Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 29
hyglisvert menningarplagg, sennilega það elzta, sem völ er á. Þegar allar aðstæður eru betur grundaðar, verður Ijóst, að stjömumyndirnar eru röð raunhæfra myndasagna, sem vissulega hafa örvað ímyndunarafl fornaldarmanna. 1 þeirri lögun, sem stjörnumyndirnar nú þekkj- ast, eru þær í aðalatriðum frá Grikkjum, en fjöldi atriða benda til þess, að þær séu miklu eldri. Verður nú nokkuð sagt frá samhengi stjörnumyndanna. Það verður byrjað að segja frá Bjarnarmyndunum. Á himinmyndum frá eldri tímum, eru „Birnirnir" sýndir með óvenju stórum skottum. Það er nú svo, að skott á Bjarn- dýri er ekkert einkennandi fyrir það. Upphaf- lega voru þessar Bjarnarmyndir í líkingu við Sjakala (refs bróður), eins og skottin benda til. Það voru Grikkir, sem breyttu þessum dýrum í „Bimi“. Það minnti þá á sögnina um Arkas, sem var sonur Nymfen Kallisto og Zeus. Vegna afbrýðissemi breytti Hera konu Zeus, Kallisto í bjamarlíki. Var sonur hennar Arkas, sem var á dýraveiðum, næstum búinn að drepa hana, án þess að vita, að þetta dýr var móðir hans. Zeus hindraði þetta óhæfuverk, með því að breyta þeim báðum í stjörnumyndir. Hera skipaði sjávarguðnum Thelis, að sjá um að þessar stjörnumyndir mættu aldrei fara af lofti, sökum þess ganga þær ekki undir. Þannig er skýring Grikkja. Dreka-stjörnumyndin táknar þann dreka, sem settur var til þess að varð- veita garð Hesperidernes, en var drepinn af kappanum Herkules, þegar hann ruddist inn í garðinn, til að ræna hinum gullnu ávöxtum hins dýrmæta trés. Herkules, sem rómaður var fyrir fjölda afreksverka, er einnig ein stjörnu- myndanna á festingunni. Stjörnumyndirnar: Cefeus, Cassiopeja, Andromeda, Perseus og Hvalurinn (Celus), eru öll tengd sömu þjóð- sögu. Cefeus var konungur í Cliopien, var hann giftur hinni fögru drottningu Cassiopeja. Cassiopeja drottning hældi sér mikið af ferg- urð sinni og fullyrti, að vera enn fegurri en gyðjan Hera. Það þurfti minna til að hrópa yfir sig reiði guðanna. 1 þetta sinn létu afleið- ingarnar ekki lengi bíða eftir sér. Sjávarguð- inn Neptunus þjakaði landinu með óstjóm- legu flóði, hræðilegt sjóskrímsli í hvalslíki ætl- aði að granda því. Cassiopeja fór þegar á fund véfréttar, er sagði henni, að ógæfunni linnti ekki fyrr en Andromedu dóttur drottningar yrði fórnað skrímslinu. Aðrar úrgöngudyr voru ekki færar, var henni því fórnað, var hún bundin við klett á sjávarströndinni og beið hún þar sinna hræðilegu örlaga. Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. 1 þann mund, er sjávarskrímsl- ið kom upp að ströndinni til að hremma bráð sína, kom hin glæsta hetja Perseus, ríðandi á hinum vængjaða hesti Pegasus (sem einnig er stjörnumynd á himninum). 1 hendi sinni hélt hann á því ægilega Medusuhöfði, þar sem hvert höfuðhár eru slöngur, sem var svo skelfilegt, að hver sem leit það, varð samstundis að steini. Þessum haus otaði Perseus að skrímslinu, sem þá þegar varð að steinstólpa. Að sjálfsögðu urðu þau hjón, Andromeda og Perseus. Síðar settu guðirnir allar þessar framkomnu persón- ur upp á festinguna. Hrúturinn er þekktur úr mörgum grískum sögum. Hann bar gullna gæru, sem var fómuð guðunum og hékk hún uppi í hinum helga fórn- arlundi í Kalkis. Nokkrir fullhugar fóru á skipinu Argo (er það stjörnumynd) til Kalkis, þar sem kappinn Jason hrifsaði til sín hina gullnu gæru og fór með hana sem herfang til Grikklands. Á líkneski Thorvaldsens af Jason, sést hann (Jason) halda á gærunni á hand- leggnum. Stjörnumyndin „Fiskarnir“, er saga um gyðjuna Venus og son hennar Amor. Þau voru elt af óvættinum Tyfon. 1 neyð sinni breyttu þau sér í tvo fiska og köstuðu sér í ána Eufrat og björguðu þannig lífinu. „Vatnsberinn" (Aquarius) er mjög gömul stjörnumynd. Egyptar veittu því athygli, að koma þess var í sambandi við flóðin í Níl. Grikkir gerðu þessa mynd að leyndardómsfullri „persónu", að nafni „Denkalion", sem í sam- ráði við konu sína, „Pyrrha“, björguðu sér á bát frá syndaflóði og tryggðu mannkyninu þannig framhaldslíf hér á jörðu. Sögnin svarar til Arkar-Nóa í Gamla-Testamentinu. Stjörnumyndin „Nautið“ (Taurus) er mjög gömul. Hjá Forn-Egyptum táknaði það hinn heilaga uxa Apis. Hjá Grikkjum táknaði það nautið, sem Zeus notaði þegar hann' nam burt hina fögru kóngsdóttir Evropa. Á hrygg Nauts- ins er „Sjöstirnið“, hin auðsæa stjörnuþyrp- ing, sem alla tíma hefur vakið aðdáun manna. Ni&urlag næst. VÍKINGURINN Ýmislegt efni bíður næsta blaðs, er mun verða allstórt (júlí- og ágústblað saman). Mun það flytja margar sögur og annað skemmtiefni, auk greina um málefni sjómannastéttarinnar. VÍKIN □ U R 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.