Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 4
að þurfa að leigja erlend skip í stórum stíl til þess að flytja afurðir okkar frá landinu og nauðsynjar hingað heim, og henda þar með á glæ milljónum króna, sem við gætum annars notað okkur í hag. Sama máli gegnir með vélbátaflotann. Hann þarf stöðugrar endurnýjunar við, og það get- um við gert hér heima. Við eigum ágæta báta- smiði og öll tæki til að byggja fiskibátana hér. Til þess þurfum við aðeins efnivið. En skilning- urinn fyrir því mætti örvast hjá þeim, sem inn- flutningnum ráða, svo að þeir veiti leyfi fyrir heppilegra efni en krossviðarplötum, þegar bátasmiðir sækja til þeirra um efnivið í fiski- báta. Sjávarútvegur og siglingar verða um langa framtíð aðalatvinnuvegur íslendinga. Tækni- þróunin vex hraðfara, og öll kyrrstaða er sama og afturför. Sá atvinnuvegur landsmanna, sem ber fjárhagslega uppi aðrar framkvæmdir þjóð- arinnar, verður að fá öll nýjustu og fullkomn- ustu tæki, sem með þarf til þess að gegna þessu hlutverki sínu. Og sízt má gleyma því, að sú stétt, sjómanna- stéttin, sem þjóðarheildin krefst mest af, erfið- ar mest og leggur mest í sölurnar við að skapa þjóðarauðinn. Henni ber hæstur hlutur við tekjuskiptingu þjóðfélagsþegnanna. En allar áætlanir um aukningu skipastólsins koma að litlu haldi, ef ekki verður sameinazt um þá kröfu, að tryggja Íslendingum forgangsrétt að sínum eigin fiskimiðum. Krafan um útvíkkun landhelginnar er mál dagsins í dag. Á því hvernig við sækjum það mál, byggist framtíð okkar sem fiskveiðiþjóðar. Ástandið er nú í stórum dráttum þannig, að allt frá Eystrahorni að Hornbjargi má heita að á vertíðinni sé óslitin röð erlendra skipa, djúpt og grunnt, með alls konar veiðitæki, sem skafa sjávarbotninn, stöðva fiskigöngur, sem á land- grunnið leita, eyðileggja hrygningarstöðvar nytjafiskjarins og uppeldisstöðvar. Þessi ásælni vex með ái’i hverju. Noi'ðursjórinn er, sem kunnugt ei', orðinn ördeyða, einnig miðin um- hvei’fis Færeyjar. Á fengsælum miðum vestur af íi’landi fæst nú vai'la bein úr sjó vegna of- fiski, og nú er röðin komin að fiskimiðunum hér við land. Það þarf enginn að spyrja um endalokin, ef slíkt verður látið afskiptalaust. Miðin út af Suðurnesjum ei’u á vex-tíðinni svo þétt setin af erlendum fiskiskipum, að bátar úr landi koma varla niður línunni. Vestmanna- eyingar hafa svipaða sögu að segja. Þetta eru útilegubátar, og þeir sitja að þeim miðum, þar sem helzt er fiskjar að vænta. Samtök fiski- manna þar suður frá hafa krafizt, að þessum skipum verði ekki seld beita eða annað, sem auðveldar þeim aðstöðu til athafna. Á Akra- nesi er vertíðin ein hin rýrasta, sem oi’ðið hefur, og út af Vestfjöi’ðum virðist ördeyðan vera að leggjast yfir gi’unnmiðin. Á Siglufirði virðist ágengni útlendu veiðiskipanna á sumrin ganga einna lengst. Þar eiga þau í raun rétti'i heima, en hin íslenzku eru hornrekurnar. Þau þrengja sér að bryggjum okkar og haga sér eftir vild, yfirhala veiðarfærin, pækla og umstafla afl- anum. Og dæmi eru til þess að þeir hafi fengið síld saltaða í landi og íslendingar svo velt tunn- unum um boi’ð til þeirra aftur. Útlent skip hef- ur komið til Siglufjarðar sem flutningaskip, út- búið sig þaðan á veiðar og siglt úr höfn sem fiskiskip. Hræddur er ég um, að fyrirgi’eiðslur yrðu með öðrum hætti, ef íslenzk' veiðiskip kæmu til fiskibæjar í Noregi eða Svíþjóð og ætluðu að haga sér svipað því, sem ég hef lýst hér á undan. Landhelgisgæzlan er, með þeim ónóga skipa- kosti, sem við eigum yfir að ráða, framkvæmd af atorku og skyldurækni. Þar eru sjóníenn að verki, sem þekkja skyldur sínar. En við hljót- um að viðui’kenna að löggæzlunni í höfnum inni sé vægast sagt ábótavant. Fiskimiðin hér við land eru forðabúr þjóðax’- innai’. Miðað við stærri og auðugari lönd, eru þau skógar okkar, aki’ar og námur. Sæki ein eða fleiri þjóðir aðx’ar heim og ætli að ræna þær þessum auðlindum, vitum við öll hvað slíkt þýðir. Ef íslenzk fiskimið verða svo til gjörr eydd á næstu áratugum, vei’ða aðalatvinnuvegi okkar bundnir þeir helskór, sem erfitt verður að leysa. I merkilegum greinaflokki, sem Júlíus Hafsteen sýslumaðui’ skrifaði um landhelgis- málin, og bii’tur var í Sjómannablaðinu Víkingi 1947 og ’48, er komizt svo að orði: Á meðan íslendingar fái ekki viðui’kenndan rétt sinn til hinnar raunverulegu landhelgi sinnar, hafa þeir ekki endurheimt sjálfstæði sitt að fullu“. F. F. S. í. hefur undanfarin ár gert ályktanir um landhelgismálin bæði á ársþingum sínum og utan þeirra, og 18. maí síðastliðin sendi stjórn sambandsins frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands lætur eigi hjá líða að undirstrika það, að ennþá er hafið sem umlykur landið lífæð þess. Teljum vér lífsspursmál að eigi sé gengið á rétt landsmanna og lífsbjargarmöguleikar þeirra rýrðir svo mjög sem raun ber vitni. Fyrir því skorar stjóm sambandsins fyrir hönd íslenkrar sjómannastéttar og í nafni allra 150 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.