Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 18
„ Greta u SÓTT TIL ENGLANDS FYRIR 50 ÁRUM Það var 12. febrúar árið 1901, að Ásgeir Sigurðsson, þá verzlunarstjóri við Edinborgar- verzlun í Reykjavík, sendi með póstskipinu Laura sex skipshafnir, um 30 menn, til Eng- lands, til að sækja sex kúttera, sem verzlunin Björn Hallgrímsson lengst til hœgri, Siguröur Sumar■ liöason í miðju, Þorsteinn Árnason til vinstri. keypti þar. Var ég ráðinn stýrimaður á eitt þessara skipa, og var því með í þessari sendi- för. — 19. febrúar komum við til Leith og 21. febrúar til Yarmouth, þar sem að minnsta kosti f jögur af þessum skipum lágu, og 19 daga dvöld- um við þar, meðan verið var að útbúa skipin til heimsiglingar. Skipin hétu: Greta, Hildur, Milly, Agnes Törnbull. Tvö af þessum sex skip- um man ég ekki hvað hétu, en skipstjórar á þeim voru Edilon Grímsson og Jón Bjarnason. Þau urðu mánuði seinna ferðbúin til heimsigl- ingar en hin skipin og komu því miklu seinna heim til Reykjavíkur. Skipstjóri á Gretu var Björn Hallgrímsson, á Hildi Stefán Daníelsson, á Milly Þorvaldur Jónsson og á Agnes Törnbull Árni Hannesson. Ég var á Gretu með Birni Hallgrímssyni. Vorum við skólabræður og báðir ættaðir úr Garðinum. Þessi fjögur skip lögðu nær því öll samtímis af stað heim til Reykja- víkur. Komum við á Gretu heilu og höldnu fyrstir heim af þessum fjórum skipum, eftir 13 daga harða útivist, oftast í roki, stórsjó og mótvindi. Skipið reyndist ágætlega. Hin skipin þrjú fengu öll meira eða minna sjótjón. Hildur kom hálfum sólarhring seinna en við, Milly viku og Agnes Törnbull hálfum mánuði seinna. Ég get þessa hér vegna þess, að starfsfólk Edenborgarverzlunar og Ásgeir Sigurðsson, verzlunarstjóri, veðjuðu um hvert skipið mundi verða fyrst heim eða fljótast á leiðinni. Ég man það, að Ásgeir veðjaði á Milly, af því hún var verðlauna siglari, en Bartels skrifstofumað- ur hjá verzluninni veðjaði á Gretu, mun það hafa verið vegna þess, að hann hafði verið verzlunarstjóri við Fischers-verzlun og þekkti því vel okkur Björn og sérstaklega feður okkar. Strax eftir heimkomuna var farið að útbúa skipin á þorskveiðar með handfæri. Var ég áfram stýrimaður á Gretu með Birni Hallgríms- syni skipstjóra, yfir vetrar-, vor- og sumar- vertíðirnar og mig minnir að við hættum veið- um nálægt miðjum september, enda var það venjan. Þetta sama úthaldstímabil var Þorsteinn Árnason frá Gerðum í Garði matsveinn á Gretu. Seint í október 1950 var ég á ferð suður í Keflavík og Garði. Hitti ég þá í Keflavík gaml- an vin og skipstjóra minn Björn Hallgrímsson. Sagði hann mér meðal annars, þegar við rifjuð- um upp gamlar endurminningar frá liðnum samverustundum, að hér í Keflavík ætti nú heima gamli matsveinninn okkar á Gretu, Þor- 13 VÍKINGUR 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.