Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 11
Bíll rétti upp handleg’g'inn og sór. Svo lagfii liann niður handlegginn og velti fyrir sér, hvað myndi koma næst. „Ef þú nokkurntíma rýfur eiðinn með svo miklu sem einni teskeið", segir Silas, ,,Þá sérðu mig aftur, og þegar þú sérð mig í annað sinn, detturðu dauður niður eins og skotinn. Enginn maður getur séð mig tvisvar án þess að deyja“. Bill svitnaði um allan kroppinn. „Þú ferð var- lega, er það ekki, Silas?" segir hann. „Þú manst, að bú hefur séð mig einusinni, á ég við?“ „Og það er eitt annað, áður en ég fer", segir Silas. „Ég á ekkju á lífi, og ef hún fær ekki hjálp, sveltur hún“. „Vesalingurinn", segir Bill, „vesalingurinn". „Ef þú hefir dáið á undan mér“, segir Silas, ..myndi ég hafa litið eftir þinni góðu konu — sem ég hef nú svæft svefni hinna réttlátu — meðan mér entist líf og heilsa. Bill sagði ekki neitt. „Ég hefði gefið henni fimmtán shillinga á viku“, segir Silas. HvaS mikið?“ segir Bill og lyfti næstum höfð- inu upp úr sængurfötunum, en konan var næst- um rokin upp af undrun og reiði. „Fimmtán shillinga, segir Silas með sinni voðalegustu rödd. „Þú sparar það í áfengis- kaupum". „Ég — ég skal fara og hitta hana“, segir Bill. „Hún gæti verið ein af þessum sjálf- stæðu —“. „Ég banna þér að koma nærri staðnum", segir Silas. „Sendu það í pósti vikulega; Shap- stræti 15 er heimilisfangið. Réttu upp hand- legginn og sverðu, eins og þú gerðir áðan“. Bill gerði eins og honum var sagt, svo lá hann skjálfandi, meðan Silas stundi þrisvar vof- eiflega. „Vertu sæll, Bill“, segir hann. „Vertu sæll. Ég fer nú aftur í hvílu mína á hafsbotni. Á meðan þú heldur báða eiðana, verð ég þar kyrr. Ef þú rýfur annanhvorn þeirra eða ferð til konunnar minnar, birtist ég aftur. Vertu sæll! Vertu sæll!“ Bill sagði „vertu sæll“, og eftir langa þögn vogaði hann að gjóta auga upp úr sængurföt- unum og sá að draugurinn var horfinn Hann lá vakandi í nokkra tíma, þungt hugsandi og tautaði fyrir munni sér heimilisfangið, svo hann gleymdi því ekki, og rétt fyrir fótaferða- tíma féll hann í friðsælan svefn. Konu hans kom ekki dúr á auga, en lá titrandi af reiði yfir því, hvernig leikið hefði verið á hana, og af umhugsun um, hvernig hægt væri að ráða bót á því. VÍKINGUR Bill sagði henni allt að létta um morgunínn, oít svo fór hann með tár í augum niður og tæmdi dálítinn bjórkút í vaskinn. Fvrstu tvo, þriá daerana var hann svo þyrstur, að hann hefði gefið mörg þúsund fyrir að mega svala sér, en með tímanum batnaði honum. og svo fór honum eins og öðrum bindindismönnum. hann tók að tala illa um áfengi og kalla bað eitur. Hans fvrsta verk. begar hann fékk útborgað á föstudaginn, var að senda nóstávísun til Shap- stræti 15. og frúin grét af reiði og varð að bera við höfuðverk. Hún fékk höfuðverk á hverjum föstudegi í heilan mánuð. og Bill, sem var hressari og heilsubetri en nokkru sinni áður, kenndi mjög í brjósti um hana. Þegar Bill var búinn að senda sex póstávís- anir, var hún ekki orðin annað en skinn og bein —af áhvggium og ergelsi yfir því hvernig Silas féfletti hana. Hún horði ekki að Ijóstra unn við Bill af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi af bví hún kærði sig ekki um, að hann bvriaði aftur að drekka, og í öðru lagi af því hún ótt- aðist. hvað hann mvndi taka til bragðs, þegar hann kæmist að því, hvernig hún hefði gabbað hann. Hún lá vakandi eina nótt og hugsaði málið, meðan Bill svaf í ró og næði við hlið hennar, og allt í einu kom henni ráð í hug. Því lengur sem hún hugsaði, bví betur leizt henni á það, en hún lá lengi áður en hún þorði að gera meira en hugsa. Þrisvar eða fjórum sinnum leit hún á Bill og hlustaði á andardrátt hans, og svo, titrandi af æsingu og ótta, byrjaði hún leikinn. ,,Hann sendi það“, sagði hún með átakanlegu ópi. ,,Hann sendi þaS“. „Hv — hv — hvað er að?“ segir Bill í svefn- rofunum. Frú Burtenshaw skeytti ekkert um hann. „Hann sendi það“, æpti hún aftur. „Reglu- lega á hverju föstudagskvöldi. 6, látiS hann ekki sjá ySur aftur" Bill, sem var í þann veginn að spyrja, hvort hún væri orðin bandvitlaus, rak upp voðalegt óp og stakk sér á kaf í mitt rúmið. „Það eru einhver mistök", sagði frú Bert- enshaw, í róm, sem hefði heyrzt gegnum tíu rúm. „Það hlýtur að hafa týnzt í pósti. Það hlýtur að vera“. Hún þagði stundarkorn og sagði svo: „Jæja þá, ég skal fara með það sjálf í hverri viku. Nei, Bill skal ekki fara, ég get lofað því. Farið nú burt, hann gæti þá og þegar litið upp“ Hún tók að kjökra með ekkasogum, og Bill tók að hugleiða, hversu vel hann væri kvæntur, þegar hann fann hana láta koddana þar, sem 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.