Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 15
Albert Engström: KRAFTAKARLAR SAGA Höfundur eftirfarandi sögu, sænska skáldiö Albert Enyström, er t'alinn einhver fyndnasti rithöfundur, sem uppi hefur verið á Norðurlöndum. Hann var um margra ára skeið ritstjóri skopblaðsins „Strix“ og birti í því fjölmargar skemmtilegar sögur, skrítlur og teikningar. Ýmsar af hinum skemmtilegu teikn- ingum Engströms liafa birzt á „frívakt“ Víkingsins undanfarin ár. ■—- Engström átti góða vini meðal sxnskrar sjómannastéttar. Lýsir hann mörgum hinna öldruðu sægarpa, er hann kynntist, á mjög hressi- leyan og gamansaman hátt, þótt ef til vill séu þxr lýsingar blandnar nokkrum ýkjum. Söderbom skipstjóri hafði boðið mér til groggdrykkju um borð í briggskipinu Alma frá Laangsund. Þetta var um hásumar. Flestir há- setarnir voru hér í heimahöfn og skipstjórinn hafði ekki viljað neita þeim um að fá sér snún- ing með stelpunum úr átthögum sínum, einkum þegar hann gat þá líka notað tækifærið til þess að ræða við útgerðarmenn sína, sem þarna voru búsettir. Auk þess var líka hnausþykk þoka, svo að ekki var viðlit að greina ljósin frá vitanum á Norðurhellu. Hann þurfti einnig að skjótast í búðir fyrir sjálfan sig, og að síð- ustu má geta þess, að hann gerir æíinlega það, sem honum sjálíum þóknast, án þess að ráð- færa sig við útgerðina. Hann er svo sem búinn að sigla nóg af peningum ofan í vasa útgerðar- manna, þeirra okurkarla, og veit hvað hann má bjóða sér. Samtals voru því meir en nógar ástæður til þess, að hann sigldi hér inn á höfn og lét akk- erin falla. Söderbom karlinn er gamaldags skipstjóri, samanrekinn kubbur, ísgrár á hár og skegg, ataleygur og ákveðinn í framgöngu. Hann hef- ur siglt um öll höf heimsins frá því hann var stárktittur, og í hans augum er Eystrasalt eins og hver önnur súpuskál. Stýrimaðurinn, hann Matthías Anderson, er jafnaldri hans og fæddur og fóstraður á sama stað og hann, og er þar ofan í kaupið nauðalík- ur honum. Skipstjórinn og hann eru eins konar Síamiskir tvíburar. Sem sagt: þeir ólust upp saman, tóku próf saman, og hafa alla æfi siglt saman, og rífast alltaf ef þeir eru ekki að störf- um. En Anderson fékk aldrei neina skútu til um- ráða, og nú orðið mundi hann ekki heldur kunna því að standa sem stjórnandi á þiljum á nokkr- um farkosti. Hann er rauðhærður með langa hárbrúska í eyrunum og nösunum, á nefbroddi og augabrúnum. Báðir bera þessir heiðursmenn gullhringa í eyrnasneplunum til varnar gigt. Sá, sem kynnti mig fyrir báðurn þessum körlurn er Mattson, skipstjórinn á jaktinni Al- brektina. Hann er einnig kominn mjög til ára sinna. Hann er ljóshærður risi með langt villi- mannaskegg, hörkuleg, grá augu og vörina fulla af neftóbaki. Á smábandsárum sínurn var hann ægilegur áflogahundur og enginn á öllum flot- anum komst í hálfkvisti við hann að ljúga. Á stjórnborði .á jaktinni hans má lesa skýrum stöfum nafnið ALBREKTINA, en á bakborð er letrað ANITKERBLA, því að letrið á að ganga áfram eins og skipið, segir hann. Mattson er gamall félagi minn af sjófuglaveiðum frá því fyrir óramörgum árum síðan, og þess vegna erum við nú báðir boðnir til að gista skipstjór- ann á Alma'. Við sitjum allir fjórir í hinni rúmgóðu og viðkunnanlegu káetu. Þar eru speglar, sófar og stólar, svo að þetta má í rauninni kallast salur. Á einum veggnum hangir mynd í sléttum rauðviðarramma og undir spégleri. Myndin er af skipi og Söderbom hefur málað hana, þegar hann var léttadrengur. I loftinu framan við fokkumastrið er skráð: Nafn skipsins Heddvík kemur Frá NiSurlöndum og er Á leið til Lon- V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.