Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 38
úr sjó, og taldi vonlaust að kasta mér það langt,
að ég næði út fyrir hann. Nú tekur „Bjarni
Ólafsson“ snögga beygju frá skipinu, og i sömu
andránni skeður það, að stefnið á ,,Verði“ fer
í Jsaí. og togarinn stingst á endann.
Ég held traustu taki í línubút í skipsbátn-
um. Ég er sæmilega syndur, og hugsaði mér að
ég væri að stinga mér til sunds, dró djúpt
andann, og ásetti mér að halda í spottann svo
lengi sem ég taldi að báturinn mundi ekki sog-
ast í djúpið með skipinu. Man ég lítið næstu
augnablikin. Ég fór á bólakaf, sleppti aldrei
línunni, en man, að ég var að því kominn, er
ég fann að bátnum skaut upp aftur. Ég var
fyrsti maður, sem komst á kjöl hans, og gat
ég því aðstoðað nokkra skipsfélaga mína, sem
skaut nú upp í kringum bátinn, að komast á
kjöl. Ég drakk ekki dropa af sjó á meðan ég
var í kafi, en langur fannst mér tíminn, þó að-
eins hafi verið um sekúndur að ræða sennilega.
Flekann sá ég reka skammt frá, en enginn
var þá kominn á hann. Seinna frétti ég, að
Sverrir matsveinn, Grímur loftskeytamaður og
Haraldur Aðalsteinsson kyndari, sem allir voru
vel syndir, hefðu getað synt að honum í því
veðri, sem geysaði, og komið sér þar fyrir eins
vel og tök voru á.
Við komumst að lokum níu á kjöl bátsins.
Leið okkur eftir vonum, þvi „Bjarni Ólafsson“
hafði dælt út olíu, þannig að aldrei kom yfir
okkur ólag, utan einu sinni, en við sáum það
í tíma, og gátum skorðað okkur sameiginlega
svo vel, að við vorum allir eftir á kjölnum,
þegar það hafði brotið yfir okkur.
Nú kom „Bjarni Ólafsson“ þétt að okkur, og
á tveim bárum komumst við allir um borð í
hann, nema Guðmundur Halldórsson háseti, frá
Drangsnesi við Steingrímsfjörð á Ströndum.
Hann hafði þó náð í kastlínu frá skipverjum
á „Bjarna“, en sá þá, þegar hann ætlaði að
reyna að komast um borð, Gisla Bjarnason
skipstjóra, stutt þar frá í sjónum. Guðmundur
er syndur sem selur og hraustur vel, og kastaði
sér óhikað til sunds með línuna, í áttina til
Gísla. Tókst honum að bregða henni um úlnlið
Gísla, og draga hann að bátnum aftur, en tókst
ekki að koma honum upp á kjölinn.
Guðmundi var síðan náð um borð. Þar sem
ég var minnst þjakaður, gat ég aðstoðað skip-
verja á „Bjarna“, en Gísla þurfti að draga á
úlnliðnum yfir kjöl björgunarbátsins. Þegar
hann var kominn yfir hann, og milli hans og
„Bjarna“, skall báturinn á hann. Þar hlaut
hann þau meiðsl, sem hann liggur vegna í
Landsspítalanum".
„Ég hef síðan litlu við þetta að bæta“, segir
Kári að lokum. „En það má ekki gleymast það
þrekvirki, sem skipshöfnin á „Bjarna Ólafs-
syni“ sýndi við þetta tækifæri. Þar dáist ég
mest að skipstjóranum. Ég tel það ekki ofsög-
um sagt, að þáttur hans og raunar allrar skips-
hafnar hans, eigi fáan sinn líka í björgunar-
starfi á hafi úti. Tel ég einnig að ljóskastari
skipsins hafi verið þar stórt atriði, samfara
ró og afburða dugnaði skipstjórans".
Hér lýkur frásögn Kára, en hann á engin
orð til að lýsa þeim viðtökum og aðbúnaði, er
þeir hlutu þar um borð. Hann biður mig að
skila hjartans kveðjum frá sér og skipsfélög-
um sínum, til allra, sem þar áttu hlut að máli.
Gunnar Proppé.
Ólafur Kristinn Jóhannesson
frá Hvammeyri, sem fórst með togaranum „Verði“
29. janúar 1950.
Lífsins guð, jjú Ixknar hjartasárin,
lifsiina </uð, nú falla sorgartárin,
af því ég skil ekki tilgang þinn,
að þú valdir tengdasoninn minn.
Ungan, hra/ustan, ötulan til starfa,
elfdan dáð, sem vann hér allt til þarfa.
Verkin sýna vilja hans og ráð,
valinkunnur hér í lengd og hráð.
Hann lifði fyrir fósturbróður hörnin,
með bættum hag, því ástkxr móður vömin,
var þú liorfinn heimilinu frá,
að hjálpa þeim var göfuy innsta þrá.
Hann lifir nærri nírseð fósturmóðir,
sem neitt ei veit, en aðrir standa hljóðir
yfir þvl sem órlögin nú tjá,
að hann tekinn skyldi vera oss frá.
Eiginkonan naut ■ hans ekki árið,
er því von þar blxði hjartasárið.
En heimiilið, sem henni húið er,
mu.n heilsteypi prýði, svo það virðist mér.
Foreldrar og systlcini hann syrgja,
sorgaratvik gleðiljósin hyrgja,
vinanna, sem var hann tekinn frá,
M ég hiðja guð að styrkja þá.
Starfsbrœðurnir standa ennþá hljóðir,
stúrinn skildi við þig tengdabróðir.
Öll þér sendum yfir sundin klökk,
ástarkveðju og samverunnur þökk.
Patreksfirði, 15. febrúar 1950.
Sigurrós Guðmundsdóttir.
72
V I K I N G U R