Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 1
SJOMAIXIIM ABLAÐIÐ U 1 K 1H Q U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XIV. árg. 1.-2. tbl. Reykjavík, janúar-febrúar 1952. SVEINN BJÖRNSSON FORSETI ÍSLAIMDS J^ORSETI íslands, herra Sveinn Björnsson, er látinn. Hann lézt árla morguns hinn 25. dags janúarmánaðar. Öll þjóð- in varð harmi lostin. Hann var einlægur vinur þjóð- ar vorrar og ástmögur hennar, sem hinn fyrsti forseti að fengnu frelsi, eftir alda áþján. Allir þeir, er þekktu hann að nokkru, vissu hve ant hon- um var um heill og heiður þjóðar vorrar. Allar stétt- ir þjóðfélagsins áttu þar vin, er hann var, hinn vitri og ljúfi samninga- maður. — Eigi hvað sízt harmar hin íslenzka sjó- mannastétt þennan höfð- ingja þjóðarinnar. Þeir úr stétt vorri, er urðu honum kunnugir, urðu þess fljótt varir, hve skilningsgóður og víðsýnn hann var á þarfir vorar að því er viðkom siglingum og sjó- mennsku. Forusta hans og glöggskyggni við stofnun hins fyrsta íslenzka skipafélags mun seint úr minni líða. Þá er og öllum þeim, er á mál hans hlýddu við hátíðleg tækifæri, minnis- stæður áhugi hans og vel- vild í garð allra fram- faramála þjóðarinnar á öllum sviðum athafnalífs- ins. Þjóðin er því við frá- fall þessa mæta manns og þjóðhöfðingja lostin harmi, en um leið blessar hún minningu ágæts son- ar ættjarðar vorrar. For- setafrú Georgiu Björns- son og börnum þeirra votta ég fyrir hönd sam- taka vorra og frá eigin brjósti einlæga samúð vora. Minning forsetans er oss kær. Svo helgar þjóðin bezt minningu hins látna þ jóðarvinar, að stíga á stokk og strengja þess heit, að vinna að sí- auknum framförum og samstarfi til sigurs fyrir ættjörð vora. Ástkær þjóðhöfðingi er látinn. Ættjörðin lifir og kallar á manndómsmenn að nýju. Ás(/. Sigurösson. LANDSBOKAGArN JV* 8S0G9 ISIANDS V I K I N G U R 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.