Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 18
frá, skal frá öllu sagt. Já, við vorum að fást við seglið og. .. „Máttson, komstu nú að e'fninu, skollafótur- inn þinn“. „Já, við drógum iiin seglið og felldum þær tuskur, sem eftir voru af. .. .“ „Þetta er nú meiri bölvuð prédikunin", skaut skipstjórinn inn í. „Skál. En nú vorum við komnir helzt til grunnt, svo að við urðum að stýra í misvísandi vestur og síðan til suðvesturs og að lokum skreið svo dallurinn inn í hafnarmynnið í Rat- an. Hefur nokkur ykkar komið til’Ratan? Eng- ström? Nú, þá kannast þú við kramið. Við vor- um þeir fyrstu, sem náðu höfn undan stormin- um, en brátt þyrptist mesti fiöldi af skipum inn í höfnina á eftir okkur. Möi-g af skipun- um voru svo illa útleikin, að þau urðu að liggja þarna lengi til að lappa og staga í skemmd- irnar. Óveðrið hélzt í nokkra daga. Nokkrir skerjagarðskarlar komu sér þá saman um að halda ball fyrir stelpurnar í bænum. Brenni- vin höfðum við flestir, en þeir sem ekki áttu það til urðu sér einhvers staðar úti um leka. Við vorum sjö eða átta strákar, sem stóðum fyrir þessu, og leigðum til þess eldhús og her- bergi hjá gamalli kerlingarhrotu. Allir kunn- um við að spila á harmoniku, en sumir vildu samt ekki taka þátt í dansinum. Þeir fengu að sitja í eldhúsinu og spila fimrqkort, asnaspil og hálftólf, eða fjandann þær nú heita allar þessar spilakúnstir. .. .“ „Já, en hann Gústav Mattson, sem var svo sterkur?“ „Ef ég fæ ekki að segja frá eins og mér þóknast, getið þið sjálfir farið til Ratan og spurzt fyrir um hann þar. Nú, nú, nema hér kemur heíll skari af Norðlendingum, verka- mönnum í sögunarverksmiðju, og vilja fá að dansa með. Gjarnan, sögðum við, því að telp- urnar höfðu auðvitað sín gömiu sambönd við þá. Gjaman megið þið dansa, sögðum við, en við höfum svo lítið brennivín, að það er ekki nema handa okkur sjálfum. En dansa megið þið svo mikið, sem ykkur listir, músíkina sjá- um við um. En þá fór nú bara fjandinn í Norð- lendingana af því að þeir fengu engan spíra hjá okkur, og þegar minnst varði brá einn Norðlendingurinn fæti fyrir strák úr okkar hópi. En það hefði hann betur látið ógert, því að strákurinn var enginn annár en Gustav Mattson. Hann var alnafni minn, en ég er ekki þar með að segja eða halda því fram, að hann hafi verið ég. En hann var svona álíka sterkur og ég. All right. Gústav Mattson kom til okkar, þar sem við sátum í eldhúsinu og spiluðum fimm- kort, og sagði alla málavöxtu. Hann spurði hvort við ættum ekki að byrja að útvarpa. En ég sat í gróða og svaraði: Nei, Gústav Mattson, okkur liggur ekkert á. Við skuluin bíða augna- blik. En rétt þegar hann byrjaði að dansa aft- ur, opnuðu einhverjir glugga og hentu inn um hann fullri fötu af skólpi og alls konar gumsi, og það hittist svo á, að súpan hvolfdist öll yfir Gústav og stelpuna hans. Gólfið var löðrandi í öllu maukinu og lyktin í herberginu var verri en úr nokkrum fjóshaug. 77 um auða hafsins vegi . . . fer stakur már um miðja vetrarnótt". J 164 VÍKIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.