Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 22
karl minn. Hvar hefir ])ú kútinn?" spnrði kcrlingin og illskan sauð í henni. „Kútinn? Það eru ekki kútar, það verða hara nokkr- ar saltk.i'ötshálftunnur, sem við tökum á dekk“. „Láttu ekki eins og fífl, Jón“, öskraði kerlingin, „segðu mér strax hvar brennivínskúturinnn er“. „Ha, ,fá, — hann“, sagði J6n og þóttist nú fyrst skilja hvað kerlingin var að farn, enda var hann nú orðinn hræddur við hvað hann hafði hleypt upp í kerl- irgunni. „Hann er heima í kjallara, elskan mín, ég fald5 hann undir óhreinu flíknnujn, ég hélt, sem sé, að þú m\Tidir ekki þvo fyrr en rétt fyrir jðlin". „Enn lýgur þú, þú ert með kútinn hér um borð. En þú ferð ekki á fyllirí í þessum iúr, því nú fer ég með þér“, hrev iti kerlingin út úr sór, svó reif hún opinn stýrishúsgluggann og kallaði til okkar: „Kastið þið lausu, strákar, því nú förum við“. .Tæja, lagsn'aður, mér hrá nú heldur, þar höfðum við fengið nýjan skipstjóra. Henni var som sé ekki nóg að kommandera í. landi, nú á1ti að reyna sjóinn líka. Já, við köstuðum lausu og svo var siglt út fjörðinn. Þegar út í fjarðarmynnið 1- om var nokkur ylgja og svo skellti hann allt í einu yfir okkur sótsvartri Aust- fiarðaþoku. Ég fór inn í stýrishús og hjóst til að taka við stýrinu, en í því skellti karlinn húfunni sinni yfir kompásinn og sldpaði mér niður í káettu, sagði mér að hugsa um kerlinguna sína, hún væri nýfarin niður, ælandi og skælandi og liði víst ekki sem bezt. Ekki veit ég hve lengi ég var niðri, því eftir að kerlingin var sofnuð á öðrum bekknum og ég hafði breitt yfir hana pokadruslur og gömul segl, dottaði ég sjálfur fram á borðið. Ég vaknaði við að karlinn kajlaði niður í ká- ettugatið: „Komdu upp, Tóti, og gerðu fast“. Ég hentist upp um gai ið og út á dekk. Enn var sama sótsvarta þokun, samt grillti ég í bryggjustúf rétt fyrir framan bátinn og þegar rennt var að honum, settum við fast. Ekki var þella Vopnafjörður, svo mikið var. víst, en ekki þekkti ög mig þarna og tei ég mig þó þekkja hvern krók og kima á Austfjörðum. Ég grillti í kofagarm fyrir ofan liryggjuna, ætlaði að ganga á land oj; athuga þetta, en karlinn veitti því víst eftirtekt, því hann öskraði út um stýrishúsgluggann: „Enginn fer hér í land, haldið þið ykkur um horð, hundsspottin". Var það nú k.jaftur, engu iíkara en að karlinn hefði smitast og tekið pestina kerlingarinnar, sem sé illskuna. Ég hefði kannske ekki átt að hugsa svona, því í þessu kom kerlingin skríðandi út á dekkið. Var nú mesta reisnin farin af henni, sennilega húin að æla illskugall- inu, enda var hún nú föl og tekin og hin alúðlegasta cr hún spurði okkur hvort við værum hara komnir alla leið til Vopnaf jarðar. Ég ætlaði að fara að svara henni, að ég væri nú ekki viss um það, þegar karlinn gall við: „Já, góða mín, við erum komnir. Þú hefir svei mér sofið vært, en nú er gott fyrir þig að stíga á landjörð- ina aftur, það hressir þig svo vel. Þú ættir að ganga upp í skúrinn til'TTans Geira og segja honum að við séum komnir". Hvern fjandann var karlinn nú að fara? Og hver var hann, þessi Geiri? En sama um það, kerlingin fór upp á hrygg.juna og labhaði upp að skúrnum. „Leysið þið landfestar strax og það svo fijótt, að rjúki af ykkur", spýtti karlinn út úr sér milli saman- hitinna tannanna og augun skutu neistum. Okkur féll- ust hendur í svip, en við höggið, sem buldi á stýrishús- þilinu, hrukkum við í kút og leystum í skyndi. Karlinn skellti á fullt, báturinn tók snöggt viðbragð og stefnan var tekin til hafs, að því er okkur virtist. Mér varð litið upp á bryggjuna. Þar stðð kerlingin, baðaði út öllum öngum, kjafturinn opnaðist og lokaðist á víxl, eins og á grásleppu í dauðateyg.junum. Sennilega hefir hún, kerlingin en ekki grásleppan, verið að kalla á okkur, en það heyrðist ekkert í henni fyrir mótor- skröltinu. Við þyrptumst allir inn í st'Trishúsið. Ég ætl- aði að bióða karlinum að taka við stýrinu, en hann leit bara illskulega á okkur og skellti húfunni yfir komp- ásinn, svo við þorðum ekkert að segja og fórum út aftur. „Hvar setti hann kerlinguna í land?“ hvíslaði ég að R.jössa. „Það má skrattinn vita, ekki þekkti ég staðinn, enda bezt að br.jóta sem minnst um það heilann", svaraði R.jössi. „Set.iið út loggið, strákar og farið svo í koju“, kallaði karlinn. Við settum loggið út, fórum niður og fengum okkur kaffi, síðan fórum við í koju og sofnuðum víst allir fljótlega. En áður leit ég á klukkuna og tók eftir að ekki mundu meira en sjö til átta klukkustundir frá því við fórum frá Seyðisfirði. „Kári“ gamli gekk nú aldrei nein ósköp, svo ekki höfðum við farið mjög langt, en hvert? Það gat okkur ekki rámað í. Ég vaknaði við að karlinn var að kalla ‘á okkur, hrá mér fljótt fram úr ko.junni og gekk aftur á til hans. Nú var þokunni létt og fyrir framan okkur blasti Vopnafjörðurinn við, spegilsléttur og baðaður geislum mor’gunsólarinnar. Mér varð litið framan í karlinn, hann var nokkuð rauður, en það gat nú bara verið algengur morgunroði. „Taktu nú við stýrinu, Tóti minn, ég ætla mí að skreppa fram í og fá mér kaffisopa", sagði karlinn og gekk út. Um leið og hann gekk fram dekkið heyrði ég að hláturjnn ískraði niðri í honum og að hann tautaði: „Nú verður þó friður til vors, en sárgrætilegt er það, að þetta skuli vera satt með kútinn, hann er heima í kjallara". Og mér virtist karlinn hálf klökkna. „Já, lagsmaður, svona notaði karlinn sér Austfjarða- þokuna", lauk Tóti máli sínu, svo bætti hann við: „En nú skal ég segja ykkur — -—■ —“. „Strákar!" greip ég fram í, „við látum ekki Tóla halda okkur uppi á kjaftæði alia frívaktina". „Samþykkt!" gullu strákarnir við. „Þið haldið líka alltaf að allir séu að ljúga í ykkur og þá sérstaklega ég“, sagði Tóti og velti sér inn í koj- una, „sem og er“, bætti hann svo við í lágum hljóðum, 1GB VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.