Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 9
kom Silas Winsh að heimsækja Bill. Það var síðdegis á iaugardegi og auðvitað var Bill úti, en frúin bauð honum inn, og þegar hún var búin að sækja stól fram í eldhús, bauð hún honum sæti. Silas var í fyrstu mjög kurteis, en þegar hann var búinn að litast um í stofunni og sjá hve tóm hún var, hóstaði hann ofurlítið og sagði: „Ég hélt Bill vegnaði vel?“ segir hann. „Það er líka svo“, segir frúin. Silas hóstaði aftur. „Ég býst við hann vilji hafa rúmt um sig?“ segir hann og lítur í kringum sig Frú Burtenshaw þurrkaði sér um augun, og svo, af því hún vissi að Bill og Silas höfðu verið góðir vinir, færði hún sig nær honum og sagði honum hvernig í öllu lá. „Betri eigin- mann en hann, þegar hann er ódrukkinn, er ekki hægt að hugsa sér“, segir hún og þurrkar sér aftur um augun. „Hann myndi gefa mér hvað sem væri ef hann ætti það“. Andlitið á Silas varð enn lengra en venju- lega. „Það var nú reyndar þannig“, segir hann, „að ég er dálítið illa stæður núna, og ég kom til að vita hvort Bill gæti ekki hjálpað mér ofur- lítið, þangað til úr rætist fyrir mér“. * Konan hristi höfuðið. „Jæja, ég vona ég megi bíða eftir honum hérna?“ segir Silas. „Við vorum einusinni mestu mátar, og oft hef ég gert honum greiða. Hvenær ætli hann komi heim?“ „Einhverntíma eftir tólf“, segir konan, „en yður væri betra að vera ekki héma þá. Þér skiljið, í því ástandi gæti hann haldið að þér væruð draugur, kominn samkvæmt loforði, og orðið óður af hræðslu. Hann hefur oft talað um það“. Silas klóraði sér í höfðinu og leit á hana hugsandi. „Því skyldi hann ekki taka mig fyrir draug?“ segir hann loks, skelkurinn gæti gert honum gott. Og þegar til kemur, því skyldi ég ekki látast vera draugur og vara hann við drykkju- skap?“ Frúin komst í slíka æsingu af þessari hug- mynd, að hún mátti varla mæla, en að lokum, þegar hún var búin að margendurtaka, að hún vildi ekki gera slíkt, hvað sem í boði væri, komu þau sér saman um, að Silas skyldi koma inn um klukkan þrjú um nóttina og gefa Bill hátíð- lega aðvörun. Hún fékk honum lykil, og Silas sagðist ætla að koma rennandi votur frá hvirfli til ilja og látast hafa drukknað. „Það er mjög fallegt af yður að gera allt þetta ómak fyrir ekki neitt“, segir konan, þegar Silas stóð upp til að fara. VÍKINGUR „Minnist ekki á það“, segir Silas. „Það er ekki í fyrsta sinn, og ég vona ekki síðasta, sem cg geri mér far um að hjálpa meðbræðrum mínum. Við ættum öll að gera það sem við getum hvert fyrir annað“. „Munið, ef hann skyldi komast að því“ secn'r konan skiálfandi, „bá veit ég ekkert um það. Ff til vill ætti ég að látast alls ekki sjá yður“. „Það er líldega bezt“. segir Silas í dyrunum. „Það eina, sem ég fer fram á, er það, að þér felið skörunginn og annað, sem kynni að vera við höndina. Og kað væri betra að smyrja lás- inn, svo ekki heyrðist surg í lyklinum". Konan lokaði á eftir honum og fór svo inn og settist og hugsaði málið í einrúmi. Það sem einna helst huggaði hana, var það, að Bill myndi vera svo augafullur, að hann myndi trúa hverju sem væri í draugabransanum. Það var komið fram yfir miðnætti, þegar tveir félagar komu með Bill heim, og eftir að hann hafði boðizt til að slást við þá alla fjóra, barði hann þilið fyrir að flækjast fyrir sér og staulaðist svo upp á loft til að hátta. Áður en tíu mínútur voru liðnar, var hann steinsofnaður, og þegar vesalings konan hafði gert sitt bezta til að halda sér vakandi, sofnaði hún líka. Hún vaknaði allt í einu við hljóð, sem frysti merginn í beinum hennar — þá hjartasárustu stunu, sem hún hafði nokkru sinni heyrt á ævi siimi, og þegar hún lyfti höfðinu frá kodd- anum, sá hún Silas standa við rúmgaflinn. Hann hafði makað andlitið og hendurnar í því, sem kallað er sjálflýsandi litarefni, húfan var aftur á hnakka, og blautar hártjásur löfðu niður í augu. Sem snöggvast stanzaði hjartað í frú Burtenshaw, og svo gaf Silas frá sér aðra stunu, svo hana hryllti við. Það var stuna, sem virtist byrja í næstum engu, en óx og breiddi úr sér þangað til herbergið lék á reiðiskjálfi og glasið glamraði á snyrtihillunni fyrir ofan vaskinn. Enginn hlutur í herberginu var ósnortinn, nema Bill, hann hélt áfram að sofa eins og kornbarn. Silas gaf frá sér tvær stunur til viðbótar, og svo hallaði hann sér fram yfir rúmgaflinn og starði á Bill, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. „Reynið einusinni skrækróma“, segir frú Burtenshaw. Silas reyndi fimm sinnum skrækróma, og svo fékk hann hóstakviðu, sem hefði nægt til að vekja þá dauðu, en ekki bærði Bill á sér. „Nú aftur fáeinar dimmar“, hvíslaði frú Burtenshaw. Silas sleikti varirnar — gleymdi litnum — og reyndí þær dimmu aftur. 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.