Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 27
Þorpið Julianehaab í Grœnlandi. Kraus, forstöðumaður sérstofnunar fyrir þjóð- arrétt og milliríkjastjórnmál við háskólann í Göttingen á Þýzkalandi, gefur út. Meðal ann- arra þekktra erlendra lögfræðinga er viður- kennt hafa nýlendustöðu Grænlands til Islands má nefna Obei’gerichtsrat dr. jur. Hans frí- herra von Jaden í Vínarborg, Ratsherr dr. jur. S. Rembertz í Nordische Rundschau, Thorsten Kalijarvi prófessor og deildarstjóra við ríkis- háskólann í New Hampshire í Bandaríkjunum í „American Journal of International Law“, sem talið er eitt fremsta þjóðréttartímarit í víðri veröld. Ennfremur Otto Opet prófessor í þýzk- um rétti í Kiel og norska prófessorinn Absalon Taranger og ýmsa fleiri, og ekki megum við gleyma hinum fræga Vestur-íslendingi Svein- birni Johnson, er var hæstaréttardómari í Norð- ur-Dakota, prófessor í lögum við ríkisháskól- ann í Illinois og sem gegnt hefur ýmsum þýð- ingarmiklum störfum fyrir stjórn Bandaríkj- anna. Það var hann, sem vann það þrekvirki, að þýðá öll Grágásar handritin á ensku og ganga frá þeim undir prentun áður en hann dó, en hann tekur það víða fram í ýmsum skýr- ingum við þessa útgáfu, að það komi greinilega í ljós, að Grænland hafi verið hluti hins ís- lenzka þjóðfélags og skýlaust tekið fram í lög- um, að umráðaréttur íslands næði austur á mitt haf í átt til Noregs, en í vesturátt svo langt sem lönd þekktust, þar með talið1 allt Grænland, og í nosku Frostaþingslögunum er það sagt fullum stöfum, að taka dánarfjár skuli fara að íslenzkum lögum, ef eigandinn deyr fyrir vestan mitt haf. (Niðurlag í nxsta blaði). VÍKINGUR réttarsögu, stjórnlagafræði, þjóðarrétti og sögu og talin góð og gild af þeim, áður en lagadeild- in tók hana gilda til varnar. Lagadeild Oslóar- háskóla vildi ekkert tillit til þess taka, að rit- gerð þessi gekk þvert á móti stefnu norska rík- isins í Grænlandsmálinu. Þessi ritgerð Jóns var varin af meiri gný en dæmi munu vera til um áður. Aktivistarnir norsku, Knud Berlin og aðrir óvinir Islands í Danmörku, tóku höndum saman til þess að reyna að ónýta vörnina. En sigurinn varð ís- lands og Jóns. Þá gerðu þeir árás á ritgerðina í tímaritum, en Jón svaraði og hrakti þá með rökum í hverju einasta atriði. Getur hver og einn gengið úr skugga um það sem vill, með því að lesa svörin, 5 alls, sem eru til í sérprentun á Landsbókasafninu. Auk þeirrar viðurkenningar á rétti íslands til Grænlands, sem fólst í því, að lagadeild Oslóar-háskóla tók ritgerðina gilda og sæmdi höfundinn þar á eftir doktorsnafnbót í lögum fyrir hana, hlaut þessi staðhæfing Jóns, um réttarstöðu Grænlands, strax viðurkenningu mætustu sérfræðinga í greinum lögvisinda út um lönd. Má þar fyrst nefna hinn ágæta Is- landsvin dr. jur. Ragnar Lundborg þjóðréttar- fræðing í Stokkhólmi. Ritaði hann í mörg tíma- rit og blöð á ýmsum tungum og lýsti yfir sömu skoðun sinni og Jón um yfirráðarétt Islendinga yfir Grænlandi. Hinu sama hélt hann fram í ritgerð sinni „Islands völkerrechtliche Stellung (Þjóðréttarstaða Islands) er út kom í Berlín í seríuhni Internationalrechtliche Abhandlung- en, er þýzki lögspekingurinn prófessor Herbert 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.