Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 14
Áhœttusöm hjörgun
Olíuflutningaskipið „Caprella" (28.000 tonn deadw.)
kom nýlega til hafnarinnar Thameshaven (Essex) í
Englandi. Höfðu skipverjar áhrifaríka sögu að segja
frá björgunarafreki, sem þeir inntu af hendi í ofsa-
roki og stórsjó.
„Caprella“ var á leiðinni frá Persaflóa með full-
fermi af jarðoliu til hinnar nýju olíuhi'einsunarstöðv-
ar Shell á bökkum Thames hjá Shell Haven.
Snemma morguns hinn 28. janúar s. 1., þegar skipið
var statt undan ströndum Spánar, skammt frá Cape
Finisterre, kom skipstjórinn, Patric Dove, auga á það,
sem í fljótu bragði virðast vera tvö skip, í á að gizka
6 mílna fjarlægð. Seinna kom í ljós, að þetta voru
fram- og afturhluti olíuskips, sem brotnað hafði í
tvennt.
Ofsarok og mikill sjóghngur hafði geysað í nokkrar
klukkustundir, þegar hér var komið sögu, svo að jafn-
vel „Caprellu“, þrátt fyrir stærð sína, sóttist leiðin
seint. Er nær kom sáu skipverjar greinilega, a*ð olíu-
skipið „Janko“ frá Panama hafði í raun og veru brotn-
að í tvennt, vegna hins mikla sjógangs.
„Caprella“ var nú komin að framhluta hins brotna
skips. Höfðu skipin loftskeytasamband sín á milli, og
eftir nokkurt ráðabrugg ákvað Dove skipstjóri, að gera
tilraun til að bjarga mönnunum, sem höfðust við
á afturhlutanum. Hugðist hann koma línu milli skip-
anna og nota björgunarstól. Línan, sem skotið var,
hitti vel í mark í fyrsta skipti. Skömmu seinna hófst
björgunin, eftir að „Caprella" hafði flutt sig þannig
til að stefnið nam við skutinn á flakinu. í fyrstu at-
rennu, sem björgunarstóllinn var dreginn á milli, komu
fimm menn, þá sex, og síðast var fjórum mönnum
bjargað. Þegar þessir 15 menn voru komnir heilu og
höldnu um borð í skipið, herti veðrið um allan helm-
ing, en það hafði þær afleiðingar, að björgunarlínan
slitnaði.
Það sem eftir var dagsins gerði „Caprella" hverja
tilraunina á fætur annarri til að bjarga þeim 17 mönn-
um, sem enn voru eftir á flakinu, en árangurslaust.
Einn af björgunarbátum skipsins var að síðustu sett-
ur á flot, útbúinn línu, sem tengd var við rakettu, en
einnig þessi lína slitnaði. Að lokum, eftir að myrkur
var skollið á, lánaðist litlu olíuflutningaskipi, sem
annast strandsiglingar, að setja út björgunarbát og
bjarga þeim 17 mönnum, sem eftir voru. Storminn
hafði þá lægt til muna, er hér var komið, og öldurnar
ekki eins fjallháar og áður.
Norskur togarí
Hinn 7. marz síðastl. var yfirvöldunum í Oslo og
blaðamönnum boðið að skoða nýjan togara, sem
Þjóðverjar hafa byggt fyrir Norðmenn, og var ný-
kominn. Skipið var smíðað á 90 dögum, og þykir slikt
einsdæmi um svona mikið skip.
Togarinn heitir Möretrál I og er heimahöfn Kristian-
sand. Eigendur Möretr&l A.L. Þetta er stærsti og full-
komnasti togarinn, sem Norðmenn hafa eignazt, og er
með fiskimjölsverksmiðju og allan nýtízku útbúnað.
Skipið er smíðað af Mowaldswerke í Kiel, sem hef-
ur gert samning um að smíða annan togai-a fyrir
Norðmenn af sömu gerð.
Skipið er 630 br. reg. tonn og lestar um 300 smál
af saltfiski. Auk þess, er rúm er fyrir ca. 140 smál.
af fiskimjöli. Skipið hefur tvo dýptarmæla og svo-
kallaða fisksjá. Fiskimjölsverksmiðjan getur unnið úr
20 smál. af hráefni á sólarhring og skilað 4 smál. af
mjöli. I íjkipinu er rúm fyrir 33 skipverja, og eru í því
12 tveggja manna herbergi og 9 einsmanns. Þá er
sjúkraklefi og leiðsögumannsherbergi.
Verð togarans er rúmar 2 millj. norskar krónur og
skiptast hlutir félagsins þannig: Skipverjar eiga kr.
440.00, Fiskútflytjendafélagið kr. 440.00, bæjarfélagið
í Kristianssand 440.000 og Norska sjómannasambandið
kr. 50.000. Norges Bank lánaði fyrir byggingarkostn-
aði og félagið hefur 100% ríkisábyrgð fyrir láni í
Folkebanken.
Skipstjóri er Ludvig Storvik og fyrsti vélstjóri Ole
Sandvik. Hlutaskipting í félaginu Möretrál er einstakt
fyrirbrigði, hvað snertir norska togaraútgerð.
160
VÍKINBUR