Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 25
KRISTINN PÉTURSSON: „Gamalt vorstef“ Kristinn Pétursson sendi frá sér fyrir nokkru aðra ljóðabók sína, „Sólgull í skýjum“. Fyrsta bók hans, „SuSur með sjó“, kom út árið 1942 og vakti allmikla athygli. Höfundur þessi er sérkennilegur, bragslyngur og einatt smekk- legur. Meðal helztu yrkisefna hans er sjávar- þorpið og sjómennskan. — Víkingur leyfir sér að hnupla einu smákvæði úr hinni nýju bók Kristins Péturssonar. Heitir það „Gamalt vorstef". Hempusvört nótt er horfin, aftnr birtist liökulsins sólgull, drifhvítt rykkilín. Heimsmyndin skrýðist lieiðu litavali, himnarnir opnast, sólin blesuð skín. Ljósfælinn reykur liðast yfir bænum — laufgrænum bæ við fagurbláan vog, ^ bóndinn er róinn, bliki slær af reistum blöðum, sem falla í lagvisst áratog. Hugljúfan unga lileypur út í vorið hamingjurjóð með gamla skel og legg, gleði og bros til Guðs, sem var að skapa glóhærðan fífil undir skemmuvegg. Senn fær hún kuðung, silfurdisk og ígul, — senn kemur pabbi róandi í land. Dreymandi saumar dóttir fiskimannsins dálítil spor í gráan fjörusand. Leiðrétting. í forystugreininni „Verkin tala“ í síðasta blaði hafði fallið niður eitt orð, þar sem rætt var um Patreksfjarðarhöfn, svo að meiningin raskaðist. í blað- inu stóð : „auk þess mætti þá alltaf fara inn í höfn- ina í aftakaveðri“, en átti að vera: „nema í aftaka- veðri“. Seglskipið Muninn. -VIKINGUR 171

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.