Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 14
Fiskveiðar og íiskiðja
gegn gjaldeyrisskorti og dýrtíð
Eftir Karl Dúason
1.
Tilg-angur greinar þessarar er að reyna að vekja
athygli á því, að íslendingar leggja ekki nóga alúð
við arðvænlegasta atvinnuveg sinn, fiskveiðarnar. En
til fiskveiðanna tel ég einnig að breyta aflanum í
verðmikla vöru. Verðmæti aflans í hlutfalli við til-
kostnað er aðalatriðið, en ekki aflamagn. Við erum á
glapstigum með atvinnuhætti okkar og landið er í háska
statt fjárhagslega. En það er háttur lýðræðisþjóða að
mynda ríkisstjórnir á hættutímum, sem hafa völd og
manndóm og lýðhylli til að afstýra hættunum. Hags-
munir einstakra manna og flokka eru þá látnir þoka
fyrir þjóðarnauðsyn. Væri þingmönnum og mönnum,
sem hafa að atvinnustörf í þágu landsstjórnar, fækk-
að, mundi fást meiri festa í íslenzkt stjórnarfar.
2.
Hver fiskimaður, þar með taldir þeir, sem vinna í
landi vegna veiðanna, framleiðir á ári fyrir um 20.000
kr. í erleiídum gjaldeyri, auk tilkostnaðar, og jafnvel
meira.
Hver bóndi framleiðir á ári fyrir um 10.000 kr. að
markaðsverði ei'lendrar vöru eða minna. Og hér kemur
til frádráttar, að í hlutfalli við afrakstur er fjárfesting
til landbúnaðarins mikil og gjaldeyrisnotkun sömuleiðis.
Erlendan áburð þarf til að rækta grasið á túnunum.
Kjarnfóður, sem ýmist kostar erlendan gjaldeyri eða er
gjaldeyrisvara, þarf til að fóðra með skepnurnar. Af-
urðir sveitanna kosta mikinn erlendan gjaldeyri.
Ýmsar iðngreinir framleiða sáralítið, sé það miðað til
erlends gjaldeyris. Erlend hráefni svokölluð, hálfunnar
vörur og fullunnar vörur ópakkaðar, kosta að sjálf-
sögðu minna en vörur í smásöluhæfu standi. En iðnað-
urinn þarf margt fleira, sem beint og óbeint kostar
erlendan gjaldeyri: Fjármagn, orku, húsnæði, vélar. Og
þetta allt nemur sennilega meiru stundum, en þó vör-
urnar væru fluttar inn söluhæfar til neytenda.
3.
Þótt búskapur dragist nokkuð saman eigum við jörð-
ina fyrir því og getum gripið til hennar þegar við
þurfum. Og jarðvegurinn mun oftar batna en spillast
á því að fá að hvílast.
En svipað er ekki hægt að segja um auðlindir sævar-
ins. Erlendir sjómenn sækja fiskimið okkar þeim mun
fastar, sem við notum þau minna.
Til þess að koma á heilbrigðu jafnvægi í þjóðarbú-
skap okkar, er aukning útvegsins alveg óhjákvæmileg.
Landbúnaðarframleiðsla tvöfaldar dýrtíð, ýmis iðnaður
margfaldar hana. Auk þess eru stéttir starfsmanna, sem
ekki eru framleiðendur, geysifjölmennar, og allt of
fjölmennar hlutfallslega við stéttir fiskimanna, sem
einar standa straum af öflun erlends gjaldeyris að
mestu leyti. Það er undantekning, ef íslenzkur iðnaður,
annar en fiskiðnaður, né bændaframleiðsla, getur selst
á erlendum markaði á kostnaðarverði. Fiskveiðar bera
sig að vísu heldur ekki eins og er. Það er af því, að
6 til 8 fiskar af hverjum 10, sem dregnir eru úr sjó,
þurfa að ganga til þarfa annarra stétta. Því bezt batna
lífskjör og hækka laun með vaxandi tækni, að vinnu-
aflið sé nýtt og skipulagt skynsamlega.
4.
Það er sammæli allra, að kostnaður við opinbera
starfrækslu sé of mikill. Ég ætla hér að drepa á eitt
atriði, alþýðufræðsluna.
Skólaaldur alþýðufræðslu nær nú yfir 8-10 ár. Varla
helmingur af námi skólanna kemur nemendum að bein-
um notum við ævistarf þeirra. En á skólabekknum fer
feiknamikið vinnuafl og athafnaorka til spillis. Og þar
deyr mörg þrá hins vaxandi barns til útiveru og ævin-
týra og verklegra athafna. Eftir 8-10 ára innisetu kýs
hið unga fólk flest lífsatvinnu innan hlýrra veggja.
Hér álít ég höfuðorsök þess, að fólk fæst helzt ekki til
útivinnu, sem þó hlýtur enn um nokkurn aldur að verða
aðalstarf íslendinga.
Mín sannfæring er, að börn yrðu tápmeiri, fjölhæf-
ari og betri þjóðfélagsþegnar, ef skólaárið væri stytt
um hejming, í 3-4 mánuði. En hinn tíma ársins fengju
börnin að vinna og lifa sem fullor’ðið fólk, sjálfstæð
og óháð athafna sinna, innan nauðsynlegs heimilisaga,
og þó haldið að útivist og íþróttum.
Nú er mikið rætt um að breyta til um kennslugreinar
í skólunum og sníða kennsluna meira í þarfir atvinnu-
veganna. Allir, sem á það minnastj virðast sammála
um, að það yrði til batnaðar. Stærsti og almennasti
atvinnuvegur okkar er heimilishaldið. Það nær til hvers
einasta manns og tímanleg afkoma okkar er mjög und-
ir því komin, að það fari vel úr hendi. Ég álít að vísu,
að skyldunám í skólum sé of margþætt. En ég álít að
heimilisökonomi sé þess verð, að hún væri kennd í
öllum skólum, sem námsgrein.
5.
Hin mikla meinsemd þjóðfélagsins er, að hlutfalls-
lega eru ýmsar atvinnugreinar orðnar allt of fjölmenn-
ar. Störf, sem eru þess eðlis, að framleiðslan þarf að
kosta þau. í kjölfar skólans fer ofvöxtur í stéttir
14
V I K I N G U R