Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Page 16
Don með
Farm af appelsínum
og fíkjum
árið 1867.
Við hliðina á þessu átakanlega barnalega
listaverki hangir mynd af Karli XII. í gylltum
íburðarmiklum ramma. Það er tréskurðarmynd,
klippt út úr Sænska vikublaðinu fyrir á að
gizka einum mannsaldri síðan.
Söderbom skipstjóri veitir ágætan drykk,
sem losar fljótt um tunguhöftin. Mattson nýtur
þess mjög að fá nú einu sinni að smakka annað
en brennivín. Og reykurinn úr Bremervindlun-
um minnir hann á Norður-Þýzkaland, þar sem
hann sigldi, þegar hann var strákur. Við ræð-
um um allt milli himins og jarðar, um flutn-
ingagjöld, siglingar og það hversu mannkyninu
fer stöðugt aftur. í gamla daga voru mennirnir
karlar í buxunum sínum, upp á það er hverj-
um sem er óhætt að sveia sér. Nú eru í raun-
inni engir sjómenn til lengur. Bara þessir gufu-
skipshásetar, sem alltaf þefja af olíu og eru
svartir af kolum og smurningu eins og negrar.
Áður fyrr var allt hreint og fágað um borð
„eins og hér“, segir Söderbom, en nú líta allar
skútur út eins og kolaprammar, og bráðum
kemur svo, að í öllum Skerjagarðinum finnst
ekki lengur ein einasta sál, sem kann að reka
hnút á kaðalstert. Nú má heldur ekki lengur
gefa manni á hann, svo að ekki hljótist af því
alls konar kjaftavafstur og rekistefna. Hvílíkir
tímar. Ég fékk að kenna svo á Kettinum að
blóðið gusaðist úr bakhlutanum á mér, en nú
má ekki svo mikið sem reka fótinn í botninn á
hásetunum. Nei, dágar sjómennskunnar eru
taldir hér í Svíþjóð, það er nú svo. En skál í
öllu falli, Engström.
„Heyrðu nú skipstjóri, hvaða Makkabei er
hann þessi, sem þarna hangir á veggnum?“
spurði Mattson. „Er hann kannske einhver stór-
frændi þinn?“
Hann benti á mynd Karls XII.
„Þekkir Mattson ekki Karl XII.? Það var
dálagleg frammistaða: Þessa mynd hef ég
þarna vegna þess að mér þykir mikið varið í
kraftakarla. Og Karl XII. er síðasti kraftakarl-
inn, sem við Svíar höfum átt“.
„Talaðu nú varlega“, sagði stýrimaður.
„Herkúles var nú víst ógn-lítið rammari“.
„Þú tönglast sí og æ á þessum Herkúles þín-
um, en hann var ekki sænskur. Hvað oft á ég
að þurfa að segja þér það?“
„Var hann ekki sænskur? Þú ert fjandakorn-
ið bara ekki almennilegur. Herkúles var jafn
ekta sænskur og ég, — og hana nú. Heyrðu,
Engström, var ekki Herkúles sænskur?"
„Það má vera. En ég veit það þó ekki með
vissu“.
„Jú“, sagði Mattson, „að Karl XII. væri
sterkur eins og sjálfur pokurinn, það hef ég
svo sem heyrt. Hann slóst við tíu karla í einu,
en þó var hann hreinasti barnamatur á móts
við Gustav Mattson í Suðurvík“.
„Heyrðu, Engström“, sagði Söderbom. „Finn-
ast nú, á þessum tímum nokkrir glímuþjarkar
og sleggjukastarar, sem standa Karli XII. á
sporði? Nei, fjanda kornið. Ég hef hengt mynd
hans hér til fordæmis fyrir alla, sem í káetuna
koma, og það bregst ekki, hvort heldur sem
er í erlendum eða innlendum höfnum, að ef
skipstjórar, sem hér koma, fara eitthvað að
blaðra um krafta og karlmennsku, og ég berdi
þeim á Kalla XII., þá skaltu vera alveg hárviss
um að þeir þekkja hann. En þessi fjandans
Herkúles, hvaða kengur var svo sem í- hon-
um, þeim maðki ? Ne-hei, hann gat naumast lyft
dúnfjöður. Heyrirðu það, Anderson. Og nú er
ég búinn að heyra þig grobba svo mikið af
honum Herkúles þínum, að það getur verið
nóg fyrst um sinn. Nei. Karl XII. Það var karl
í krapinu, það vil ég láta Engström vita, og
þó lifði hann bara á mygluðu brauði og vermdi
sig á glóandi fallbyssukúlum, og svaf á berri
jörðinni í 50 stiga frosti. En þegar hann reis á
fætur á morgnana, þá var hann samt eins og
nýsleginn tíeyringur og byrjaði strax að slást
til þess að fá ofurlítinn yl í kroppinn. Og svo
kemur þú, Anderson, með þinn Herkúles. Hvers
konar manntegund var það eiginlega? Þar
skjátlast þér alvarlega að vera að grobba af
svoleiðis staula, sem aldrei hefur svo mikið
sem haldið í skaut á segli. Herkúles, ne-ei. . . . “
„Heyrðu, skipstjóri“, sagði Mattson. „Víst
voru bæði Karl XII. og þessi Herkúles eins og
reifabörn samanborið við Gústav Mattson frá
Suðurvík. Og hann var þó, f jandakornið, sænsk-
ur og sagði sex. Ég þekkti hann svo mæta vel“.
„Heyrðu, Engström, og þegiðu, Mattson".
„Skál, Engström. Segðu mér nú, hvað veit
hann um Karl XII.? Ekki baun, alls ekki neitt,
ef hann segir ekki að hann hafi verið sá sterk-
asti karl, sem nokkru sinni hefur í buxum
gengið. Segi hann bara til“.
„Karl XII. var óvenjulega stæltur maður, en
hann var smár vexti... . “
„Smár vexti, lítill. Guð hjálpi þér, sem gengið
hefur í skóla, en veizt þó svona lítið. Nei, Eng-
ström. Hann var hár eins og kirkjuturn, og
sverði hans orkaði enginn að lyfta nema hann
162
VÍKINGUR