Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 32
urinn undir runnanum er miklu stærri en hinir, og það er sönnun þess, að maðurinn hefur legið þar nokkra stund. Bófarnir hafa fyrst um sinn falið sig í runnan- um, og svo seinna við tækifæri borið hann burt úr garðinum. — Nú, en skórinn þá? — Jú, hann er enn frekari sönnun fyrir því, að hann hafi verið drepinn einmitt meðan hann var að fara úr skónum. Hann er kominn úr öðrum, en úr hinum ekki nema að hálfu leyti. Og einmitt af því að hann var búinn að losa skóinn, hefur hann dottið af honum. — Það væri synd að segja, að þér kynnuð ekki að kveða að því, sagði Tsckubikoff með hæðnisglotti. En í stað þess að ganga fram af okkur með skarpskyggni yðar, væri víst eins hyggilegt að þér tækjuð dálítið af grasinu, sem blóðið er í, til þess að við getum látið rannsaka það efnafræðilega. Þá var gerður uppdráttur af húsinu og svæðinu í kring og síðan fóru allir inn til ráðsmannsins og átu þar morgunverð og ræddu málið áfram. — Sjáið þið nú til, það hefur hvorki verið hreyft við peningum hans né gullúrinu, sagði Tschupikoff, og það finnst mér benda Ijóslega á, að hér er ekki um ráns- morð að ræða. — Nei, nei, — sá, sem framið hefur morðið, hlýtur að vera af „fínna“ taginu. — Hvað hafið þér fyrir yður í því? — Það er eldspýtan, sem morðinginn hefur fleygt. Það er ekki eldspýta eins og almúgafólk notar. Og svo hijóta þeir líka að hafa verið þrír, sem myrtu hann, en ekki einn. Tveir hafa haldið honum meðan sá þriðji hefur kæft hann. Kijausoff var heljarmenni að afli, svo að það hefur vafalaust enginn einn þorað að honum. — Ekki skuluð þér fullyrða það, því verið gæti líka að á hann hafi verið ráðizt í svefni! — En nú þykist ég hafa sannað, að þeir hafi ein- mitt ráðizt á hann meðan hann var að taka af sér skóna, og enginn fer þó sofandi úr skónum. — Þér ættuð heldur að reyna að borða dálítið, en að vera að ríða gandreið á getgátum einum. — Mætti ég nú segja mitt álit, hávelborni herra, sagði garðyrkjumaðurinn, um leið og hann lét teketil- inn á borðið, þá hefur enginn annar en hann Nikolaj unnið betta ódæði. — Hver er þessi Nikolaj? spurði dómarinn. —- Það er herbergisþjónn. Kljausoffs, hávelborni herra! Hver ætti svo sem að vera líklegri til þess en hann? Hann er fram úr hófi drykkfelldur og þjófgef- inn, og svo var hann alltaf að stjana undir húsbónd- ann. Hann kom honum í rúmið, útvegaði honum brenni- vín —■ hver ætti það svo sem að vera annar? Og þar við bætist að dóninn hefur oftar en einu sinni svo fleiri hafa heyrt raupað af því, að hann ætlaði að drepa hús- bóndann. Nú, auðvitað er kvenmaður líka með í spilinu. Hann var eitthvað í þingum við stelpu, sem hét Akulína, og í hana náði húsbóndinn frá honum og af því reidd- ist greyið. — Já, og fyrir þá, sem þekkja Akulínu, er þetta ekkert óskiljanlegt, sagði Psékoff, því hún er skramb- ans snotur, stelpan. Mark Ivanovitsch kallaði hana allt- SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmannar og fiskimannasamband íslands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundsson. Ritnefnd: Júlíus Kr. Ólafsson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Grímur Þorkelsson, Sveinn Þorsteinsson (Sigl.), Þorsteinn Stefánsson (Ak.), Runólfur Jóhannesson (Ve.). Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 40 krónur. Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 4.25, — Reykjavlk. Sími 565S. Prentað i ísafoldarprentsmiðju h.f. af Nönu, en hann hafði manna bezt auga fyrir kven- fólki. Og í fari hennar er líka eitthvað einkennilegt og aðlaðandi, sem minnir á Nönu hjá Zola og.... — Hm, já, ég held ég þekki hana — ég veR það, sagði dómarinn og snýtti sér í afarmikinn rósóttan vaSaldút. Dukofskij roðnaði og horfði í gaupnir sér. Lögreglu- stjórinn sló hnúunum ótt og títt í diskröndina og sýslu- maður fór í óða önn að skima út um gluggann. Dóm- arinn bauð, að færa Nikolaj inn, og lögregluvörðurinn kom rétt á eftir inn með ungan mann. Hann var klof- langur og fremur ólánlegur og illa til reika. Þetta var Nikolaj. Hann hneigði sig kurteislega fyrir öllum, sem inni voru, þótt hann væri auðsjáanlega svo fullur, að hann gat varla staðið. — Hvar er húsbóndi þinn? sagði Tschubikoff í byrst- um róm. — Hann er dáinn, hávelborni herra, — myrtur, svar- aði Nikolaj og komst svo við, að hann fór að gráta. — Já, dauður er hann; vitum við það. En líkið — hvar er líkið? —- Ja, þeir segja, að þrælmennin hafi draslað honum út um gluggann og jarðað líkið í garðinum. — Segðu mér, góðurinn minn, hvar varst þú nóttina, sem húsbóndi þinn var myrtur? Laugardagsnóttina á ég við. — Það veit ég ekki, bávelborni herra, svaraði Nikolaj eftir nokkra umhugsun, þvi þá var ég svo drukkinn, að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. — Þetta er bærileg fjarverusönnun! sagði Dukofskij lágt og neri saman lófunum af ánægju. — Jæja, við skulum gera ráð fyrir, að þú segir satt, sagði dómarinn, en hvaðan eru blóðblettirnir komnir, sem við fundum undir svefnherbergisglugga húsbónda þíns? Nikolaj svaraði ekki, en klóraði sér vandræðalega í höfðinu. — Nú, nú, eftir hverju ertu að bíða Komdu nú með það! (Frh.) 17B VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.