Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Qupperneq 20
Dökkt andlit Bougwes hrukkaðist ólundarlega niður
undan gáu hárinu, þegar hann lötraði heim í leir-
kofann sinn. Hann hefði helzt kosið að þu^a ekki að
hitta Ta, sem jafnan tókst með skarpskygguum augum
sínum og hvassri tungu að finna viðkvæmustu blettina
á honum. Hann gæti auðvitað barið hana, en áður
myndi henni þó takast að gera honum gi-amt í geði.
Þetta hvíta fólk með fáránlegu nöfnin hafði komið
eins og sending af himni til þorpsins Dingwau, þar
sem þau grófu og leituðu milli legsteinanna í muster-
inu og grófu upp plötur og illgresi og sögðu alls konar
bjánaleg orð, sem skynsamur fellali skildi mætavel, að
ekki voru annað en tómur þvættingur.
Níl hafði unnið sitt verk, útsæðið var komið í jörð-
ina og fólkið í Dingwau hafði ekki annað að gera en
bíða eftir uppskerunni. Þess vegna var þægileg til-
breyting í að fá hvíta fólkið, og svo þurfti það fylgd-
armenn og ráðgjafa. Það leiðinlega var einungis, að
gamli maðurinn með hvíta hárið hafði kvartað yfir, að
einn kassinn væri horfinn. Ta hafði sagt, að ekki væri
hyggilegt að geyma hann í kofanum undir hrúgu af
geitarskinnum, en Bougwe hafði svarað, að þeir hvítu
væru svo heimskir, að þeir myndu ekki einu sinni
sakna kassans.
Og svo í dag hafði Cornelius Mikeljohn prófessor
litið yfir farangurinn, og síðan spurt Ibn Gann, hvað
orðið væri af kas=a númer tólf.
Ibn Gann hafði sjálfur gefið Bougwe kassann, s\o
engin hætta var á, að hann myndi kjafta frá. En
hvíti maðurinn hafði strax sent eftir hinum mikla
Bougwe og lýst því yfir, að kæmi kassinn ekki strax í
leitirnar, yrði það alvarlegt mál. Höfðinginn Bougwe
var því í slæmu skapi, þegar hann lallaði heim til sinn-
ar heittelskuðu.
Á meðan sat Mikeljohn í tjaldi sínu ásamt tveimur
ungum manneskjum.
„Ég er gramur yfir þessum þjófnaði“, sagði hann.
„Ég hef mesta löngun til að fara til Khartum og sækja
lögregluna".
„Það myndi ég ekki gera í yðar sporum. Við verð-
um heldur að gæta farangursins betur eftirleiðis og
komast sem fyrst af stað héðan“. Það var einkaritari
hans, Gerald Pinlay, sem talaði. „Á meðan þér hafið
verið önnum kafninn við rannsóknir, hef ég notað tím-
ann til að líta dálítið í kringum mig. Fólkið hérna
hefur afar frumstæðar hugmyndir og er framúrskar-
andi hjátrúarfullt; ungfrú Mikeljohn hefur einnig tekið
eftir því“.
20
VIKINGUR