Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Side 21
iKTINNI
fórum við frá Seyðisfirði á leið norður, í engu minni
þoku en ég sagði ykkur frá áðan. En svo hagar til á
þessari leið, að fyrir norðan Njarðvík, út af Ósfjöllum,
liggur sker eitt er Ósfles nefnist. Þar heldur sig altaf
mikið af sel og karlinn þurfti oft að fá sé sel í soðið.
Jæja, við sigldum og sigldum og altaf var sama sót-
svarta þokan. Ég var niðri að fá mér kaffisopa, þegar
ég heyrði eitthvert ískur í karlinum og að hann hægir
á vélinni. Ég svolgraði í mig kaffið hljóp upp og afturá
til karlsins.
„Farðu niður í vélarhús, náðu í byssuna og sela-
skotin“, segir hann. Ég hljóp niður, en var þó að
brjóta heilann um, hvern fjandann hann hefði getað séð
í þessari þoku.
„Stoppaðu vélina", hvíslaði karlinn niður í gatið.
Ég stoppaði vélina og læddist upp með byssuna.
„Hleðslu í bæði hlaupin", segir karlinn og rennir
kollunni ósköp hægt í hálfhring.
„Komdu hingað með byssuna, svona, stattu nú þarna,
líttu á kompásinn og miðaðu í NV“.
Ég hlýddi alveg undrandi og hræddur, því ég var
handviss um að karlinn væri orðinn sjóðandi vitlaus, en
eins og þið vitið má aldrei hafa neitt á móti því, sem
vitlausir menn vilja láta gera.
„Miðaðu ofurlítið neðar“, segir karlinn og ég lækka
sigtið.
„Hleyptu af •—• skjóttu", kallaði karlinn.
Mér varð svo bilt við, að ég hleypti af úr báðum
hlaupum í einu og helvítis byssan sló mig svo, að ég
steinlá á dekkinu.
,Fínt, — fínt“, hrópaði karlinn og um leið heyrði ég
feikna skvamp og busiugang útí þokunni.
„Út með prammann", skríkti í karlinum. Við sett-
um prammann á flot og rerum í áttina að þeim stað,
sem skvamphljóðið hafði heyrst úr. Og viti menn, eftir
augnablik kemur Ósflesin fram úr þokunni og á henni
iiggja fjórir steindauðir kópar, skotnir kyrfilega gegn-
um hausinn. Við innbyrtum veiðina og rerum í áttina
að kollunni. Karlinn sat afturí prammanum og neri
saman höndum og tautaði: „Vel skotið, — helvíti vel
skotið“. Og það viðurkenndi ég líka sjálfur.
„Já, satt er það, vel hefur verið skotið og nákvæmlega
siglt“, svaraði ég, „en vantrúaður er ég nú samt“.
„Það getur verið að þú sért vantrúaður, en við, sem
til þekkjum, vitum að satt er“, svaraði Tóti, þó ekki
þykkjulaust, svo birti yfir honum og hann bætti bros-
andi við: „Það voru nú fleiri, sem gátu siglt í Aust-
fjarðaþokunni, en Kristján á „Bárunni“. Það var
fjandi gott bragð, sem hann Jón, skipstjóri á „Kára“,
lék héma einu sinni. Kerlingin hans var fjárans gribba,
Brúðurin: — Ég verð að gera eina játningu, vinur
minn. Ég hef falskar tennur.
Brúðguininn: — Það hef ég vitað lengi.
Brúðurin: — En þær eru óborgaðar.
hún linnti aldrei á skömmum meðan Jón var í landi
og alveg ætlaði hún af göflum ganga, ef hann fékk
sér í staupinu, sem var nú æði oft, því við austfirzku
sjómennirnir höfum löngum verið ölkærir.
Jón var orðinn dauðleiður á kerlingunni og hugði
ekki á annað en að koma fram hefndum og venja kerl-
inguna á betri siði.
Svo var það eitt haust að við, ég var sem sé háseti
hjá Jóni þá, vorum að flytja fisk frá Vopnafirði til
Seyðisfjarðar. Af sérstökum ástæðum ætla ég að geta
þess, þó það komi ekki sjónum við, að snjór var orðinn
mikill og ófærð um alla landvegi. Þeir, sem þurftu
fjarða á milli, notuðu út í yztu æsar þessa síðustu
haustferð okkar. Já, þannig var nú útlitið, lagsmaður,
þegar við vorum að leggja út um morguninn.
Kerlingin hans Jóns stóð á bryggjunni og glápti á
karlinn í stýrishúsglugganum. Karlinn var nú nokkuð
rauður í andliti, en ég held að það hafi bara verið af
kuldanum. Allt í einu vatt kerlingin sér um borð og inn
í stýrishús og við heyrðum að hún sagði: „Jón, þú ert
fullur, skammast þú þín ekki fyrir að fara fullur á
sjóinn?"
„Ha, hvað, — fullur? Nei, við fyllum ekki fyrr en á
Vopnafirði", svaraði Jón og átti við kolluna, sem var
skraltóm.
„Jahá! ætlar á fyllrí á Vopnafirði, helvítis blókin,
þar gloppaðist sannleikurinn einu sinni óafvitandi út
úr þér, en þér verður nú ekki kápan úr því klæðinu,
V í K I N □ U'R
167