Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 19
Þá gekk Gústav Mattson aftur inn í eldhúsið og skýrði frá staðreyndum og spurði hvort nú ætti ekki að byrja útvarp. Nei, svaraði ég, því að ég sat enn í gróða og var nærri búinn að vinna allt, sem ég hafði lagt út fyrir brennivín. Þá sagði Mattson: Ég skal segja þér Gústav, að ég er í rauninni mesta fól. Ég er svo mikið fól, að stundum, þegar ég vakna á morgnana, eftir að ég hefi verið fuil- ur, eru allir vasar mínir meira en hálfir af húmbúgum og flibbaslitrum, og skeiðahnífur- inn er þá æfinlega votur. Og nú byrja ég að útvarpa fyrir eigin reikning. Og með það fór hann inn í herbergið og hóf að útvarpa Norðlendingunum. Hann varpaði þeim jafnt út um glugga og dyr, og án þess að hafa fyrir því að opna dyrnar eða gluggana, og þarna eyðilagði hann mörg hundruð ríkis- dalavirðj í hurðum, gluggakörmum og gleri. Hann greip Norðlendingana í sætum þeirra, þar sem þeir stóðu upp við veggina eða þar sem þeir snerust í dansinum, og áður en þeir gátu áttað sig, höfðu þeir rekið nefið í jörðina úti fyrir. Þegar hann var búinn að gera hreint inni, fylgdi hann þeim eftir út og byrjaði þar við þá nýjan dans. Auðvitað reyndu þeir að bera hönd fyrir höfuð sér, en eftir andartak fannst ekki einn einasti hnífur í hópnum með heilu blaði, og all- ar neftóbaksdósir voru orðnar loklausar. Já. hvar sem Gústav Mattson gekk, sópaði hann í kringum sig með handleggjunum og þá mynd- aðist svo breiður gangur eftir hann, að vel hefði mátt aka tveimur tvíeykisvögnum samsíða á oftir honum. Úti fyrir húsinu var gamall og uppþornaður brunnur. Niður í hann fleygði hann sextán stykkjum, fleiri komust þar ekki fyrir. Og það skilja sjálfsagt bæði Söderbom skipstjóri og Engström, að þar hefur hlotið að vera fjandans þröngt, að minnsta kosti í botninum á brunn- inum. En það er nú einu sinni svo, að þegar ein- hver byrjar að berjast og á sigri og meðlæti að fagna, verður hann allt af meira og meira upp- lagður. Það þekki ég sjálfur frá Hamborg og Liibeck og reyndar Genúa líka, frá því $r ég var í mínum beztu færum. Og nú var Gústav Mattson upplagður, fyrir því voru eiginlega engin takmörk lengur. Nú fór hann að tína saman steina, stórgrýti reyndar, og kasta þeini inn í eldhúsið og herbergið. Og það voru ekki fáeinir molar, sem hann lét fjúka, nei, þeir skiptu tugum og hundruðum, það get ég svarið, svo sannarlega sem ég vona að komast í himna- ríki, en lenda ekki hjá Húsavíkur-Jóni, þegar ég hrekk upp af. Og ég get líka dauðsvarið það, að enginn steinn var svo smár. að ekki þyrfti þetta þrjá til fjóra fullvaxna Norðlendinga til þess að velta þeim út, því að ekki kom til mála að bera þá. Jú, Ratanbúar máttu velta grjóti í sex daga áður en þeir gátu byrjað að laga til í herberginu. En einum steininum komu þeir aldrei lengra en út í trjágarðinn úti fyrir húsinu. Þar ligg- ur hann, og í hann eru höggnir bókstafir, sem síðan hafa verið smelltir gulli: Gústav Mattson. Það er nafnið mitt, þó ég væri ekki þátttak- andi í þessu, enda þótt ég væri nærstaddur. En ég skoða það allt af sem heiður að hafa verið nærstaddur þarna. Og nú spyr ég Söderbom skipstjóra og Anderson og Engström: Hefði Karl XII. eða þessi Herkúles getað meðhöndlað sögunarverksmiðjujaxla svona myndarlega? Ég spyr bara. Og svarið þið svo. Ég hef verið í áflogum, þar sem fætur mínir snertu ekki jörðina í stundarfjórðung, — svo þétt stóðum við, svo einhverja reynslu ætti ég að hafa í þessum efnum. Og Engström er kunnugt um, að í Grisselhöfn er nýi danspallurinn bvggður með hæfilega miklu bili á milli plankanna til þess að blóðið geti runnið svo ört burtu, sem þörf krefur, það veit Engström, svo að hann hefur-þó nokkra reynsluþekkingu á hlutunum. En hvaða þekkingu og reynslu hafði Karl XII.? Ekki baun. Það get ég svarið. Ef hann hefði verið nokkuð kunnugur því, hvað gerist hér í Skerjagarðinum og í Norrlandi, þá hefði hann leitað hingað í fríunum, í stað þess að lóna og leika sér suður í Rússlandi eða hjá Hundtyrkj- um, ef hann hefur þá annars haft nokkurn smekk fyrir slagsmál". ,,En Mattson, nú spyr ég: Hvað starfaði Mattson allan tímann, sem Gústav Mattson barðist?" ,,Ég var rétt áðan að segja Engström, — um það eru þeir báðir til vitnis Söderbom skip- stjóri og Anderson stýrimaður, — að ég sagðist hafa setið í gróða í fimmkortspili. Ef ég hefði komið á vettvang, hefðu engin slagsmál þurft að verða. Skál". y í Kl N □ U R 165

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.