Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Qupperneq 42
12. /1. Aflabrögð hafa verið með
ailra lélegasta móti hjá togurunum
undanfarna daga. Flestir íslenzku
togararnir eru á Halamiðum og
hafa fengið lítinn afla, þrátt fyrir
langa útivist. Virðist lítill fiskur
á miðunum, og þar við bætist, að
tíð hefur verið með einsdæmum
stirð. Markaður er með betra móti
í Bretlandi þessa daga. 9. þessa
mánaðar seldi Jón Þorláksson 3091
kitt fyrir 10,727 pund. Frá áramót-
um hafa samtals 12 togarar selt í
Bretlandi, sem hér segir: Helgafell
2663 kitt fyrir 6783 pund, Hallveig
Fróðadóttir 3176 kitt fyrir 7821 pund,
Hvalfell 3309 kitt fyrir 6924 pund.
lngólfur Arnarson 3089 kitt fyrir
1730 pund, Úranus 4303 kitt fyrir
5738 pund, Gylfi 3788 kitt fyrir 6915
pund, Júlí 2757 kitt fyrir 6452 pund,
Kaldbakur 4471 kitt fyrir 10,308
pund, Geir 3349 kitt fyrir 9932 pund,
Jörundur 2264 kitt fyrir 7436 pund
og Fylkir 2789 kitt fyrir 8853 pund.
•
13. /I. Sildaraflinn í Faxaflóa og
við Iieykjanes varð samtals um
hundrað þúsund tunnur. Alls hafa
verið frystar á öllu landinu um 74
þúsund tunnur, þar af tæplega 20
þúsund í verstöðvum á Norðurlandi.
Átján bátar af Akranesi munu
stunda línuveiðar í h'axaflóa í vetur.
Er nú verið að búa bátana til þess-
ara veiða og eru sumir þeirra þegar
tilbúnir.
Miðstöðin h.f. gerði á s.l. ári
vöruskiptasamning við Austurríki.
Voru Austurríkismönnum seldar
1000 lcstir af hraðfrystum fiski, en
keyptar í staðinn ýmsar iðnaðar-
vörur. Vilberg Skarphéðinsson fram-
kvæmdastjóri kveður Austurríkis-
mönnum hafa líkað hraðfrysti fisk-
urinn vel og að þeir vildu mjög
gjarnan fá meira af honum.
•
14. /1. I ráði er að stofna hér á
landi félag, er hafi með liöndum
vernd geðbilaðs fólks. Nefnist það
Geðverndarfélag íslands, og starfi
það hliðstætt svipuðum félögum í
öðrum liindum, og taki þátt í al-
þjóðlegri samvinnu um þessi mál.
Á s.l. ári voru samtals veitt gjald-
eyris- og innflutningsleyfi að upp-
hæð 456.160.000,00 kr. Þess skal get-
ið, að í þessari tölu eru innifalin
bæði leyfi veitt á árinu og einnig
framlengingar frá árinu 1848.
Nær öll sú síld, er Y'eiddist í
Faxaflóa í haust, er nú seld, og er
verðið viðunandi. Var síldin óvenju
góð í ár og líkaði kaupendum hún
ágætlega. Fitumagnið komst upp í
25 prósent. Gjaldeyristekjur af Faxa-
flóasildinni cru um 7,5 millj. krónur.
Gert er ráð fyrir, að allt að 17
bátar rói frá Sandgerði í vetur. Afli
hefur verið ágætur þar um helgina,
en allt virðist benda til þess, að er-
lendir togarar geri sama usla á
veiðarfærum Sandgerðinga og í
fyrra.
Samningar hafa tekizt um kaup
og kjör milli sjómanna- og vélstjóra-
deildar Verkalýðsfélags Akraness og
atvinnurekenda á staðnum. Róðrar
munu því hefjast innan skamms, en
þaðan verða gerðir út 18 bátar í
vetur eða jafnmargir og í fyrra.
Samningar liafa tekizt milli Lands-
sambands ísl. útvegsmanna og Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands um lcjör yfirmanna á vélbáta-
flotanum. Með samningum þessum
getur vélbátaflotinn þegar byrjað
veiðar. Fyrir Farmanna- og fiski-
mannasambandsins sömdu þeir Lút-
ber Grímsson, Auðunn Hermanns-
son og Guðbjartur Ólafsson, en fyr-
ir Landssambandið sömdu Ingvar
Vilhjálmsson, Karvel Ögmundsson
og Jón Halldórsson.
Forseti Islands hefur staðfest
Iög um ríkisábyrgð á útflutnings-
vörum bátaútvegsins o. fl., og lög
um bráðabirgðabreytingu á lögum
nr. 62 um toilskrá.
•
21./1 Henry Stomka, pólskur
pianósnillingur, sem talinn er
fremstur þeirra Chopintúlkenda,
sem nú eru uppi, heldur hér hljóm-
leika á mánudag á vegum Tónlistar-
félagsins. Alls mun hann halda hér
þrenna tónleika og eina í Hafnar-
firði.
22. /1. Framkvæmdastjóri kirkju-
garða Reykjavíkur leggur til, að
Fossvogskirkjugarður fái land bæði
suður með Hafnarfjarðarvegi og
allt niður að sjó. Er hér um all-
verulega stækkun að ræða.
Á föstudagskvöldið tók Blakknes-
ið niðri á Nestá við Grafarnes í
Grundarfirði. Lbki kom að Blakk-
nesinu, og var það dregið upp í
fjöru til athugunar og bráðabirgða-
viðgerðar.
Atkvæðagreiðslu Félags ísl. loft-
skeytamanna og Stýrimannafélags
íslands um heimild handa stjórn-
um félaganna til vinnustöðvunar, er
lokið. Samþykktu loftskeytamenn
heimildina með 53 atkvæðum gegn
1, 1 seðiil var auður. 68 stýrimenn
lýstu sig samþykka, en 4 voru á
móti.
•
23. /1. Fárviðri geisaði í Reykja-
vík um tínia á sunnudagsmorgun.
Vindhraðinn koinst upp í 14 vind-
stig, en var lengst af um 11 vindstig.
f ofsaveðrinu í fyrrinótt báðu tveir
bátar frá Ólafsfirði uin staðarr
ákvörðun, en þeir voru staddir út
af Mýrum á leið til Reykjavíkur.
Hefur miðunarstöðin á Akranesi oft
orðið bátum til hjálpar á þennan
hátt, þegar þeir sökum dimmviðris
vissu ekki hvar þeir voru staddir.
Kosning sóknarprests Fríkirkju-
safnaðarins fór fram i gær, og var
séra Þorsteinn Björnsson kosinn
með 1570 atkvæðum.
•
24. /1. Stýri togarans Goðanes
frá Neskaupstað brotnaði, er hann
var staddur út af Vesturhorni. Skip-
ið náði sambandi við vitaskipið Her-
móð og fór hann Goðanesi til að-
stoðar.
•
1./2. Vinnuheimili S. I. B. S. á
Reykjalundi á fimm ára afmæli.
76
VIKINGUR