Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 13
Þegar m.s. Ernu, Fimmtudaginn þ. 30.—11 ’50 lá björgunar- og varðskipið „Sæbjörg" í Reykjavík. Klukkan 09,20 kom beiðni frá Slysavarnafélagi íslands um að fara til'hjálpar m.s. Ernu, RE 15, er var á reki vélbiluð við Reykjanesröst. Klukkan 10,00 voru landfestar leystar og haldið áleiðis til skipsins. Klukkan 10,25 var haft samband við Vestmannaeyja-radíó, sem til- kynnti, að m.s. Erna, RE 15, væri með bilaðan móttakara á reki í Reykjanesröst. Reykjavík radíó bar svo á milli allar orðsendingar, þar eð Erna gat ekki hlustað nema á mjög háum bylgjum. Klukkan 15,20 var svo komið að Ernu 7,5 sjómílur SV frá Reykjanesi. Var nú komið dráttartaug milli skipanna og henni fest vel. Kl. 15,35 var haldið af stað áleiðis til Reykja- víkur með Ernu í eftirdragi. Veður var þá NA 3 vindstig, en mikill NV sjór. Skýjað loft. Klukkan 19,00, er skipin voru komin móts við Kirkjuvog, slitnaði dráttartaugin milli skip- anna. Var þá þegar hafizt handa að koma nýrri taug á milli, og skipið samstundis stöðvað. — Var riú komið náttmyrkur mikið, og veður að aukast. Eftir nokkrar mínútur var vindhraðinn kominn upp í 12 vindstig af NA. Veðrinu fylgdi mikið særok og slydda. Var nú reynt að vera sem næst Ernu, til þess að ljósin af henni hyrfu ekki alveg, því að skyggni var ekkert orðið, vegna ofsans í veðrinu. Voru nú brotsjóar farn- ir að ganga yfir skipin. Um tíma slokknuðu öll ljós á Sæbjörgu, þar eð sjór komst ofan í vélar- rúmið, og varð að stöðva aðra ljósavélina og drepa á miðstöð skipsins af þeim orsökum. — Einnig rann sjór niður víðar. Erna var búin að losa farm í Vestmannaeyjum. Var skipið því tómt, og rak þar af leiðandi hratt undan veðrinu. — Var nú farið eins nærri Ernu og mögulegt var og nýrri taug strax komið fyrir, og henni fest. Tókst það vel. Var svo haldið af stað með hægri ferð. Innan skamms slitn- 15 var bjargað aði trossan, enda voru átök mikil, þegar brot- sjóar gengu yfir skipin. Var strax útbúin ný dráttartaug og lagt að Ernu. í þetta sinn sló- ust skipin dálítið saman, en ekki til skaða. Misstu skipverjar Ernu taúgina í sjóinn, því að illt var að vinna við slilíar aðstæður og vont að fóta sig á hvalbak skipsins við að festa þar tauginni, og menn fáir. Var nú Sæb.jörgu lagt að Ernu í fjórða sinn. Tókst strax að koma endanum til þeirra og setja hann fastan. Þess skal getið, að það varð að sigla til hlés af Ernu, vegna þess að trossuslitrurnar héngu fram af stefni hennar og því mikil hætta á að þær gætu lent í skrúfu eða stýri Sæbjargar. Var aldrei lagt lengra frá Ernu en 2—3 faðma, að undan- teknu því, er skipin komu saman. Var nú kl. um 22,00. Haldið var með mjögri hægri ferð upp undir Reykjanes. Veðrinu tók nú að slota. — Klukkan 24,00 voru 10 vindstig af NA, en særok töluvert. Skipin höfðu rekið í áttina að Geir- fuglaskerjum, og mátti ekki mikið seinna vera, að komast af stað með Ernu. Föstudaginn þ. 1.—12. 1950, kl. 01,23 var komið í var suður fyrir Reykjanes. Var stýrt eftir ratsjá Sæ- bjargar upp undir nesið. Var svo lónað með Ernu í eftirdragi þar til kl. 09,40, að lagst var við akkeri vestan við Grindavík. Var dráttar- taugin dregin inn til athugunar. Kom þá í ljós, að hún var að verða ónýt. Var þá útbúin ný í staðinn, og henni fest á milli skipanna. Laugardaginn hinn 2. desember 1950, klukk- an 06,05 var lagt af stað með Ernu. Var komið gott veður og gekk nú allt vel. Klukkan 14,00 var Ernu skilað við Grófarbryggju hér í Reykjavík. Vélbilun hjá Ernu var brotinn stimpill í vélinni. Áhöfn 6 menn. Varð- og björgunarskipið ,,Sæbjörg“ 2,—12. 1950. Haraldur Björnsson skipstjóri. Ví KIN □ U R 159

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.