Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1951, Blaðsíða 6
StÝrimannaskólan um slitið í 60. sinn Stýrimannaskólanum var sagt upp í 60. sinn hinn 14. þ. m. Viðstaddir voru auk kennara, nemenda og prófdómara nokkrir af eldri nem- endum skólans, þ. á. m. 40 ára prófsveinar, og ennfremur einn af 14 fyrstu nemendum skól- ans, Árni Kristinn Magiiússon skipstjóri, en aðrir á lífi eru Páli Halldórsson fyrrv. skóla- stjóri og skipstjórarnir Pétur Ingjaldsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Þá var og viðstaddur einn af þeim fjórum mönnum, sem fyrstir kenndu við skólann, Páll Einarsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem á þeim tíma var mála- færzlumaður við landsyfirréttinn. Kenndi hann sjórétt við skólann veturinn 1891—1892. Eftir að skólastjóri hafði boðið gesti vel- komna, flutti hann yfirlit yfir starf skólans á þessu skólaári. I skólanum voru 137 nemendur í 8 kennsludeildum, þegar flest var. Kennarar voru 14, auk þeirra, er kenndu leikíimi, sund og björgunaræfingar. Burtfararprófi luku að þessu sinni 19 menn með farmannaprófi og 55 með fiskimannaprófi. Hæstu einkunn við farmanna- próf hlaut Pétur S. Sigurðsson, Reykjavík, 7,45, og hæstu einkunn við fiskimannapróf hlaut Baldvin Þorsteinsson, Akureyri, 7,35. Að lokinni skýrslu ávarpaði skólastjóri, Frið- rik Ólafsson, nemendur og afhenti þeim skír- teini. Einnig afhenti hann fimm nemendum verðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra. Verðlaun hlutu: Úr farmannadeild, Jörundur Kristinsson, Pétur S. Sigurðsson og Sigurður Eyjólfsson. Úr fiski- mannadeild: Baldvin Þorsteinsson og Páll M. Jónsson. Þá rakti skólastjóri sögu skólans og gat þeirra manna, sem mest hafa við þá sögu komið, skóla- stjóranna Markúsar Fr. Bjarnasonar og Páls Halldórssonar og kennaranna Magnúsar Magn- ússonar, Guðmundar Kristjánssonar og Einars Jónssonar. Markús var fyrsti skólastjóri sjó- mannaskólans, svo sem kunnugt er. Var skip- aður í það embætti, er skólinn tók til starfa 1891 og stýrði skólanum af hinum mesta skör- ungsskap til dauðadags, árið 1900. Varð Páll Ilalldórsson skólastjóri að Markúsi látnum og hafði stjórn skólans með höndum um 37 ára skeið. Árið 1937 tók Friðrik V. Ólafsson við stjórn skólans og hefur haft hana með hönd- um síðan. Stýrimannaskólinn hefur útskrifað 1828 stýrimenn frá byrjun, 1605 í sjálfum skólan- um, 223 á námskeiðum skólans utan Reykja- víkur. Þar af hafa 470 lokið farmannaprófi. Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður hafði orð fyrir 40 ára prófsveinum, ávarpaði hina nýju stýrimenn og árnaði þeim heilla. Því næst afhenti hann skólanum vandaðan gyro-sextant að gjöf frá þeim skólafélögunum. Voru þeir alls 10, er prófi luku frá sjómannaskólanum vorið 1911. Fjórir eru eftir á lífi, og voru þrír þeirra viðstaddir skólauppsögn nú. Ennfremur afhenti Guðbjartur skólastjóra 3000 kr. frá skipstjórafélaginu Öldinni, en Guð- bjartur er formaður félagsins, og eru þessir peningar vísir að sjóði, sem verja á til þess að reisa á lóð Sjómannaskólans standmynd af Markúsi F. Bjarnasyni, fyrsta forstöðumanni stýrimannaskólans. Fyrirhugað er, að sjóður þessi verði efldur með framlögum frá nemend- um, eldri og yngri, og einnig með merkjasölu á næstu árum. # Hér fara á eftir nöfn og einkunnir prófsveina: Farmannsprófsnemendur: 1. Aðalsteinn Kristjánsson, Reykjavík.. 6,46 2. Atli Helgason, Reykjavík ............6,60 3. Benedikt Guðbjartsson, Reykjavík.... 5,39 4. Bernódus Kristjánsson, Vestm.eyjum 6,60 5. Bjarni Runólfsson, Reykjavík ....... 6,29 6. Guðmundur Guðmundsson, Reykjavík 6,62 7. Guðmundur Kristinsson, Reykjavík.. 5,85 8. Guðm. Margeir Sigurðsson, Reykjavík 5,57 9. Hannes Hafstein, Húsavík............ 7,04 152 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.