Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 25
slippur Daníels að færast burtu á þann stað, sem henta þykir. Síðan kæmi bryggja með Iðjuveri ríkisins og að þeim bátabryggjum, sem þegar eru byggðar. Kemur þá til álita hvort byggja ætti fleiri bryggjur, eða hvort þar næst þeim kæmi uppfylling, sem næði það langt frá landi að hún myndaði skjól fyrir innri bryggjurnar. Á þessa uppfyllingu ættu svo að koma íshús, er byggju til ís handa bátaflotanum, og jafnvel togurum, þegar togara-afgreiðsla kæmi þar, og gætu þeir tekið ísinn þar beint frá húsinu eftir rennum eða öðrum útbúnaði. Einnig gæti þetta hús komið að öðrum notum fyrir útgerðina. Svæðið frá þessari bryggju að síldarverksmiðj- unni yrði til afgreiðslu fyrir togara, og yrðu þar byggðar bryggjur eftir því sem rúm leyfði, og þannig að þar yrðu einnig byggð hús til af- nota fyrir útgerðina, svo þar, sem annars stað- ar, væri allt það húsrúm við hendina, allt á sama stað, sem til útgerðarinnar þyrfti. Allur sá samtíningur á hinum ýmsu nauðþurftum út- gerðarinnar, sem nú á sér stað, hlýtur að kosta mikið, en ekki mun af veita, ef einhvers staðar er hægt að spara eitthvað. Hefur nú verið lauslega athugað, hvernig heppilegast myndi vera að skipuleggja vestur- hluta hafnarinnar, en eingöngu með þörf fiski- flotans fyrir augum, og er þá sýnilegt, að þar er ekki rúm fyrir annað, sem einnig þarf mikið landrými og jafnframt strandrými, eins og skipasmíðastöð og allt það er henni fylgir, svo sem þurrkvíar og viðgerðarbryggjur, ásamt hinum ýmsu smíðahúsum. Og er þá komið að því, hvar haganlegast muni vera að staðsetja hana. Staðsetning þurrkvía og dráttarbrauta. Eftir því sem skipafloti okkar stækkaði, var öllum ljós hin mikla nauðsyn á dráttarbraut eða þurrkví, ,svo hægt væri hér heima að hreinsa skipin, og einnig til að framkvæma hinar nauð- synlegustu viðgerðir. Á þessu var ráðin nokkur bót er Slippfélagið keypti hinar gömlu, dráttar- brautir frá Þýzkalandi. En bæði voru þær litlar og svo úr sér gengnar, að þær entust aðeins um stundar sakir, og svo var einnig sá skiln- ingur á þeim málum þá, að nægjanlegt land- rými og hafnrými var hvorugt fyrir hendi, þar sem slippur þessi var staðsettur, eða annars staðar innan hafnar, og varð því að finna ann- an heppilegri stað, utan takmarka hafnarinnar. Einnig mun getuleysi hafa ráðið nokkru um seinagang í þessum málum, því slík mannvirki hafa í för með sér mikinn stofnkostnað. En eftir 1940, og er leið á stríðið, var Ijóst að efna- hagsafkoma okkar var orðin mjög góð, og okk- ur fannst við vera færir í flestan sjó á því sviði. Komst þá verulegur skriður á þetta mál, og var milliþinganefnd skipuð á Alþingi, til að finna endanlega lausn þessa máls, ákveða stað þessa fyrirtækis og í höfuðdráttum að gera til- lögur um stærð og fyrirkomulag. Nefndin athugaði ýmsa staði og varð að lok- um sammála um að velja Elliðaárvog, strand- lengjuna frá Kleppsspítala að Gelgjutanga. Fyrirkomulag það, sem nefndin lagði til, var nokkuð víðtækt, að því leyti, að gert var ráð fyrir bátahöfn í sambandi við skipasmíðastöð- ina, en bátahöfn eða afgreiðslusvæði fyrir báta átti náttúrlega að vera innan sjálfrar hafnar- innar í Reykjavík. I tillögum þessum er gert ráð fyrir varnar- garði, sem einnig yrði viðgerðarbryggja, tveim- ur þurrkvíum, fimm dráttarbrautum og einnig rennibraut fyrir nýsmíði og þremur viðlegu- bryggjum fyrir skip, er biðu eftir viðgerðum eða voru ekki starfrækt af ýmsum ástæðum. Þarna virtist vel fyrir öllu séð, enda samþykkti Alþingi síðla árs 1943 tillögur þessar mjög fljótlega og með samhljóða atkvæðum, og má það kallast tíðindum sæta hjá þingheimi vorum á Alþingi Islendinga. Eftir því sem aðstæður allar virtust góðar, fjárhagur landsins í blóma, algjört samkomulag Alþingis og Reykjavíkur- bæjar um stað og fyrirkomulag fyrirtækis þessa, var fastlega búizt við, að athafnir mundu fylgja ákvörðununum, og þessi nýja og lengi þráða skipasmíða- og viðgerðastöð yrði risin af grunni það tímanlega, sem hinn endurnýj- aði og aukni skipafloti Islendinga væri fyrir hendi, og að við þessar ráðstafanir skapaðist að hinu leytinu nægjanlegt athafnasvæði innan sjálfrar hafnarinnar fyrir þennan væntanlega skipaflota, svo við að öllu leyti gætum fullnægt þessum kröfum og verið okkur sjálfum nógir. Allir, er um þessi mál hafa ritað og rætt, eru sammála um að starfsemi slík sem þessi þurfi bæði mikið landrými og langa sjávarlínu. Hvorttveggja þetta er til staðar þarna, og um leið er þetta algjörlega ónumið land, og þess vegna ekkert, sem kemur í bága við þessar framkvæmdir eða veldur erfiðleikum í skipu- lagningu, svo þarna voru ótæmandi möguleikar til aukningar, eftir því sem ástæður og efni eru fyrir hendi á hverjum tíma um langa framtíð. Þegar málið er komið á þetta stig, er eins og því sé stungið svefnþorn, og það lognist út af. Þeir aðilar, sem þarna áttu að hefjast handa gjöra ekkert, liggja á málinu og stinga því svo algerlega undir stól. Hinar raunverulegu ástæð- V i K I N G U R 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.