Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 20
Brúöurin— Elskar þú mig nú í raun og sannleika, Adólf ? Adólf: — Það geri ég vissulega. En mundu samt að það varst þú, sem settir hjónabandsauglýsinguna í blaðið. Austfirzkar Munchhausen-sagnir, sagðar á föðurmálinu. Þegar ég kom af vaktinni inn í hásetakelfann, henti ég rennblautri húfunni, þokusuddakaldri, á ofninn til að þurrka hana, sletti mér niður við borðið og greip kaffikönnuna. „Er sama þokan enn?“ spurði Jói. „Ætli ekki“, svaraði ég, „eða heyrir þú ekki hel- vitis gaulið í flautunni?" „Ojú, en ég átti nú við hvort hún væri jafn svört enn?“ „Kolsvört". „Já, svört maður", gall við í Tóta, „hún er alltaf jafn helvíti svört Austf jarðaþokan". „Er það?“ ,„Ojá, ætli það sé ekki svo“, svaraði Tóti. „Ég held að hún hafi stundum verið svört, hérna árin sem ég sigldi með honum Kristjáni gamla á „Bárunni". En það gerði nú ekki mikið til, því karlinn þekkti bæði kolluna og ströndina betur en svellþæfðu ullarbrókina sína“, hélt Tóti áfram. Ég leit á Tóta og sá fljótt að frásagnarandinn var yfir honum, en mér þótti samt rétt að ýta lítið eitt við honum. „Ha, hvernig þá?“ Það lyftist brúnin á Tóta og hann hóf þegar frá- sögnina: „Ég skal bara segja ykkur eitt dæmi. Við vorum í fiskiflutningum frá Skálum á Langanesi til Seyðis- fjarðar það sumar. Einn laugardagseftirmiðdag sigldum við frá Skálum í svo svartri þoku, að ekki var nokkur A FRlVi leið að sjá hvað væri aftur eða fram á kollunni. Ég stóð við stýrið og sagði karlinn mér að stýra SSE. A vaktaskiptum tók karlinn sjálfur við stýri, en ég fór í koju og kom ekki á dekk aftur fyrr en á sunnu- dag'smorgun, að ég tók við vaktinni af Geira. Enn var svarta þoka, svo ég spurði hann um leið og ég tók við stýrinu, hvort ekki hefði sést land um nóttina. „Ekki held ég nú það, karlinn hefur altaf verið að blása í þokuhornið og einu sinni blés hann svo í það að það kom gat í þokuna, eins og eftir riffilkúlu og sást þar glitta í eitthvað svart, hefur sennilega verið land, því karlinn sneri sér þá þannig, en það var ekki svo að hægt væri að gera staðarákvörðun, gatið skrapp strax saman og karlinn hætti að blása", og Geiri spýtti brúnni tóbaksklessu út í þokuna. En helvíti var gaman að sjá hvernig klessan sat föst í þokunni, meðan við sigldum fram hjá henni. Ég hafði ekki staðið lengur en góðan klukkutíma við stýri, þegar karlinn kom sjálfur upp og tók við stjórn. „Farðu framá Tóti og gerðu klára kastlínuna", segir hann. Ég glápti bara á Karlinn. Mér hefði nú fundizt nær að gera klárt akkerið, láta það fara og bíða svo þess að eitthvað létti upp. En sem sagt, karlinn skipaði fyrir og mitt var að hlýða. Ég stóð því klár með kastlínuna þegar karlinn fór að hægja ferðina á kollunni. Rétt á eftir lét hann vélina taka afturá og kallaði til mín: „Hífa kastlínu í land“. Hífa í land, sagði ég svona við sjálfan mig. Hífa einhvern fjandann útí þokuna? Nú hlaut karlinn að vera búinn að missa alla vitglóru. Ég bjó mig samt til að kasta línunni stjórnborðsmegin út. „Bakborðshlið að bryggju", öskraði karlinn. „Bakborðshlið að bryggju", öskraði ég, snerist á hæl, þeytti línunni útí þokuna og batt endann í fangah'nuna okkar. En viti menn, lagsmaður, það er sko, fanden gale mig, hífað í línuna og eftir augnablik glymur bolaraust Jónasar bryggjuvarðar: „Það er fast“. Og þegar Geiri kom upp úr lúkarnum lágum við bundnir við bæjarbryggjuna á Seyðisfirði". „Fjandi hefur karlinn verið kræfur", sagði ég. „Ójá, hann var það, en hann sigldi nú heldur ekki eingöngu eftir kompás og loggi, hann hlustaði eftir bergmálinu af mótorskellunum frá fjöllunum og öllum fjandanum, þegar þoka var. „Ég trúi nú ekki vel“. „Trúir þú ekki“, segir Tóti og það hálf þykknar í honum. „Ég skal þá segja ykkur aðra sögu af karlinum, svo þið getið sannfærst um að þetta er satt. Einu sinni 166 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.