Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 23
kæmi aftur og sæi, að hann hefði orðið of seinn. Þetta hræðilega þorp með daunillu kofunum og óþverralega fólkinu myndi verða jafnað við jörðu, en það myndi ekki endurvekja hana til lífsins. Unga stúlkan reyndi að hugsa um þá tvo menn, sem henni voru kærir, reyndi að safna hugrekki við vit- undina um hve mikils virði hún væri þeim; lífið hafði alltaf verið svo unaðslegt. Það byrjaði að grána af degi, og hún starði út yfir ána, þar sem hún vissi, að dauðinn lá í felum — en vatnið var enn jafn slétt. Þegar betur birti sá hún þorpsbúa tínast niður á árbakkann til að stara í átt- ina til hennar — og sá, að þeir sneru vonsviknir heim. Á meðal þeirra forvitnu var Ta, og andlit hennar var afmyndað af reiði. Að síðustu sneri hún heim á leið, en allt í einu tók hún að baða út handleggjunum ákaflega og benda út á ána. Zona, sem var orðin hálf ær af öllu því, er hún hafði mátt þola, leit í sömu átt. Hefði hún bara haft handleggina lausa svo hún hefði getað falið andlitið í höndum sér! Hún hné sam- an og grúfði sig niður — hún hafði strax komið auga á stóran haus með langa, ægilega skolta og hálflokuð, letileg augu. Dauðinn nálgaðist óðum — dauðinn í þessu hræðilega gerfi. Uppi á árbakkanum ráku þorps- búar upp óp: „Umfasi! Umfasi! Megir þú lifa að eilífu, Umfasi!“ Viðbjóðsleg lyktin varð sterkari, og nú heyrði hún í raunveruleikanum öll hljóðin, er hún reyndi af öll- um kröftum að slíta sig lausa, því nú var haus ófreskj- unnar rétt við steininn. „Zona“, heyrði hún rödd segja: „Beygðu þig eins langt niður og þú getur. Ég þori ekki að láta á mér bera. Komdu nær!“ Hún hélt þetta væri óráðsímyndun og rak upp eitt skerandi óp, svo þagnaði hún undrandi, þegar hnífur skar sundur böndin og handleggir drógu hana niður í vatnið í skjóli við stein, svo þau sáust illa frá ár- bakkanum. Ta heyrði ópið og brosti í fyrsta sinn í langan tíma, hún teygði úr sér'— hún var undarleg á að líta í ensku fötunum, sem hún hafði stolið frá hinni hötuðu, hvítu konu — og þegar hún sá fórnarlambið dregið niður í vatnið, kunni hún sér ekki læti. Finlay hughreysti stúlkuna sína, þegar þau komu út í ána. „Láttu eins lítið bera á þér í vatninu og þú getur, það er ekki langt yfir að hinum bakkanum. Þessi bölv- aður krókódílshaus, sem ég hef á bakinu, er svo þung- ur, að ég get ekki hjálpað þér mikið, þú verður að sjá um þig sjálf“. Hann stundi, en tókst þó að hlægja, þegar fólkið á árbakkanum rak upp gleðiöskur. „Nú er ekki langt eftir, Zona. Við verðum að treysta þvi, að þetta fólk beri slíka lotningu fyrir Umfasi, að það þori ekki að koma of nærri“. Zona skreiddist upp úr árleðjunni í skjóli runna, sem óx niður að vatninu. Finlay klappaði á stóra krókódíls- kollinn við hlið sér og brosti ánægjulega. „Þetta var laglega af sér vikið, var ekki svo? Ég réðist á kvikindið lengra upp með ánni, því mér datt í hug, að þetta væri skepnan, sem fólkið hafði séð. Ég hafði ekki annað en hníf, svo ég varð dð stinga hann á viðkvæmasta stað. Þegar ég hafði murkað úr honum lífið, ákvað ég að skera af honum hausinn og hafa hann á bakinu. Ég vona ég hafi ekki hrætt þig allof mikið!“ „Þú varst alveg afbragð, Gerald! Þú getur farið nærri um tilfinningar mínar, þegar þetta andstyggi- lega skrímsli kom syndandi. En hvað eigum við nú að gera, og hvað verður um pabba?“ Finlay varð mjög alvarlegur, en reyndi að sýnast rólegur. „Við verðum að halda áfram til Halfaya. Þar bíður þú á meðan ég fæ menn til að fara með mér til Dingwan til að jafna sakirnar við þessa blóðþyrstu þorpara“. Zona leit framan í hann, en sagði ekki fleira. Bæði voru þau hrædd um að hjálpin bærist prófessornum of seint. Þau komu í rökkrinu á móts við Halfaya. Þau voru þreytt og illa til réika, en þau höfðu peninga og fengu menn til að ferja sig yfir ána. Þau tóku land skammt frá þorpinu og héldu í áttina þangað. Þá heyrðu þau hást hróp og maður kom fram úr hópi burðarkarla, sem báru stóran stranga af geitarskinnum. Það var Ibn Gann ,og hann starði á Zonu eins og hann tryði vart sínum eigin augum. En þau sögðu hon- um ekkert um, hvernig þau hefðu komizt þangað. „Hvar er prófessorinn, Ibn Gann?“ spurði Zona og stóð á öndinni af eftirvæntingu. Þegar hún lét til sín heyra, færðist líf í geitarskinns- strangann og út úr öðrum endanum kom grátt höfuð prófessorsins í ljós. „Slepptu mér strax, Ibn Gann! Ég hef aldrei reynt neitt jafn skelfilegt og þessa ferð“. Prófessorinn var ekki glæsilegur á að líta, og Ibn Gann brosti. „Ég varð að drepa geiturnar og flá þær samstundis til að fela gamla herrann", sagði hann. „Ég er hrædd- ur um, að lyktin hafi verið of römm fyrir hans heiðr- aða nef“. Þau þrjú voru ekki beinlínis hátíðlega búin, þegar þau gengu fyrir lögreglustjórann. Hann vildi fá þau með refsileiðangrinum til Dingwan, en þau tóku því fjarri, þau vildu sem fyrst komast aftur til siðmenn- ingarinnar. Þau leigðu sér bát, og er þau lögðu af stað, stóð Mikeljohn prófessor og horfði til baka til staðarins, þaðan sem þau höfðu svo nauðulega sloppið lifandi. Hann leið á þau ungv, sem sátu arm í arm og brostu hamingjusöm. 011 voru afar þakklát fyrir að hafa slopp- ið svo hamingjusamlega, en prófessorinn sagði aðeins: „Ég kom nú reyndar einungis hingað til að rann- saka jurtagróður. Það var gaman að kynnast um leið siðum hinna innfæddu". Siglt beitivind. Sunncm kaldur seglin í sxrinn falda ýfir, ei má halda undan, — því út skal tjalda klýfir. Egill frá Nausti. VIKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.