Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Síða 33
— Nei, skipstjóri. Við drukkum dálítið af slæmu
rommi í Kingston, síðan eru tveir dagar, en það svífur
á okkur þarna niðri.
Þetta gat átt sér stað. Djúpköfun hefur stundum
hin einkennilegustu áhrif. Það kemur fyrir, að menn
léttast um tíu pund á einum degi við köfun.
Næsta morgun fullvissaði Ellis sig um, að þeir væru
allsgáðir, og síðan var gerð nákvæm leit í herbergjum
þeirra, en ekkert áfengi fannst. Þrátt fyrir það byrjaði
hinn grunsamlegi hlátur aftur, er líða tók að hádegi.
Venjulegast er hægt að fylgjast með ferðum kafara
á loftbólunum, sem stíga upp frá þeim, en ef hann er
inni í skipsflaki, er ekki gott að átta sig á hvað hann
hefst að. Ellis lét nú draga mennina aftur upp, og enn
reyndust þeir greinilega drukknir.
— Ég veit ekki hvað þið eruð að gera þarna niðri,
en hvað svo sem það er, þá er það ódrengilegt. Þessi
áhöfn vinnur fyrir ágóðahluta og útgerðin kostar mig
500 dollara á dag. Þetta er tjón fyrir okkur alla, og
ég' heimta skýringu.
Kafararnir höfðu auðsjáanlega mikla skemmtun af
undrun allra yfir þessu óskiljanlega fyrirbrigði. —
Þetta er allt í lagi, skipstjóri, hikstuðu þeir. — Við
skulum skila góðum árangri á morgun.
— Já, ég ætla mér að sjá til þess, að þið vinnið betur
en þið hafið gert nokkru sinni áður.
Tæplega höfðu fyllaraftarnir lagzt fyrir, fyrr en
Ellis heimtaði sinn eigin kafarabúning og fór niður
í sokkna skipið. Tveim tímum síðar kom hann upp
aftur með lykilinn að leyndardóminum. Daginn eftir,
þegar hinir fyndnu kafarar fóru niður, voru skýrslur
þeirra skýrar og greinilegar fyrst í stað, en eftir
stundarkorn urðu þeir háværir og orðbragðið þannig,
að það var jafnvel ekki samboðið kafara.
— Allt í lagi, piltar, farið nú að vinna og bæta fyrir
tímatapið. Þetta var ansi sniðugt hjá ykkur, en skógar-
túrnum er lokið, sagði Ellis þeim í símann.
Þar eð mennirnir fóru ódrukknir niður, en komu
drukknir upp aftur, vissi Ellis, að ekki kom annað til
mála en að þeir drykkju niðri. Þess vegna fór hann
niður til að athuga hvernig þeir færu að þessu. Hann
fann, að í einu herberginu í Hortu var sjólaust loftrúm
upp undir loftinu, þar sem hinir spaugsömu kafarar
gátu lyft sér svo hátt, að óhætt var að opna andlits-
glugga hjálmsins og gæða sér á whisky, sem þeir fundu
í vínskáp skipsins.
— Sniðugt!
— Jæja, Ellis brosti. — Ekki svo mjög. Maður getur
jafnvel reykt vindling í kafi undir slíkum kringum-
stæðum. I sjálfu sér fannst þessum mönnum ekkert
fyndið í því, að drekka sig fulla, en að gera það á
sjávarbotni og sjá hversu undrandi við vorum, er þeir
komu upp drukknir, það var ómetanlegt grín. Ég fjar-
lægði einfaldlega vínið úr skápnum, og eftir það skil-
uðu þeir prýðilega vel unnu starfi og miklum afköstum.
Ég minnti Ellis nú á, að hann hafi ætlað að segja
mér frá dauða manninum gangandi.
