Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 5
sannra föðurlandsvina á ríkisstjóm Islands og Alþingi Islendinga, er það kemur saman næst, að hvika eigi frá fyrri kröfum og yfirlýsingum um landhelgi Íslands. Að nema þegar úr gildi brezk-danska samninginn frá 1901. Að lýsa því yfir að landhelgin sé hér eftir 4 sjómílur frá yztu annnesjum. Að allir firðir og flóar séu landhelgi og veiði með hvers konar botnvörp- um eða botnsköfum sé bönnuð þar. Leitað sé fulltingis og verndar þeirra stórþjóða, sem þeg- ar hafa fært út landhelgi sína, ef með þarf“. Þannig hljóðar sú ályktun. Bandaríkjamenn og Rússar hafa fyrir nokkru fært út landhelgis- takmörk sín og áskilið sér rétt til landgrunns- ins. Sumir kynnu að álíta, að þeir hafi tekið sér þenna rétt í krafti valdsins, en ég held að hvergi hafi verið véfengdur hinn siðferðilegi réttur þessara þjóða til landgrunnsins, sem að ströndum þeirra liggi. Norðmenn heyja nú baráttu fyrir útvíkkun sinnar landhelgi. Það ætti að vera okkur styrkur og hvöt til þess að hefjast handa. Alþingi hefur sagt upp brezk-danska land- helgissamningnum og gengur hann úr gildi í október næstkomandi. Það var vonum seinna, að þetta spor var s.tigið af okkar hálfu. Það er stuttur tími til stefnu og mikið liggur við að öll þjóðin sameinist um þessi mál. Því að: í sameining vorri er sigur til hálfs, í sundrungu glötun vors réttasta máls. Viðurkenning annarra þjóða á landhelgi ís- lands, yrði sú bezta efnahagsaðstoð, sem við gætum óskað eftir okkur til handa. Það má enginn íslendingur skerast úr leik, því að kraf- an um stækkun landhelginnar er framhalds- þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hér skipta ekki flokkarnir skoðunum manns, þeir skiptast um hagnað og tjón þessa lands. tslenzk sjómannastétt verður að taka forustuna og hvetja til liðveizlu alla þjóðholla menn. Þó að útverði þína, þú öfluga stétt grafi aldanna fallþunga hrönn, þú með vaxandi samtökum vinnur þér rétt og með verkum í stríðþungri önn. * Þó að bresti um stafn, þó að bylji á súð, ekki bugar hann sjómannsins þrótt. Þó að sjóarnir rísi og fossi um flúð, út á fjarlægust miðin er sótt. V í K I N G U R 151

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.