Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 35
borið, brandarar fljúga af vörum hans. Þá er
hann sérlega umhyggjusamur fyrir öllum, sem
bágt eiga, þó sérstaklega korium. Hann dansar
eins og bezta ballettdansmær. Þú ættir bara að
sjá, Tolli. Mér finnst það nærri óhuggulegt,
hvað hann líkist kvenkyni, þegar hann treður
upp með sólódans.
Tolli minn, þú manst það, elsku vinur, að
allt, sem ég segi þér, er leyndarmál okkar
tveggja. Því verður þú að ábyrgjast, að hvorki
Hannes á horninu eða Víkverji komist í þetta
bréf; þá væri voðinn vís. Mér hefur nefnilega
komið til hugar setning úr grein, sem ég las
um daginn. Þar stendur orðrétt: „Mannlegt
eðli var í fyrndinni ólíkt því, sem það nú er.
1 upphafi voru þrjú kyn, þrjú en ekki tvö, eins
og nú er. Auk kvenna og karla varð þriðja kyn-
ið, sem var gætt báðum eiginleikum hinna. Gæti
hugsast Tolli — ég þori ekki að hugsa hugsun-
ina til enda. Hver verður að vera eins og Guð
skapar hann. Guð blessi bosa, amen.
Hásetarnir eru 9 talsins og eru það karlar,
sem segja sex. Þeir komu úr öllum greinum at-
vinnulífsins og flestum sérskólum landsins.
Stýrimenn segja okkur klára í allt annað en það,
sem við eigum að vinna um borð, þó með fá-
um heiðarlegum undantekningum. Þetta þykja
mér nú, gömlum og reyndum togarakarli, heldur
kaldar kveður, Tolli minn. Ég veit ekki betur,
en að verkin séu unnin fljótt og vel um borð
í togurunum okkar, ekki síður en siglingaskip-
' unum. Heldur þú ekki, að það myndi lækka í
þeim rostinn blessuðum, borðalögðu hölunum,
ef þeir fengju reglulega törn í hellings fiskiríi
vestur á Hala. Nei, það er bara stærðin og tap-
ið, sem verzlunarskipin hafa fram yfir fiski-
skipin. Sama má segja um áhafnirnar. Annars
vegar auðnuleysingjar og letingjar, en hins
vegar hugdjarfir dugnaðarmenn. Tvo verð ég
að telja færasta og fremsta úr okkar hópi.
Báðir eru þeir hálærðir og gagnmenntaðir ung-
ir menn. Þann fyrri köllum við lögfræðinginn.
Hann er af sjómönnum kominn í ættir fram,
kann vel til allra verka og vanur skipsstörfum.
Þó hefur hann fundið köllun sína í lífinu í lög-
fræðinni. Teljum við félagar hans, að hann hafi
valið vel, því eftir öllu að dæma, verður hell-
ingur að gera í lögtökum, hjónaskilnaðarmál-
um og fallítum, þegar kreppan dynur yfir.
Nr 2. er svokallaður „Canada Dry“. Hann
er nú beggja blands, lagsmaður, bæði Canada-
maður og fslendingur. Hann er léttur og kátur
í alla staði og ágætur félagi. Ég er ekki viss
um, hvaða námsgrein hann ætlar að velja sér
í háskóla Canada, en ef hann spyr mig ráða,
get ég ekki mælt með norrænu, því síður ís-
lenzkunámi.
Þriðji hásetinn er alinn upp í banka og hon-
um ekki af lakara taginu, því þó það sé látið
í veðri vaka, að bankinn veiti honum styrk, þá
höfum við dæmin nýmörg fyrir okkur, að pen-
ingaupphæðir hverfi úr bönkum og menn
hverfi. Þá er sagt, að þeir sigli um stundar
sakir. En hvað viðkemur þessum ágæta félaga
okkar, þá er alls ekki þannig á komið með hann.
Hann er strangheiðarlegur ungur maður, of
heiðarlegur fyrir þennan spillta heim, sem við
lifum í. Eitt er víst, að bankaræninginn er ó-
lofaður, það við bezt vitum, og getum við enga
skýringu á því gefið, nema ef vera skyldi þá,
að hann vildi enga stúlku á sér svíkja. Finnst
þér ekki þetta nokkuð mikið af því góða, Tolli
minn ?
Jæja vinur, tíminn, sem ég hef til bréfa-
skrifta er senn útrunninn. Verð ég því að
stikla á stóru, sem eftir er, því margt er skrít-
ið í harmóníum og ekki síður um borð í S/S
„Marshall“, lagsmaður. Ég tek þig þá með mér
í skoðunarferð aftur í. Lúkarinn er allur sund-
urliðaður í tveggja manna herbergi. Hér búa
4. og 5. háseti. Köllum við þá smiðinn og bíl-
stjórann. Smiðurinn er á handalausu vaktinni.
Honum var falið að skorða dekklest með stíf-
um, en viti menn, sjálfur smiðurinn þurfti að
lenda með einn fingurinn á milli svo rækilega,
að læknar urðu að stífa fingurgreyið af fyrir
næstu tvo mánuði. Hvað segir þú um þetta,
Tolli? Þá er það bílstjórinn. Hann er lipur-
menni mesta eins og margir íslenzkir bílstjór-
ar fá orð fyrir. En þú ættir bara að sjá bíl-
stjórann stýra S/S „Marshall“. Ég er viss um,
að honum finnst hann vera við stýrið á ford-
inum sínum, helzt í Kömbum, svo stór og reglu-
bundin S skrifar skrúfuvatn þessa 10.000
tonna skips.
Þá komum við til herbergis, sem Halldórsson
& Sön og ráðherrann búa í. Ráðherrann fær
nafn af tvennu. f fyrsta lagi er maðurinn afar
ráðríkur, og sagt er, að hann eigi talsvei’t undir
sér í utanríkisráðuneytinu. Annars er ráðherr-
ann gamall togarakarl, því þarf ekki að spyrja
um verkkunnáttu hans. Halldórsson & Sön er
að mínum dómi einn sterkasti maðurinn um
borð. Ekki að kröftum, þótt vera megi að hann
sé vel að manni, því á togara hefur hann lengi
vei'ið, er jafngamall Bæjarútgerðinni í Reykja-
vík. Nei, Halldórsson & Sön er eða verður fyrr
eða síðar einn af stórhluthöfum í S/S „Mar-
shall“. Við gætum því tungu okkar vel, þegar
hann er nærri. — Frh.
Sævar sjómaöur.
VI K I N □ U R
69