Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Síða 3
Guðmundur Jensson:
Stœhkun landhelginnar er mál dagsins
Ræða fulltrúa sjómanna flutt á sjómannadaginn 1951
Góðir áheyrendur, til lands og sjávar.
Áður fyrr horfðu æskumenn þessa lands von-
araugum á eftir hverri fleytu, sem á sjóinn
lagði og áttu þá ósk heitasta að verða hlut-
gengir í því erfiða og hættulega. starfi, sem
því fylgdi, að sækja gull í greipar Ægis.
Þá var hugur og hönd uppvaxandi kynslóðar
bundin fastar við hin lífrænu störf. Atvinnu-
lífið var einhæfara og æskan átti greiðari að-
gang að því að hefja sjómennskustörfin á því
aldursskeiði, sem eðlilegast var.
Verkaskipting þjóðfélagsins er orðin fjölþætt-
ari. Mönnum bjóðast léttari störf í landi, yfir-
leitt betur launuð, en sjómannsstarfið, og í landi
ef tryggingin fyrir afkomunni meiri.
Fiskitregðan síðustu vertíðir hefir komið
mjög hart niður á hlutasjómönnum um land allt.
Hlutatrygging þeirra átti þó að vera trygging
fyrir því, að þeir gætu dregið fram lífið. Þess
vegna er lítt skiljanleg sú ,,aðstoð“ Alþingis við
bátaútveginn, að réttur hlutasjómanna til þess
að fá þetta lágmarkskaup greitt var svo að
segja að engu gerður með lögum frá 1948., —
Árangurinn er sá, að ofan á aflabrest og rýran
hlut, eiga margir sjómenn ennþá ógreitt kaup
frá síðustu síldarvertíð og sumir frá öðrum
vertíðum. Óreiðan í launagreiðslum til hluta-
sjómanna undanfarin ár og öryggisleysið, sem
því hefir fylgt, er sízt örvandi fyrir neinn,
hvorki ungan né gamlan, til að leggja stund á
þessa atvinnugrein. Þess er að vænta, að með
þeim skuldaskilum, sem nú standa yfir við
bátaútveginn, verði endi bundinn á þetta
ófremdarástand. Og sjómannasamtökin verða
að fylgjast vel með því að ekki verði höggvið
í þennan knérunn framar.
Sjómannslífið er erfitt og löngum áhættu-
samt. Þegar slys bera að á sjó, er það næsta
eftirtektarvert, að minna virðist gert að því
að rannsaka og upplýsa þau til hlítar, en þegar
slys verða á landi. Út af umferðaslysum eru
haldnar nákvæmar réttarrannsóknir af sérfróð-
um mönnum. Orsakir þeirra eru leiddar í ljós
í smávægilegustu atriðum, sjónarvottar yfir-
heyrðir og allar hliðar upplýstar. Þetta er gert
meðfram til þess, að öll tildrög slyssins liggi
ljóst fyrir, og hægt sé að gera þær ráðstafanir
til bóta, sem duga.
Það er fyllsta krafa sjómannasamtakanna,
að sömu reglur og starfshættir sé viðhaft í
meðferð sjóslysa. Hér eiga allir að vera jafnir.
Mér kemur í hug þetta erindi eftir gamlan sjó-
mann:
Sjómannslíf á svölum bárum
sýnir mörgum óblíð kjör;
eg man vel frá yngri árum
■ eftir margki slíkri för.
Það er hægra og hættuminna
hendur rétta móti auð
inni í stofu og ýlinn finna,
en að sækja þangað brauð.
Einu stærsta átaki, sem nokkur þjóð hefur
gert í endurnýjun atvinnutækjanna, er nú að
verða lokið hér.
Gömlu togararnir, sem sköpuðu möguleikana,
með því að afla gjaldeyris í síðustu styrjöld,
hafa nú flestir lokið hlutverki sínu, og þegar
við nú virðum þá fyrir okkur og berum þá
saman við nýju togarana, finnst okkur að þeir
heyri grárri forneskju til. Þó skyldi enginn
ætla, að þarmeð eigi allri nýsköpun að vera
lokið og að nú sé hægt að leggja hendur í
skaut í þeim efnum. Það er mikill misskilning-
ur. Vii| höfum aðeins endurnýjað okkar gömlu
skip og tæplega það.
Árið 1925 voru hér 47 togarar, en 1952 verða
hér aðeins 48. Gömlu togarana teljum við ekki
með. Þó að afköst nýju togarana séu meiri, nær
það ekki hlutföllunum, þegar tekið er tillit til
þeirrar fólksfjölgunar, sem orðið hefir á þessu
tímabili.
Við verðum einnig að hafa það hugfast, að
með nýsköpuninni vorum við að bæta upp yfir
10 ára kyrrstöðu og afturför í okkar aðalat-
vinnugrein. Ennþá ljósar liggur nú fyrir þörfin
á fjölgun flutningaskipanna.
Það er illa sæmandi e ý þ j ó ð sem við erum,
VIKINGUR
149