Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 28
Kerlingin: — Þú ert rniklu óhreinni á fótunum en ég.
Karlinn: — Þaö er eölilegt. Ég er fullum tíu árum eldri.
Illugi smiður.
Illugi hét maður, Jónsson, nafnfrægur smiður. Hann
var maður vitur, en orðhákur, einkum við heldri menn.
Illugi var lengi í Skálholti við smíðar hjá Finni biskupi,
en hafði þó bú á öðrum stöðum. Eitt sinn hafði Illugi
bú á Háholti á Skeiðum, en var þó jafnan á vetrum
að smíðum hjá biskupi. Þá hafði sá maður ráðsmennsku
á Skálholtsstað, er Einar hét, bóndi að Drumbodds-
stöðum, mikilhæfur maður, en fremur svakafenginn.
Glettur voru með þéim Einari og Illuga, og sagði Einar
Illuga einu sinni í fréttaskyni, að nú væru ærnar farn-
ar að hlaupa blæsma frá Háholti, því að hrútinn vanti
aði. „Lítil tíðindi eru það“, svaraði Illugi, „en hitt er
fátíðara, að nú eru strokkaðir ellefu strokkar á Drumb-
oddsstöðum, og gengur ein bullan að öllum“. Þeir Einar
og Illugi voru báðir kallaðir kvennamenn.
Á FRÍVH
ef sér væru goldin vel smíðalaun sín. — Finnur biskup
þótti naumur.
*
Eitt sinn smíðaði Illugi teinæring í Grindavík, og
bað formaður sá, er átti að vera fyrir skipinu, hann
um að sjá svo til, að skip þetta gæti ekki farið af kil-
inum, ef stjórnin bilaði ekki. Illugi mælti: „Ei mun af
kilinum fara, og fyrr mun stjórnin bila“. Sagt er, að
skip þetta liðaðist sundur undir formanninum, svo að
hann týndist og skipshöfnin öll, en aldrei velti kilinum.
*
„Þú hirðir hann“.
Bóndi einn í Gnúpverjahreppi var fyrir allmörgum
árum grunaður um sauðaþjófnað. Hann fór af landi
burt áður en rannsókn hófst í málinu. Sumir grunuðu
Gest á Hæli um að vera í vitorði um burtför mannsins.
Nokkru seinna hittir Gestur bónda úr neðri hluta Ár-
nessýslu. Hann bjó á rekajörð og lék orð á, að hann
væri djarftækur á vogrek og aðra muni, er á reka kæmu
hjá honum, þótt annarra eign væri.
Bóndi fer að svara Gesti um mannhvarfið og spyr
hann meðal annars, hvar hann haldi, að maðurinn sé
niður kominn.
„Og ég veit það ekki“, segir Gestur, „en þú hirðir
hann kannske, ef hann kemur á rekana hjá þér“.
*
*
Einu sinni smíðaði Illugi prédikunarstól í Skálholts-
kirkju og sagði við Finn biskup, þegar smiðinni var
lokið: „Þessi þolir ykkur eitt skammaryrði".
*
Eitt sinn vildi biskup segja Illuga fyrir smíði nokkru,
en hann mælti: „Les þú, Finnur, í bókum þínum. Ég
gæti axar minnar, hefils og sagar, og má vera, að
hvorum okkar hæfi þá starfi sinn“.
*
Einhverju sinni átti Illugi að járna hest og heimti
mann til þess að halda fæti, en menn voru ekki við-
látnir, svo að biskup greip fótinn og hélt honum. Illugi
lét sem hann vissi ekki, að þetta var biskup, og sagði:
„Láttu ekki fótinn leka, helvítan þín“, — en leit svo
upp og sagði: „Á, ert þú það, Finnur?“
Svarið.
Einu sinni messaði séra Benedikt Árnason á Kvenna-
brekku að Vatnshorni í Haukadal, nálægt aldamótunum
1800. Þá var siður að spyrja unglinga út úr messunni,
og ætlaði prestur að gera það. Sjö eða átta unglingar
voru þar viðstaddir, og var einn þeirra Ólafur Sigurðs-
son frá Núpi, er seinna varð prestur í Flatey (d. 1860).
Annar hét Erlendur Andrésson frá Krossi. Hann varð
seinna hið mesta karlmenni, en þótti ávallt fremur
grunnhygginn. Prestur spurði Erlend fyrstan, hvað
hann myndi úr ræðunni, en hann svaraði: „Synd, dauði,
djöfull og helvíti, karl minn“. Prestur spurði, hvort
hann myndi ekki meira. „Óekkí, karl minn“, svaraði
Erlendur. Við þetta brá prestur klúti fyrir munn sér,
en lítið vantaði til, að piltarnir skelltu upp úr, og varð
ekki meira úr spurningum prests í þetta skipti.
*
*
Biskup bauð Illuga að fá handa honum heiðurspen-
ing fyrir smíðar hans, en hann þá það ekki og kallaði
slíkt hégóma. Aftur kvaðst hann mundu virða það vel,
„Tilbúinn er ég“.
Bóndi nokkur var í kaupstaðarferð með tveimur ná-
grönrium sínum. Þegar hann hafði lokið við vöruúttekt
sína hjá kaupmanni, drakk hann sig svo drukkinn, að
20
VIKIN G U R