Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Síða 44
um Lands- Sammngur kaup og kjör milli Farman nasambands íslands og sambands ísl. útvegsmanna. 1. gr. Samningur þessi gildir fyrir öll önnur skip en botn- vörpuskip innan F. í. B., sem gerð eru út með herpinót, hringnót, línu, þorskanet, botnvörpu, dragnót, reknet- um, svo og flutningum innanlands á fiskiskipum, og með ísaðan fisk til útlanda á fiskiskipum og tekur til allra slíkra skipa, sem útgerðarmenn er að samningi þessum standa, eiga, leigja eða hafa að öðru leyti út- gerðarstjóm á. Þó skal þessi samningur ekki upphefja þá samninga, er í gildi kunna að vera milli nefndra aðila, eða einstakra sambandsfélaga þeirra. 2. gr. Á skipum allt að 70 rúmlestir, sem stunda síldveiði með herpinót, skal greiða þannig: a) Skipstjóri skal hafa 7 prósent af brúttóafla skips- ins, enda hvíli sú kvöð á honum, að hann sé veiði- stjóri, auk þess greiðist honum kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mán. meðan skipið stundar veiðar. b) Stýrimaður skal hafa 4 prósent af brúttóafla skipsins, auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mán. meðan skipið stundar veiðar. c) Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. 3. gr. Á skipum 70 rúmlestir og yfir, sem stunda síldveiðar með herpinót, skal greiða þannig: a) Skipstjóri skal hafa 6% prósent af brúttóafla og kr. 200,00 — tvö hundruð krónur — pr. mán., auk þess frítt fæði. b) Stýrimaður skal hafa 3% prósent af brúttóafla og kr. 120,00 — eitt hundrað og tuttugu krónur — pr. mán., auk þess frítt fæði. c) 1. vélstjóri skal hafa 4Yz prósent af brúttóafla og 2. vélstjóri 3,3 prósent af brúttóafla, enda greiði þeir sjálfir fæði sitt. 4. gr. Á skipum er stunda síldveiði með hringnót og eru allt að 40 rúmlestir, greiðist þannig: a) Skipstjóri skal hafa 9 prósent af brúttóafla skips- ins, auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. b) Stýrimaður skal hafa 3)4 prósent af brúttóafla og kr. 120,00 — eitt hundrað og tuttugu krónur — pr. mánuð, auk þess frítt fæði. c) 1. vélstjóri skal hafa 4% prósent af brúttóafla og 2. vélstjóri 3,3 prósent af brúttóafla, enda greiði þeir sjálfir fæði sitt. 5. gr. Á skipum er stunda síldveiðar með hringnót og eru að stærð frá 40—75 rúmlestir, greiðist þannig: a) Skipstjóri skal hafa 8 prósent af brúttóafla skips- ins, auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. b) Stýrimaður skal liafa 1% hásetahlut, auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. c) Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði sitt. 6. gr. Á skipum upp að 70 rúmlestum er stunda rekneta- veiðar, skal greiða þannig: a) Skipstjóri hafi 2 hásetahluti og auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. b) Stýrimaður hafi 1% hásetahlut og auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. c) Á þeim skipum er hafa það stóra vél, að á þeim ?urfa að vera vélstjórar með meira vélstjóraprófi þá skal þeim greitt þannig: 1. vélstjóri hafi 114 hásetahlut og auk þess kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mánuð. 2. vélstjóri hafi 114 hásetahlut og auk þess kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mánuð. 7. gr. Á skipum er stunda línuveiðar eða þorsknetjaveiðar, skal greiða þannig: a) Skipstjóri hafi 2 hásetahluti og auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. b) Stýrimaður hafi IV2 hásetahlut, ef um útilegu- bát er að ræða, en á þeim landróðrabátum, sem lögum samkvæmt eru skyldir að hafa stýrimann, hafi hann 1% hásetahlut, auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð til hvors. c) Á þeim skipum er hafa það stóra vél, að á þeim þurfa að vera vélstjórar með meira vélstjórapróf- inu, þá skal þeim greitt þannig: 1. vélstjóri hafi IV2 hásetahlut og auk þess kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mánuð. 2. vélstjóri hafi 114 hásetahlut og auk þess kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mánuð. d) Skipstjóri, stýrimaður og vélstjórar greiða sjálfir fæði sitt. 7B VÍKINQUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.