Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Qupperneq 30
Sexíugur:
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
úígerðarmaður á Ölafsfirði
Þorsteinn Þorsteinsson er fæddur 13. ágúst
1891 að Hólkoti í Ólafsfirði, og varð því sex-
tugur 13. ágúst s.l.
Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóns-
son og Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sem lengst
af bjuggu í Háaskála í Ólafsfirði, og voru oft
við það heimili kennd síðan.
Þorsteinn hefur ætíð verið mesti dugnaðar-
og framkvæmdatmaður, að hverju Siem hann
hefur unnið, og kom það snemma í ljós. Hef
ég aldrei þekkt jafn vinnugefinn og duglegan
ungling á fermingaraldri, eins og hann var.
Sjóróðra byrjaði hann sem háseti á árabát
föður síns 14 ára gamall, og að tveimur árum
liðnum, eða 16 ára, gerðist hann formaður á
sama bát, og sótti sjóinn af miklu kappi og
fiskaði vel. 18 ára byrjaði hann svo formennsku
á litlum vélbát, sem faðir hans átti, ca. 4 smá-
lestir, og var það einn af fyrstu vélbátunum,
sem gerðir voru út frá Ólafsfirði.
Ekki leið á löngu þar til Þorsteinn fór að
gera út upp á eigin spýtur, keypti hann þá
stærri bát í félagi við Þorvald Sigurðsson, og
varð það upphaf að hinum ágætasta félagsskap
þeirra í milli um útgerð og fleira. Gerðu þeir
30
út á tímabili fleiri báta, og var Þorsteinn óslitið
formaður einhvers þeirra, þar til um 45 ára
aldur, að hann hætti að mestu sjóferðum, og
tók við umsjón í landi. Allan þennan tíma, eða
um 30 ára tímabil, stundaði Þorsteinn sjóinn
af mesta kappi og forsjá, og var alltaf einn af
aflahæstu formönnum þess tíma hér við Eyja-
fjörð, enda hafði hann ætíð úrvals mannskap,
því margir sóttust eftir skiprúmi hjá honum,
bæði vegna góðrar aflavonar og þó sérstaklega
vegna hans góðu framkomu og lipurðar í sam-
búð við aðra menn.
Á yngri árum sínum stundaði Þorsteinn nokk-
uð selveiðar, sérstaklega síðla vetrar og á vor-
in, var hann mjög heppinn við þær veiðar, eins
og aðrar er hann reyndi. Kom hann með marg-
an fallegan kóp og blöðruselinn að landi, en því
miður vantar skýrslur um hve margir þeir urðu
samtals. Við veiðar þessar þurfti, ásamt mikilli
æfingu í skotfimi, mikla þolinmæði, þrautseigju
og harðfengi. Allt þetta átti Þorsteinn í ríkum
mæli og þess vegna heppnaðist honum svo vel.
Þorsteinn hefur gegnt mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína, hann hefur setið í hrepps-
nefnd yfir 20 ár, og þar af verið hreppsnefndar-
oddviti í 9 ár, auk þess gegnt ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum, og þá sérstaklega viðkomandi
sjávarútveginum. — Hann er giftur Snjólaugu
Sigurðardóttur, hafa þau hjón eignazt þrjú
mannvænleg börn, sem öll eru gift og búsett í
Ólafsfirði.
Þorsteinn er mjög vinsæll maður, og hefur
eignazt marga vini og kunningja um ævina,
sem allir hugsuðu til hans með hlýhug og sendu
honum vinarkveðjur á afmælisdaginn, með ósk
um gæfuríka framtíð.
Þorv. Sigurðsson.
V í K I N □ U R