Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 17
einn. Það stendur í bókum. Var hann lítill, ja, guð komi til. Hvað lítill var hann þá? Hvað?“ „Heyrðu skipstjóri", sagði Mattson. „Þessi Gustav Mattson, sem ég er að tala um. ... “ „Farðu út og hengdu þig og þennan Gustav Mattson þinn“, öskraði skipstjórinn og tæmdi glasið sitt. „Hvað lítill heldur Engström að Karl XII, hafi verið? Var hann svona eins og þumalfingursnögl ? Eða var hann álíka stór og nefið á Anderson? Eða eins og kjafturinn á Mattson þarna? Sá, sem hefur lesið og lært bækur, ætti að geta sagt til um það, svona nokk- urn veginn“. „Við ættum nú ekki að fara að verða ósáttir, hérna þar sem gamla Svíþjóð er annars vegar. Þú lofar mér því skipstjóri, að verða ekki vond- ur, þó ég segi þér hvernig Karl XII. leit út í raun og veru“. „All right“. „Heyrðu, skipstjóri", sagði Mattson. ,.Hann var ekki nema mýfluga samanborið við. .. . “ „Þegiðu“, sagði ég. „Engström, hvað stór var Karl XII. ?“ „Hann var ekki eins stór og Herkúles, það þori ég að dauðsverja", sagði Anderson. „Því að Herkúles....“. „Þegiðu, stýrimaður. Hvernig var hann þá, Engström?" „Jú, hann var lítill maður með rauðgult hár, hér um bil fimm fet á hæð, og hvorki íþrótta- maður né glímukappi. En hann var óvenju vaskur maður, þegar á reyndi. Hann var satt að segja hörkukarl, sem orkaði meiru en flestir af hans stærð. Farið og skoðið fötin hans í safn- inu, þegar þið komið til Stokkhólms. Skipst.jór- inn hérna kæmist ekki í þau, þó að hann notaði skóhorn. Og að síðustu get ég bætt því við, að tengdapabbi minn rissaði mynd af honum, þeg- ar kistan hans var síðast opnuð í Riddarahólms- kirkjunni. Það er af frásögn hans, sem ég veit þetta um vöxt konungsins“. „F.jandinn hafi það“, sagði skipstjórinn. „Nú, en Herkúles þá?“ spurði stýrmaðurinn. „Var tengdapabbi Engströms líka viðstaddur, þegar þeir opnuðu kistuna hans?“ „Nei, hann varð of síðbúinn til þess að geta verið við þá opnun“. „Það var slæmt“, sagði stýrimaðurinn og fékk sér vænan sopa. „Er þetta satt? En þeir segja nú, að Herkúles hafi verið allra mesta slagsmálakempa. .. .“ ,,Uss“, sagði Mattson. „Sá hefði orðið lag- lega undir í viðureign við Gustav Mattson frá Suðurvík. Hann var sterkasti maður í Svíþjóð. Það má ég sverja. Við sigldum á sama skipi fyrir fjörutíu árum síðan. .. .“ „Heyrið þið mig“, tók Söderbom fram í. ,,Það er slæmt þetta með Karl XII. Er þetta alveg dagsatt, þetta sem Engström segir: Að hann hafi verið lítill, grannur og rauðhærður? Þá tek ég myndina af honum niður af veggnum". „Það ætti skipstjórinn ekki að gera, því þótt einhver sé lítill, grannur og rauðhærður, en stæltur eins og stálfjöður, og vinnur samt dáð- ir, sem aðrir geta ekki leikið eftir honum, gerir þær máske betur heldur en dólpungskarlar, þá er styrkur hans í raun og veru enn meiri og dá- samlegri vegna þess að hann er smávaxinn. En nú þætti mér gaman að heyra hvaða stór- virki þessi Gustav Mattson frá Suðurvík hefur unnið. Leyfir skipstjórinn ekki að Mattson segi okkur frá þeim?“ „Jú, víst geri ég það. Það er allt farið í hund- ana, bæði með Karl XII. og Herkúles. Ander- son má hafa orðið og segja frá því, sem honum bezt líkar“. „Já, sjáum nú til“, sagði Mattson. „Sjáum nú til. Hvar á ég að byrja. Jú, ég byrja með: Skál. Jú, sjáið þið, ég sigldi á Rósberg, gamla briggskipinu, sem síðar var selt hingað. Við lágum í Norðurkverk, mesti fjöldi af skútum var þar saman kominn, aðallega voru það Skerjagarðsjaktir. Þegar minnst varði rauk hann upp með satansbrjálað foraðsveður af norðnorðaustri. Sjórinn var á augabragði eins og sjóðandi hver og allt í hvítaroki. Þetta var í rauninni fellibylur. Og Engström er svo mikill sjómaður, að hann skilur hvernig æfin var þarna. Ha?“ „Jú, jú, en hvað kemur þetta sterkasta manni Svíþjóðar við?“ „Truflaðu mig ekki. Ég ætla að segja hvern- ig þetta gekk til, allt. Seglin sviptust í sundur og stórráin fékk fría ferð til fjandans. Þegar við reyndum að bjarga bramseglinu. . . .“ „Heyrðu nú, Mattson“, sagði Söderbom skip- stjóri. „Þetta er gott og blessað, en haltu þig við efnið. Það var Gustav Mattson. .. . “ „Skipstjóri“, sagði Mattson, „ef ég á að segja frá, þá skal hundur heita í hausinn á mér, ef ég segi ekki allt. Skál. Þegar við felldum bram- seglið, slitnaði ráseilin og allt slóst og barðist eins og verið væri að skjóta af fallbyssum. All right. Framhyrnan. . . . “ „Heyrðu nú Mattson, ekki meira um seglin, því að Engström hefur engan áhuga fyrir því. En þessi Gustav Mattson. .. . “ „Haltu þér saman. Skál. Ef ég á að segja VÍKINGUR 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.