Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 31
aeinast. Það var á markaðínum i Farabankof. Það lá vel á honum, og vlð drukkum heila portvínsflðsku saman tveir einir — þó réttast sé nú að vera ekki að flíka því. — Ojæja, enginn veit hvað að morgni mætir, sagði lögreglustjórinn. Dómaranum og skrifara hans var boðið te, og þegar þeir höfðu drukkið það, gengu þeir allir fjórir inn í útbygginguna, þar sem svefnherbergið var, til að hefja rannsóknina. Fyrst skoðaði dómarinn vandlega hurðina að svefn- herberginu. Hún var úr furu, grænmáluð, r var ekki hægt að sjá nein merki þess, að hún hefði orðið fyrir nokkru hnjaski. Svo var ályktað, að hún skyidi brotin upp. — Nú ætla ég að biðja alla óviðkomandi menn að fara frá, mælti dómarinn. Hann hafði sprengt upp skrána með öxi. Og gætið þér nú vel að, að enginn elti okkur inn, sagði hann við lögregluþjón, sem hjá þeim stóð. ► T' Itannsókarnardómarinn gekk hægt og varlega inn í herbergið, og á eftir honum skrifarinn og lögreglu- stiórinn. Allir námu þeir staðar innan við dyrnar og lituðust um í herberginu. Við gluggann stóð stórt trérúm og í 4>ví lá afarþykk fiaðrasæng og ábreiða. Koddinn var með léreftsveri og lá frammi á gólfi. Á litlu borði, sem stóð framan við rúmið, lá silfurúr, smápeningar og nokkrar eldspýtur. í herberginu voru ekki önnur húsgögn en rúmið, borðið og einn stóll. Lögreglustjóri leit undir rúmið, en þar var ekki annað að sjá en fylk- ingu af tómum flöskum, gamlan stráhatt og brenni- vínskút. Við fótagaflinn lá einn skór og á honum var þvkkt lag af ryki. Dðmarinn leit út um gluggann og lét brýrnar síga. — Þrælmennin, sagði hann og miðaði hnefanum á gluggann. — En hvar er líkið? sagði skrifarinn. — Ég vil helzt vera laus við athugasemdir frá yður, mælti dómarinn. Gáið þér heldur að, hvort ekki er hægt að finna neitt grunsamlegt á gólfinu. — Þetta er í annað sinn, sem siíkt og þvílíkt kemur fyrir í minni embættistíð, sagði hann og sneri sér að lögreglustjóran- um. Munið þér þegar Portretof kaupmaður var myrtur? Þá höfðu bófarnir farið öldungis eins að. Þeir myrtu hann í svefnherberginu og drógu svo líkið út um glugg- ann. Allt í einu var eins og dómaranum dytti eitthvað nýtt í hug. Hann lyfti tjöldunum frá glugganum og ýtti laust á hann, en glugginn hrökk strax opinn. — Mér datt það í hug, glugginn er ókræktur, sagði hann. — Og hvað er þetta? Hann laut út yfir gluggakarm- inn. Það er eins og far eftir hné á manni; eða hvað sýnist ykkur, er það ekki rétt? — Á gólfinu er ekkert að græða, sagði skrifarinn. Kg fann þar eina eldspýtu, sem kveykt hefur verið á, og það er allt og sumt. Sjáið þér til, hérna er hún. Það er ein af þeim sænsku, sem nýfai’nar eru að flytjast. Og hún hlýtur að vera frá einhverjum af morðingjun- um, því Mark Ivanovitsch notaði víst algengar brenni- steinseldspýtur. Þetta gæti nú ef til vill orðið til að vísa okkur á morðingjana ... — Þegiðu, sagði dómarinn, hvað ætlí mig varði um eldspýtufjandann. Þú ættir heldur að leita í rúminu. Dukofskij sneri Öllu við í rúminu óg leit svo upp, til að skýra frá árangrinum. ■— Blóðbletti get ég ekki fundið, en í koddaverinu eru til og frá smágöt, sem líklega eru tannaför, og á lök- unum ei-u víða stórir blettir, sem öllykt er af. Eftir öllu þessu að dæma, hljóta að hafa orðið hér mestu ryskingar. Fyrst og fremst... — Já, já, álit yðar á Öllu þessu, — um það varðar mig ekkert, sagði dómarinn. Þér ættuð heldur . .. En skrifarinn hélt áfram, eins og hann heyrði ekki hvað dómarinn sagði: — Og annar skórinn hans liggur hérna við fótgafl- inn, en hinn get ég hvergi fundið. — Nú, nú, hvað sýnir það? — Það bendir á, að hann hafi verið kæfður rétt í þvf að hann var að taka af sér skóna. Hann hefur vérið kominn úr öðrum skðnum, en ekki úr hinum. — Hvaða bull! Hví haldið þér, að hann hafi verið kæfður? — En förin og götin á koddaverinu. Og þegar þar við bætist, að koddinn er allur bældur, og að hann . . . — Verið þér nú ekki að því arna; hættið þér nú! Við skulum heldur gá að, hvernig hagar til í garðin- um — það væri heldur eitthvað á því að græða. Þegar þeir komu út í garðinn, fóru þeir að rannsaka með mestu nákvæmni allt umhverfis húsið. Á grasblett- inum fyrir neðan var grasið bælt, og af stórri hvönn, sem þar óx, voru mörg blöð brotin. Dukovskii fann svolítinn bómullarlagð hjá hvönninni, og fáein dökkblá ullarhár sá hann hanga á efstu fræhnöppunum. — Hvaða litur var á fötunum, sem hann var í venju- lega? sagði Dukovskij við ráðsmanninn. — Hann var oftast í gulum fötum, svaraði ráðsmað- urinn. — Þá eru þetta leifar frá morðingjunum. Svo tóku þeir nokkra af fræhnöppunum, sem ullar- hárin héngu við og vöfðu vandlega innan í bréf. f þeim svifum komu þangað sýslumaður og héraðslæknir. Sýslu- maður heilsaði þeim, sem fyrir voru, og fór síðan að spyrja spjörunum úr, en læknirinn settist á tréstubb og góndi út í bláinn. Á rannsókninni á glugganum var ekkert að græða, en á grasblettinum urðu þeir varir við ýmislegt nýstár- legt. T. d. rak Dukovski.i augun í dökkleita rák, eða öllu heldur smábletti, sem lágu í röð frá glugganum og að sýrenublómrunna þar í nándinni, en undir runn- anum fannst skór, og kom hrátt í ljós, að hann átfci einmitt saman við hinn skóinn, sem fundizt hafði í svefnherberginu. Þetta eru blóðblettir, sagði Dukovski.j, meðan hann var að rýna í blettina. Og það er svo að sjá, sem þeir séu ekki gamlir. — Já, víst er það blóð, sagði læknirinn, sem kom nú og lagði orð í belg. — Þá hefur hann heldur ekki verið kæfður! sagði dómarinn og leit hæðnislega til Dukovski.js. — Jú, — en það hefur verið gert inni í svefnher- berginu, og svo, þegar búið hefur verið að drasla hon- um út fyrir, hefur hann verið stunginn með hníf eða öðru oddvopni, svo sem til frekari fullvissu. Blóðblett- VÍKINGUR 177

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.