— Já, alveg rétt. Það skeði skömmu eftir atburðinn
með brennivínið. Ég var að ná mér eftir kolsýruvöntun,
sem orsakaðist af beygjuloku, og ætlaði ekki að kafa
fyrst um sinn. En til að reyna að vinna upp tafir, fór
ég samt niður daginn eftir til að athuga framhluta
skipsins. Sjórinn var svo tær og dásamlega hreinn, að
skyggni var ágætt. Botninn hvítur sandur. Ég gekk
niður stiga, fremst í Hortu, og leit inn i herbergin
á báðar hendur, en sá ekkert sérstakt, fyrr en ég kom
að fremsta klefanum. Hurðin var föst í karminum, svo
að ég þvingaði hana upp með kúbeini. Þetta var stjórn-
borðsklefi og skipið hallaðist ca. 15 gráður til bakborða,
svo að gólfið hallaðist upp á við, þaðan, sem ég stóð.
Ég ætlaði að fara inn í herbergið, en hikaði. Eitthvað
hreyfði sig í neðri kojunni. Mér datt fyrst í hug kol-
krabbi. Þessi djöfull, sem köfurum stendur ætið stuggur
af. Að komast í kast við hann í þröngum klefa, er ekk-
ert spaug. Mér gafst ekkert tækifæri til þess að gera
mér ljóst, hvernig stór kolkrabbi hefði komizt inn í
lokaðan klefann, því þegar þessi dcika þúst kom út úr
kojunni, sá ég að þetta var enginn kolkrabbi. Ég ýtti
betur við hurðinni og kom hreyfingu á sjóinn. Ellis
þagnaði. — Þú heldur víst ekki, spurði hann, að ég sé
líklegur til að sjá ofsjónir?
Ég fullvissaði hann um, að slíkt kæmi mér ekki í hug.
— Þakka þér fyrir. Jæja, ég sá nokkuð, sem ég
gleymi aldrei. Birtan í gegnum kýraugað gerði neðri
kojuna aðeins skuggalegri og ógreinilegri.....en samt.
Ég stirðnaði upp og gat ekki hreyft mig úr sporunum,
og mér fannst kalt vatn renna niður eftir bakinu.......
Þarna inni var maður. Hann hafði legið þarna í koj-
unni með eitthvað undir höfðinu, sem líktist brúnum
púða. Taktu eftir, hann lá þarna eins og hann væri að
fá sér smáblund. — Flaut ekki upp undir loft, eins og
venja er um drukknaða menn í skipum, sem löngu eru
dánir.
Svipur Ellis varð harður, er hann hugsaði um þetta.
— Það fer ennþá hrollur um mig, er ég hugsa um
þetta. Ég stóð þarna eins og steingerfingur og glápti
á manninn, sem reis upp i kojunni, steig fram úr og
stóð þarna á höllu gólfinu. Ég vildi hörfa undan og
loka hurðinni, en gat ekki hreyft mig. Ég hélt um
tíma, að ég myndi missa vitið. Dauði maðurinn gekk
nú beina leið í áttina til mín. Hann gekk hægt og
álútur, eins og hann væri að búa sig undir að ráðast
á mig, veifandi handleggjunum til og frá. Það var
hræðilega óhuggulegt. Nú sá ég, að þetta var Kínverji,
þótt andlitið væri stórskemmt eftir sjávardýrin. Löngu
dauður Kínverji, sem ennþá gekk. Brostin, hvítleit aug-
un virtust stara á mig í hálfrökkri klefans, og þunnt,
gljáandi hárið breiddist út í vatninu, aftur af þessari
draugalegu veru. Síðan þrýstist veran upp að mér og
ég fann hvernig hún ýtti mér aftur á bak. Mér virt-
ist hún ætla að leggja handleggina um hálsinn á mér
og faðma mig að sér.
Einhvern veginn tókst mér að hrinda þessu frá mér
og loka dyrunum........Skipstjórinn leit á mig og brosti
þvingað. — Þegar þeir höfðu híft mig upp og tekið
af mér hjálminn, man ég að þeir urðu mjög áhyggju-
fullir, er þeir sáu að ég var náfölur. Ég sagði þeim
hvað skeð hafði, og annar kafarinn hló að mér. Ég
sneri mér að honum og spurði, hvort hann vildi fara
niður.
— Auðvitað vil ég það, sagði hann, veifaði til félaga
síns og seig niður. Nokkrum mínútum seinna heyrðum
við til hans. — Hann kallaði ekki, heldur öskraði:
Dragið mig upp! Hjálpið mér í burtu úr þessum hræði-
V I K I N □ U R
33