Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 24
Meðferð á fátækum sjómönnum Ég rakst á eftirfarandi grein í Norges Sjöfarts- og Handelstidende frá 14. febr. 1951, og fannst hún svo athyglisverð, að hún yrði að koma fyrir augu íslenzkra sjómanna. Nú er það þannig, að hvorki ég né aðrir láta sér koma til hugar að ís- lenzkir sjómenn yrðu að sæta slikri meðferð af hendi stjómarvalda hér heima, ef þeir lentu slíkri ógæfu, sem um getur í greininni, vegna þess að hér myndi strax verða gripið til samskota meðal almennings, sem er svo örlátur á fé til þeirra, sem verða fyrir óvenjulegum skakkaföll- um í lífsbaráttunni. En þeir eru margir, sem kyn- oka sér við að taka við almennum ölmusum, jafn- vel þó að því fylgi engin niðurlæging, og vilja heldur hafa lagalegan rétt á bótum vegna tjóns, sem orsakast af óviðráðanlegum atburðum, og sem þeir eiga enga sök á sjálfir. Nú eru viðsjárverðir tímar og enginn veit hve- nær ófriðarógæfan skellur á, en sjómenn vita, að þegar til slíks kemur, verða þeir að sigla, hversu hættulegt, sem það verður. Væri því rétt að setja einhver þau ákvæði í samninga eða lög, sem kæmu í veg fyrir að sjómenn, er forlögin léku eins illa og umgetna sænska starfsbræður, lentu í slikum málarekstri. M. J. Mörg falleg orð hafa fallið, bæði opinberlega og meðal einstaklinga um sjómennina okkar í síðustu heimsstyrjöld — og allt með réttu —, sem oft hættu lífi sínu við að færa okkur lifsnauðsynjar. Með til- liti til þessa, er í hæsta máta furðulegt, hvernig sænsk stjórnarvöld hafa meðhöndlað skipverja af sænsku skipi, sem sökkt var með tundurskeyti, og urðu innlyksa í Shanghai, og urðu að dúsa þar án atvinnu og launa í fjögur ár, og lifðii slíku sultar- lífi, svo að minnsta kosti einn þeirra bíður þess aldrei bætur. Sagan er í stuttu máli þessi: Skipinu „Ningpo“, eign Sænska Austur-Asíufé- lagsins var sökkt með tundurskeyti í Hong Kong höfn í byrjun innrásar Japana, en skipverjar, 30 að tölu, komust til Shanghai. Þrír þeirra voru drepnir af japönskum glæpamönnum, tveir dóu af þrengingum, og margir hinna, sem eftir lifðu, þjáð- ust af augn- og húðsjúkdómum. En verst fór þó fyrir einum þeirra, stúdent, sem var um borð í skip- inu til að læra verkstjórn. Hann veiktist af lungna- tæringu og var ekki ferðafær, þegar eftirlifandi félagar hans fóru heim árið 1945, en varð að liggja sjúkrahúsi í Kina og komst ekki heim fyrr en tveim dögum fyrir jól árið 1947. Ofan á allt saman hefur hann nú fengið reikning frá sænska ríkinu, hljóðandi á 40 þúsund króna skuld. Félagar hans hafa einnig fengið reikninga fyrir útlögðum kostnaði við sultarfæðið í tímabil- inu, sem þeir neyddust til að dvelja í Kína. Útgerðarfyrirtækið, sem greiddi sjómönnunum hálfs árs laun, hefur ásamt Farmannasambandinu og Stríðsábyrgðarnefnd krafizt skaðabóta til handa þessum ólánssömu mönnum, en í þrjú ár hefur enginn árangur náðzt.* Mál þetta, sem fyrst nýlega varð opinbert, vakti að sjálfsögðu afar mikla gremju og hneyksli meðal almennings, og það hefur ekki farið leynt, að menn furða sig á að jafnaðarmannastjórnin skuli meðhöndla þessa ólánssömu sjómenn á þenna hátt. Það er ekki óviðeigandi að segja hér aðra sögu, sem kunn varð um sama leyti og saga sjómann- anna. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Vigfors, átti sjö- tugsafmæli fyrir skömmu. — Hann hefur fengið óþvegnari orð en nokkur annar Svíi, vegna hinna óbærilegu skatta á þegnana. Á afmælisdaginn færðu flokksbræður hans honum 50 þúsund krónur að gjöf, með þeim orðum, að hann mætti eiga von á meiri peningum áður en samskotunum yrði hætt. En hér er um að ræða mann, sem fær há eftirlaun sem fyrrverandi ráðherra, full laun sem háskóla- kennari og auk þess hefur hann full laun sem þing- maður. Ekki er fjárhagsörðugleikum fyrir að fara, því að hann er alþekktur fyrir ósparsemi i lifnaðar- háttum. Greinarhöfundur er fús til að láta hér staðar numið i þessum samanburði á sjómönnunum ann- ars vegar og hr. Vigfors hins vegar, þvi að hann veit að margir góðir og gegnir sænskir borgarar halda honum áfram. M. Jensson þýddi. * Mál þetta er nú loks komið fyrir þingið, fyrir tilstilli Fagsambandsins, en skaðabótakrafan er 1.5 millj. krónur. 17D V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.