Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 41
_yextucjui':
Pétur Þórðarson
Þann 22. febrúar s.l. varð Pétur Þórðarson
bátsmaður sextugur. Hann er sjálfur lítt fyrir
það gefinn að fara mörgum orðum um hlutina
og mun varla þykja mikið um að vera, þó sex-
tugsafmæli sé á ferðinni. En margir munu
þeir samstarfsmenn og kunningjar hans, sem
hugsa til hans af þessu tilefni og minnast hans
með hlýjum huga.
Pétur er fæddur á Hólum í Biskupstungum.
Hann byrjaði strax í æsku að stunda sjóróðra,
og um 18 ára aldur fer hann að heiman til
þess að stunda sjómennsku sem ævistarf. Hann
byrjaði á skútum, síðan á fyrstu togurunum,
sem hér voru gerðir út og var m. a. á brezkum
togurum og þýzkum um tíma. Um 1920, þegar
Menja var keypt til landsins, réðist Pétur sem
bátsmaður til Karls Guðmundssonar og var síð-
an með honum alla hans skipstjóratíð, á Menju,
ólafi og Kára.
Fjallkonan samstillt þeim saknaöaróð
hún syrgir þá hjartfólgnu drengi.
Kom þú vor drottinn með huggandi hönd
á heimili syrgjandi vina,
þú einn þekkir hjartnanna helgustu bönd
og harmana megnar að lina.
Eilífðarvissan sem ársólin skær
og ylgeislans vermandi kraftur
það fyrirheit gefur sem fögnuðinn Ijær:
„Þið fáið að hitta þá aftur“.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Pétur var ávallt hinn samvizkusami og ötuli
starfsmaður, sem aldrei féll verk úr hendi, ó-
sérhlífinn og vinnuhagur og hafði sérlega gott
lag á að láta vinnu fara vel fram. Eldfjörugur
áhugamaður í starfi og notaði vel rödd sína ef
á þurfti að halda, svo ekki yrði misskilið hvað
hann meinti, er hann sagði fyrir verkum. Aldrei
sparaði Pétur tíma eða tækifæri til þess að
segja ungum mönnum til við verk, ef þeir á
annað borð vildu eitthvað læra, og var ávallt
hinn góði og gamansami félagi og drengur hinn
bezti.
Ekki hefur Pétri orðið kvillasamt um ævina,
hins vegar varð hann fyrir því slysi á Menju
eitt sinn, er verið var að láta út bauju, að lenda
með annan fótinn í baujuvírinn undir lunning-
una, svo að af skar rétt fyrir ofan öklann, en
ekki var kveinað, og ætlaði Pétur að bjarga sér
sjálfur aftur dekkið, en féll við, er vantaði á
fótinn. Eftir það gekk hann á tréfæti, en ekki
varð það á honum markað, að hann léti það
baga sig, og varð þess aðeins vart einstaka sinn-
um, er honum þótti ekki nógu skjótt við brugð-
ið, að hann gaf orðum sínum áherzlu með því
að rétta „vitlausu löppina" í þann, sem hafði
verið of svifaseinn, en enginn tók svo ómjúka
kveðju illa upp, þar sem allir vissu, að góður
hugur fylgdi óstýrilegum starfsáhuga.
Fyrir nokkrum árum hugðist Pétur fara í
land og hvíla sig frá sjóstörfum, en ekki eirði
hann því lengi. Sjórinn dró hann aftur að sér.
Hann mun þó telja sig að nokkru leyti seztan
í helgan stein, þar sem hann hefur að undan-
förnu starfað sem bræðslumaður. Hann er nú
bræðslumaður á b.v. Geir, en á því skipi er ann-
ar sonur hans, Þórður, fyrsti stýrimaður, hinn
vinnur við vélsmíði í landi. Mun Pétur sem
áður kunna bezt við sig á sjónum.
Pétur er einn af þeim mönnum, sem ekki
hefur mátt vamm sitt vita í neinu og með starfi
sínu og allri framkomu verið íslenzkri sjó-
mannastétt til sóma.
Halldór Jónsson.
Leiðréttingar.
Nokkrar leiðar prentvillur hafa slæðzt inn í grein-
ina „Gamlar minningar frá Eyrarbakka", er birtist í
síðasta blaði. Þessar eru helztar: Búrra eða Búrsu-
sund, ies Bússa eða Bússusund, Iágdeyðu, les i lágdeyðu,
í brimvandanum, les & brimsundunum, 9 verðlaunapen-
inga, les verðlaunapenting, Guðmundur Steinsson skipa-
smiður, les Guðmundur Steinsson skipasmiðs.
í kvæðinu „Veðrahamur í janúar 1949“, er birtist í
sama blaði, stendur í 8. erindi, annari línu: Valhöll
margur gisti, les Valskjálf margur gisti. Valskjálf er
fornt sævarheiti, sbr. Snorra-Eddu.
VÍKINQUR
75