Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Side 8
Smásaga eftir W. W. JACOBS Draugagangur „Allir eru hjátrúarfulir", sagði næturvörð- urinn og gældi við svartan kött, eineygan, sem var nýbúinn að nota buxurnar hans fyrir vasa- klút; „ef þessi köttur hefði stolið kvöldmatnum frá sumum, hefðu þeir hegðað sér bjánalega og goldið þess alla ævi“. Hann klóraði kettinum bak við eyrað, þungur á brúnina. „Hent honum í sjóinn, það hefðu þeir gert“, sagði hann löngunarfullur, „og kastað í hann kolamolum þangað til hann sökk. Eins og ég sagði, allir eru hjátrúarfullir, og þeir sem eru það ekki, ættu að vera næturverðir um tíma, það myndi lækna þá. Ég þekkti einu sinni mann, sem drap svartan kött, og það sem eftir var ævinnar gat hann aldrei drukkið sig hálfan án þess að sjá hann afturgenginn. Eyðilagði alveg fyrir honum lífið. Hjátrú er öldungis réttmæt að vissu marki, sagði hann, en það er nú með hana eins og flest annað, sumir ganga of langt. — Þeir myndu trúa hverju sem væri. Þeir eru sálar- sljóir, og ef þú ert ekkert að flýta þér, skal ég segja þér sögu af kunningja mínum, Bill Burtenshan að nafni, því til sönnunar. Mamma hans var hjátrúarfull, og vissi ævin- lega þegar vinir hennar dóu, því þá heyrði hún þrjú þung högg á þiiið. Henni skjátlaðist bara einusinni, eftir að hafa misst ekki fæfri en sjö vini, þá komst hún að því, að það var mað- urinn í næstu íbúð að negla upp myndir klukk- an þrjú að næturlagi. Hún uppgötvaði það, þeg- ar hann barði á þumalfingurinn á sér. 49. Sigurjón Jóhannsson, Haganesvík .... 7,12 50. Styrmir Gunnarsson, Akureyri....... 5,80 51. Theódór Jónsson, Bíldudal.......... 6,05 52. Víðir Sveinsson, Neskaupstað ...... 6,00 53. Þórður Guðjónsson, Akranesi ........5,73 54. Þórður Jóhannesson, Garði.......... 6,21 55. Oliver Guðnason, Eskifirði ........ 6,03 Nr. 9 og 31 höfðu ekki lokið sundprófi og var því ekki vitað um meðaleinkunnir þeirra. Þegar Bill var uppkominn, fór hann til sjós, og það gerði hann enn þá hjátrúarfyllri en áður. Hann og félagi hans, Silas Winch, fóru nokkrar ferðir saman, og tal þeirra var svo hroðalegt, að sumir þorðu varla upp á þilfar einir í myrkri. Silas var toginleitur, vesaldar- legur náungi, sá aldrei nema svörtustu hliðina á neinu og fáraðist út af öllu. Hann sá allsstaðar drauga, og aumingja Benni gamli Huggins svaf í heila viku á gólfinu, vegna þess að Silas hafði séð hálsskorinn draug í kojunni hans Hann gaf Silas dollar og slipsi til að hafa koju- skipti við sig. Þegar Bill Burtenshaw hætti sjómennsku og kvæntist, missti hann alveg sjónar á Silas, og það eina, sem hann átti til minningar um hann, var blaðsnepill, sem þeir höfðu báðir und- irritað með blóði sínu og lofuðu, að sá, er fyrr dæi, skyldi birtast hinum. Bill gekkst undir þetta kvöld eitt, þegar hann vissi ekki hvað hann gerði, og í mörg ár á eftir fór hrollur um h'ann, þegar hann hugsaði til, að Silas dæi fyrr. Og þegar honum datt í hug, að hann dæi sjálfur fyrr, fór enn þá meiri hrollur um hann. Bill var ágætur eiginmaður, þegar hann var algáður, en hann hafði gott kaup, tvö þúsund á viku, og þegar maður hefur svo mikið og að- eins konu að sjá fyrir, er eðlilegt að hann drekki. Frú Burtenshaw reyndi allskonar ráð og að- ferðir til að lækna hann, en til einskis gagns. Bill reyndi líka sjálfur, því hann vissi, að drykkjuskapur er böl, og honum datt það snjall- ræði í hug, að konan skyldi steypa yfir hann fullri fötu af köldu vatni í hvert sinn, er hann kæmi fullur heim. Hún gerði það í eitt skipti, en með því að hún varð að hafast við úti í garði það sem eftir var nætur, var það aldrei reynt oftar. Bill versnaði með aidrinum, og fór meira að segja að selja húsgögnin til að geta drukkið enn meira. Og síðan sagði hann konunni, að hann yrði að fara í krána vegna þess hve heim- ilið væri óvistlegt. Einmitt þegar allt var upp á það versta, VÍ K I N G U R 154

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.