nú það fast formaður, að þegar hinn áform- aði garður frá enda Ingólfsgarðs, á móts við Faxagarð, er kominn, þá muni það verða framtíðarskipulagið, og má kallast vel fyrir séð. Þar verður gott skjól fyrir öllum áttum, og inn- sigling það greið, sem ástæður frekast leyfa. Þó má segja, að svæðið frá Grófarbryggju að Ægisgarði með bátabryggjum, sé lítils virði eins og það er nú, þar sem það liggur opið fyrir austanátt og því skjóllaust, og geta bátar ekki legið þar í verstu veðrum. Verður því að gera ráð fyrir, eins og gert var við byggingu þeirra, að þær hverfi þegar hin fyrirhugaða bátahöfn við Grandagarð er fullgerð, og þetta svæði svo skipulagt til notk- unar fyrir stærri skip. Landrými við austurhöfnina má teljast nægjanlegt til allra þeirra bygginga, sem nauð- synlegar eru vegna útgerðar og afgreiðslu fiski- skipa. Því þegar kolanotkun skipa hverfur al- veg úr sögunni, losnar allt það landrými og einnig þar, sem ótal lítilfjörlegir skúrar standa, til þeirrar notkunar. Þar mætti byggja stór- hýsi, sem í yrðu frystihús, niðursuðuverksmiðj- ur og geymsluhús fyrir útgerðina, og yrði þá allt þar við hendina, sem með þyrfti. Æskileg- ast væri að sá fiskur, sem í land er lagður til hagnýtingar á staðnum, losaðist beint úr skip- inu í hin ýmsu hús, hvort heldur væri til fryst- ingar eða meðhöndlunar á annan hátt. Við miðbakkann og þar í kring er nóg land- íými undir vörugeymsluhús, ef þau eru hagan- lega byggð, og vörur, sem eiga að fara til hinna ýmsu staða út um land, ættu að flytjast þangað beint, sem er eðlilegast og um leið ódýrast. Vesturhöfnin. Þar sem austurhluti hafnarinnar var nær eingöngu byggður til afgreiðslu vöruflutninga- skipa og togara, var ekki um annað að ræða en að vesturhlutinn, eða frá Ægisgarði, yrði ætlað- ur fyrir smærri skipin eða mótorbátana. Þeir eru það þýðingarmikið atriði í atvinnuháttum þjóðarinnar, að þeim verður að ætla gott at- hafnasvæði. Það er varla hægt að segja, að mótorbátaútgerð væri nokkur frá Reykjavíkur- höfn fyrr en hinir svokölluðu bæjarbátar voru byggðir, og þá voru byggðar bátabryggjur þær og verbúðir, sem eru á milli Grófarbryggju og Ægisgarðs. Kom þá í Ijós, að ekkert var óhag- kvæmara að gera þessa báta út héðan en frá öðrum verstöðvum við Faxaflóa. En veruleg aukning á bátaflotanum hér varð ekki fyrr en að lokum síðustu styrjaldar, að hinir svokölluðu Svíþjóðarbátar komu hér, ásamt bátum byggð- um hérlendis, og einnig í Ðanmörku. En svo ör var þessi bátafjölgun, að í raun og veru var ekki rúm fyrir þá í Reykjavíkurhöfn, þótt hafizt væri handa að undirbúningi bátahafnar um 1940, svo hægfara var allt þessu viðkom- andi, og einnig var allt skipulag þar á reiki, og mun það hafa átt sinn þátt í þeim seina- gangi ásamt fleiru. Og eftir að bátarnir hafa verið hér staðbundnir í 3—4 ár, eru þar aðeins 3 bryggjur nýjar, með lítilfjörlegum húsakosti til þeirrar útgerðar. Bátar þeir, sem stunda línui- veiðar, þurfa mikið húsrými til geymslu veiðar- færa og til beitingar, til geymslu á fiski um stundar sakir, og svo húsnæði fyrir bátshöfn- ina að búa í og matreiða. Með þetta hafa menn verið á mesta hrakningi, búið í einum stað, matreitt í öðrum o. s. frv. Og oft hafa menn þurft árlega að útbúa með ærnum kostaði vist- arverur til alls þessa, svo ekki hefur það verið' til sparnaðar fyrir hinn aðþrengda bátaútveg. Næst fyrir vestan Ægisgarð voru og eru dráttarbrautir Slippfélagsins og voru þær í vegi fyrir að svæðið frá Ægisgarði að Grandagarði gæti tekizt til athafnasvæðis fyrir bátaflotann. En samkv. tillögum milliþinganefndar í skipa- byggingum og samgöngumálum, svo og breyt- ingum Alþingis á hafnarlögum Rvíkur, sem vei’ður vikið að síðar, var búizt við að dráttar- brautir þessar yrðu fluttar burtu, með því líka að samningstími þeirra við Rvíkurhöfn var því nær útrunninn. En þetta fór allt á annan veg. í stað hinna eldri brauta er byggð stór og fullkomin dráttarbraut, sem þar verður stað- bundin næstu áratugi, eða svo lengi sem hún verður nothæf, og verður því að ganga út frá því, þegar gerðar eru tillögur um bryggjupláss og annað athafnasvæði fyrir bátaútveginn. Einnig verður gengið út frá því, að ekki verði tekið meira en þegar hefur verið gjört af þessu sjálfsagða athafnasvæði. Frá lóðartakmörkum Slippfélagsins yrði gerð bryggja, er næði að Iðjuveri ríkisins, og í sambandi við þessa bryggju yrðu svo byggð hús, sem yrðu allt í senn, frystihús, geymslur og verbúðir fyrir bátshafnirnar, ef þeir stunda línuveiðar. Hús- in standi það nálægt bryggjunni, að fiskinn sé hægt að taka á færiböndum, eða með fiskdæl- um, sem nú eru að ryðja sér til rúms, beint í þann hluta hússins, þar sem hin fyrsta með- höndlun fiskjarins fer fram. Verður þá báta- 5B VÍKINBUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.