Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 26
8/4. Jökulfell, þriðja skip S. í. S., afhent í gær. Heimili skipsins verð- ur á Reyðarfirði og kemur það þang- að fyrst. — Tunnuverksmiðjan tekur senn aftur til starfa. Nauðsynlegt að starfrækja hana meira en 8 stundir á dag. Tunnuskortur er í iandinu. Mikil atvinnuþörf á Siglufirði. • 10/4. Smíði togaranna seinkar í Rretlandi. Breytingar gerðar á fiski- mjiilsverksmiðjum þeirra. • 12/4. Saltfiskverkun minni í ár en í fyrra. — Auðumla seld Indverjum. Brúarfoss fær á sig brotsjó og lask- ast. Heldur þó áfram för sinni til London. — Karfaveiðin að glæðast. 11 Eyjabátar náðu ekki landi, en engurn hlekktist á. Stórviðri á Suð- urlandi, hvassast í Eyjum, en hæg- ara norðanlands. — Isborg landar 300 lestum af karfa. — Akranesbátar fara á lúðuveiðar I ma • 13/4., íslenzkrar flugvélar saknað í Bretlandi. Áhöfn vélarinnar 2 Is- Iendingar og einn Breti. — Skipta verður veiðisvæðinu á Hraununum ntilli netabátanna og togaranna, seg- ir Hannes Pálsson, skipstjóri á Þor- steini Ingólfssyni. — Loftleiðir skipta á Grumanbát og Catalína-vél. • 14/4. Skorradalsvatn nægir ekki Andakílsárvirkjun vegna langra þurrka. — Ríkisskip dæmdar 86 þús. kr. fyrir björgun á norsku skipi. • 16/4. V.b. Sigurfari frá Vest- mannaeyjum sökk skammt frá eyj- unum í gær en menn björguðust. Ilafði leki komið að bátnum. • i 17/4. Markaður erlendis fyrir ísl. silfurvarning. Hefur einn gullsmiður þegar sent sýnishorn til Bandaríkj- anna. — Seytján smál. af fiski í eina trossu hjá Þorlákshafnarbát. — Skíði fékk 500 lúður og Arnarnesið 12 lest- ir. — Vélbáturinn „Sæmundur" frá Sauðárkróki stórskcmmist í eldi í Stykkishólmi. — Þung færð var á vegunum til Reykjavíkur í gær. • 19/4. Meiri snjór í Mýradalnum en nokkur maður man dæmi til á sama tíma. 10 daga samfelld fann- koma. Allmiklir fjárskaðar urðu að Y tri-Sólheimum á dögunum. — Trillubátur úr Garði lendir í hrakn- ingi. — Veturinn kveður með norð- austanátt, snjókomu og frosti í Reykjavík. Vegurinn að Lögbergi var ófær í gær, aðrir vegir í ná- grenninu erfiðir yfirferðar. a 1/5 4 bátar, um 20 tonn, gerðir út í Þorlákshöfn og afli ágætur. Afla- hæztur er Isleifur með 550 tonn. — Eimskipafélagið hefur nú átta leigu- skip. Flutningar til og frá landinu hafa aukizt mjög mikið síðustu mán- uðina. 20/4. Lagarfoss liggur nú hér í höfninni, nýkominn frá útlöndum, og er í nýjum búningi. Hefur skipið verið málað ljósgrátt, en hvíta rönd- in, sem var áður eftir skipinu endi- löngu, er nú Ijósblá og sömuleiðis stafirnir í nafni skipsins. Ákveðið er að frystiskip félagsins, Goðafoss og Dettifoss, skuli máluð ljósum lit, sem geislar frá sér hita, þegar siglt er að sumarlagi með frystan farm. Óvíst er um Brúarfoss og Gullfoss, hvort þeir verða málaðir svona. • 24/4. Flugvélin „Rjúpan“ fórst skammt norðvestur af Sheffield. — Jökulfellið er komið til Reyðarfjarð- ar. — Þrír söiuhæstu togararnir hafa selt fyrir 8 milij. krónur. Karlsefni er nú söluhæsta skipið. • 25/4. Állharðar deilur um íslenzk landhelgismál í brezkum blöðum. Fiskimálaráðunautur íslenzka sendi- ráðsins leiðréttir mishermi Grimsby- blaðs — 7 menntamenn og lista- menn fara í boði MÍR til Sovétríkj- anna. • 26/4. Slæm útkoma á vetrarvertíð hér við Flóann. Á Akranesi er afla- leysið einsdæmi. • 27/4. Jökulfell leigt til ávaxta- flutninga milli Chile og Mexikó í sumar. Fer héðan með frystan fisk og kjöt til New York, en síðan suð- ur til Chile. — Afli togbáta við Norðurland góður. • 3/5. Dauðaslys varð, er kajak hvolfdi úti fyrir Vestmannaeyjum í fyrradag. Annar kajak var skammt frá, en gat ekki bjargað vegna straums — 1800 smál. af lýsi seldar til Hollands. — Fiskaflinn rúml. 70 þús. tonn þrjá fyrstu mánuði ársins. Islenzkar afurðir til Bandarikja og Bretlands fyrir 73 millj. kr. • 5/5. Togarinn Jupiter hefur verið seldur til Þingeyrar. Olíukynding verður sett í skipið. — „Politiken“ gengst fyrir skemmtiferð til íslands í sumar. • 7/5. Varnarlið kom til Keflavíkur í morgun. Varnarsamningur gerður milli Isiands og Bandaríkjanna. 8/5. „Jökull“, flugvélin af Vatna- jökli, lenti heilu og höldnu í Reykja- vik á sunnudag — Prýðisafli á lúðu- veiðum um þessar mundir. • 9/5. Lokið er við smiði fyrstu ísl. frystivélarinnar. — Skipverji á Gull- fossi hverfur í Casablanca. — Illugi aflahæstur Hafnafjarðarbáta. — Lík vélstjórans af Tröllafossi fundið. • 11/5. Rifsnesið á förum til Græn- lands. Verður þar að veiðum fram í júnilok. — Sambandsskipin ferma saltfisk til Suðurlanda. • 17/5. Skipadeild S í. S. sækir um að fá tvö ný flutningaskip. Er- lend Ieiguskip fóru 40 ferðir á niilli landa fyrir S. 1. S. og fluttu nær 32 þús. tonn. 172 VIKINBUR i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.