Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 27
4/4. Raforkuveri komið upp í Fær- eyjum fyrir tugi milljóna króna. • 11/4. Douglas MacArthur settur frá öllum störfum fyrir Bandaríkin og S. Þ. Matthew Ridgway, hershöfð- ingi, tekur við störfum hans. • 12/4. Mikill liðsauki Kínverja á vígstöðunum í Iíóreu. — Egyptar vilja Breta brott frá Suezsvæðinu. Viðræður um málið hafnar í Kairo. Mótspyrna Kínverja í Kóreu harðnar mjiig. Tefla nú fram 695 þús. manna varnarliði. — Grikkir vilja komast í Atlantshafsbandalagið. — Norðmenn undirbúa Grænlandsveiðar. • 14/4. Olíuhéruð í íran eru í hern- aðarástandi. Búizt við að Bretar hafi sent herskip til hafnarborga í olíuhéruðunum. — MacArthur boðið á fund hermálanefndar. — Alvarleg- ur' vatns- og rafmagnsskortur í Berg- en um þessar mundir. • 15/4. Ridgway flytur japönsku þjóðinni ávarp. Flaug til Tokyo í gærmorgun og tók við herstjórnar- störfum MacArthurs. • 17/4 Versta engisprettuplága í 80 ár gengur nú yfir Persíu. — Mac Arthur kominn til Honolulu. • 18/4. 1200 tonna kafbáts með 75 manna áhiifn saknað. Búizt er við að hann sé fundinn á 60 metra dýpi. Skipverjar hafa látið til sín heyra. • 19/4. Enginn bjargaðist af brezka kafbátnum. Fannst við eyna Wright, en engum manni af áhöfninni skaut upp og loftforðinn er þorrinn. • 21/4. MacArthur fagnað ákaflega f New York. Deilur mjög harðar í Bandaríkjunum um ræðu hans og réttmæti frávikningarinnar. — Þús- undir farfugla hafa gefizt upp og drukknað í Eystrasalti undanfarið á norðurleið. • 22/4. Landburður af þorski í Vestribyggð á Grænlandi í vor. • 24/4. Verkföll blossa upp á Norð- ur-Spáni. Bilbao og San Sebastían aðalstöðvarnar. • 3/5. Lögin um þjóðnýtingu olíu- linda í íran staðfest. — Norðurher- inn hörfar 20—30 km. norðan Seoul. Sókn Kínverja og N.-Kóreumanna virðist fjöruð út eftir geysilegt af- hroð. • 5/5. MacArthur flytur mál sitt í utanríkis- og hermálanefnd öldunga- deildar Bandarikjaþings. • 6/5. Kúmlega 40 togarar gerðir út frá Færeyjum í vetur. Afli þeirra hefur verið mjög tregur og kjör tog- arasjómanna eru léleg. — Spaak var kosinn forseti Evrópuþings. • 10/5. Stór-loftárás var gerð á flugvöll við Yalu. Tjón kommúnista geysimikið. — Bandarikin ætla að stórauka aðstoð sína við lýðræðis- rikin. • 11/5. Feikilegur olíubruni varð í Austurríki, er eldur kom upp í Mat- zenolíusvæðinu. — Bandaríkjamenn leggja að Dönum, að þeir lengi her- þjónustutímann. — Hjúkrunarlið frá Danmörku hefur verið sent til Græn- lands, vegna mislinga, sem þar eru mjög skæðir. • 12/5. Áttatíu norsk skip verða á Grænlandsmiðum í vor. 16/5. Ný sóknarlota kommúnista að hefjast. Flugherinn gat lítið gert vegna rigninga. — Evrópuþing vill aukið samstarf við Bandaríkin. — Itiilir taka þátt í flotaæfingum Mið- jaiðarhafsflotans. — Danir eru að hefja blýnám á Grænlandi. • 17/5. Ný kjarnorkuvopn á til- raunastigi. Kjarnorkusprengikúlur og litlar kjarnorkusprengjur til notk- unar á vígvöllum. — Rússar sagðir reiðubúnir að ráðast inn í Persíu, ef Breta senda fallhlífarlið til Aba- dan. Persnesk blöð eru ákaflega harðorð í garð Breta. — Tyrkir og Grikkir óska að ganga í Atlantshafs- bandalagið. • 19/5. Eisenhower er ætluð yfir- stjórn Danahers, ef styrjöld brýzt út. Tillögur landvarnaráðherrans í Þjóðþinginu. — Ibúatala ísraels tvö- faldast á 2 árum. • 20/5. Skæruliðasveitir í námunda við Tirana. Yaxandi uppreisnaralda í Albaníu. — Mislingarnir á Græn- landi taka fjölda manns, er þeir geisa þav í fyrsta sinni. Um 300 af 800 íbúum Julianehaab sjúkir, sumir af lungnabólgu. — Sameiginlegar varnir Dana og Bandaríkjamanna á Grænlandi. • 22/5. Neðanjarðarvatn, sem fund- izt hefur á Spáni, notað til áveitu. Persar neita að ræða olíumálin við brezku stjórnina. Segja þau innan- ríkismál Persa. • 24/5. Indverski þjóðflokkurinn er klofnaður. Nýr flokkur í anda Gandh- is á döfinni. — Banatilræði við til- vonandi konung Líbiu. Fimrn áhorf- endur særðust, en emírinn sjálfur slapp ómeiddur. • 25/5. Hafnarverkamenn í Mel- bourne í Ástralíu afgreiða ekki ný- sjálenzk skip. -- Truman fer fram á 8,5 milljarða dollara til aðstoðar við aðrar þjóðir. — Hersveitir S. Þ. sóttu norður yfir 38. breiddarbaug- inn á tveim stöðum í gær. Tvö her- fylki Kínverja kióuð inni á austur- vígstöðvunum, al'tan við viglinuna. Kommúnistar skila 214 grískum börnum. Skæruliðar rændu þeint. — Varnir V.-Þýzkalands treystar til muna. V í K I N □ U R 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.