Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 30
Anton Tsékoff Frnmhaldgsaga 1 Þjónar réttvísinnar 1 þessu blaöi hefst stutt framhaldssaga eftir rússneska stSrskáldið Anton Tsékoff. Mun sagan sennilega koma öll í fjórum til fimm blöðum. Þðtt hún hefjist eins og hver önnur sakamálasaga, er grunntðnn hennar gaman- sa/mur og endir hennar kemur lesendum á ðvart. Anton Tsékoff er fxddur í Suður-Rússlandi 1860, nam læknisfræði í Moskvu og stundaði læknisstörf þar um nokkurt skeið. Árið 1886 kom út fyrsta smásagnasafn hans og síðan hvert af öðru. Er hann talinn einn hinn snjall- asti smásagnahöfundur, sem uppi hefur verið. Hann ritaði einnig allmörg leikrit, sem hafa verið leikin víðs vegar um heim. Þótt Tsékoff væri afkastamikill rithöfund- ur, var likamsþrek hans bilað mörg siðustu árin. Gekk hann með ðlæknandi berklaveiki og andaðist úr þeim sjúkdðmi árið 1901, hl ára að aldri. Nokkrar smásögur hans hafa verið þýddar á íslenzlcu og Rikisútvarpið hefur flutt fáein leikrit eftir hann. I. Það bar til einn fagran veðurdag í októbermánuði 1885, að vel búinn ungur maður kom snemma um morg- uninn inn til lögreglusyórans í Sadrofsk og sagði, að húsbóndi sinn, Mark ívanovitsch Kljausof óðalsbóndi, hefði verið myrtur. Hinn ungi maður sagði tíðindin náfölur og skjálfandi. — Hver eruð þér? spurði iögreglustjórinn. — Ég heiti Psékoff, svaraði aðkomamaður, og hef verið ráðsmaður hjá Kljausof. Þegar lögregiustjórinn kom með lið sitt heim að búsi Kljausofs, var þar fullt af fólki fyrir, og allir, sem komizt gátu, þyrptust saman frammi fyrir svefnher- bergi húsbóndans. Fregnin um morðið hafði flogið eins og eldur i sinu um allt héraðið, og þarna voru jafnvel saman komnir menn úr ýmsum næstu þorpum. Mönn- um var forvitni á, að frétta meira um annan eins merk- isatburð. Úti fyrir húsinu var svo mikill hávaði, að vart heyrðist mannsins mái. Margir í hópnum voru fölir og alvarlegir og nokkrar konur höfðu grátið. Lögreglustjórinn gætti fyrst nákvæmlega að dyrun- um á svefnherberginu, en hurðin var harðlæst og lykill- inn stóð í skránni að innan. — Bófarnir hafa efalaust brotizt inn um gluggann, sagði ráðsmaðurinn. Hann var enn skjálfandi af hræðslu. Lögreglustjórinn og menn hans gengu út í garðinn til að rannsaka gluggann. Hann var aftur og glugga- tjöldin fyrir. — Hefur nokkur ykkar litið þangað inn? spurði lög- reglustjóri, og sneri sér að heimilisfólkinu, sem stóð allt í hóp í kringum hann. — Nei, svaraði garðyrkjumaðurinn, lágur maður gráskeggjaður. Við höfum ekki þorað það. — Mark Ivanovitsch, sagði lögreglustjórinn við sjálf- an sig. Ég hef löngum sagt þér, að svona myndi það enda. En þú vildir aldrei hafa mín ráð. — Annars var það garðyrkjumaðurinn, sem fyrstur tók eftir þessu, sagði Psékoff. Honum datt fyrst í hug, að hér væri eigi allt með feldu. Hann spyr mig í morg- un, hvers vegna húsbóndinn liggi alltaf í rúminu, og þá mundi ég undir eins, að ég hafði ekki séð hann síðan á föstudag. — Ójá, sagði lögreglustjórinn og andvarpaði. Þar höfum við misst vænan mann og viðkunnanlegan og bezta lagsbróður. f glöðum hóp var hann óviðjafnan- legur. En hann var svo óreglusamur — guð varðveiti hann — og því hef ég alitaf búizt við, að það myndi enda einhvern veginn svona. — Stepan, sagði hann og sneri sér að einum af mönnum sínum. Farðu og náðu í hervörðinn og segðu rannsóknardómaranum um leið, að Mark Ivanovitsch hafi verið myrtur. — Nei, bíddu við. Það er annars réttast að ég skýri frá því skriflega. Lögreglustjóri skipaði þjónum sínum að halda vörð um húsið, skrifaði dómaranum og fór svo inn til ráðs- mannsins að drekka te. Og meðan á því stóð, var hann alltaf að hrósa hinum framliðna. — Já, sagði ráðsmaðurinn. Hann var af gömlum og góðum ættum, vellríkur og hafði allt, sem hann vildi höndina til rétta, og þó leið honum ekki vel. En það var sjálfs hans sök, allt að kenna drykkjuskapnum og slarkinu. Þetta var óskaplegt líf, sem hann lifði. Og svo endaði það á því, að hann var drepinn. Rétt í þessu kom rannsóknardómarinn, Nikolaj Jermolajevitsch Tschubikof. Hann var bár maður og sterkbyggður, liðlega fimmtugur, hafði gegnt embætt- inu í 25 ár og var alþekktur sem heiðvirður, skynsamur og duglegur embættismaður. Með honum var ritari hans, Ivan Djukofskij, hár maður og grannur, um þrítugt. Hann var alltaf með i ferðuVn rannsóknardómarans. — Getur það verið satt! sagði dómarinn um leið og hann gekk inn í herbergi Psékoffs. Ég get varla trúað því — fæ mig naumast til þess. •— Það er ekki von, sagði lögreglustjórinn. — Og það er ekki nema rúm vika síðan ég sá hann 176 VIKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.