Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 42
25. mynd. P Brown-Boveri tveggja þrepa brennsluhverfill. a = láþrýsti þjappa; b = kælir; c = háþrýsti þjappa; d = háþrýsti brunahol; e = háþrýsti brennslu- hverfill; f = láþrýsti brunahol. kerfin sett í gang með ræsimótornum. Eftir um 30 sek., má opna fyrir olíuna til h. þ. brennaranna og litlu seinna fyrir 1. þ. brennarana. Hraði hverflanna vex nú óðum, því þeir hjálpa sjálfir til þess. Eftir um það bil 5 mínútur er snúningshraðinn orðinn eðlilegur, gang- stillirinn er þá settur í samband og handræsitækin tek- in úr sambandi, vélin er nú tilbúin að taka á móti álagi. Viðvíkjandi stjórn brennsluhverfilsins er hægt að Tveggja þrepa brennsluhverfill með hitajafnara. a = láþrýstiþjappa nr. 1; b = kælir nr. 1; c = láþrýsti þjappa nr. 2; d = kælir nr. 2; e = háþrýsti þjappa; f = hitajafnari; g = háþrýsti brunahol; h = háþrýsti hverfill; i = láþrýsti brunahol; k = láþrýsti hverfill; 1 = rafall; m = ræsimótor; n = tannhjólaútbúnaður. segja þetta. Skal þá fyrst rætt um eins þreps hverfil. Hægt er að stilla hitastig við innstreymið til hverfilsins og halda loftmagninu jöfnu, en til þess er notuð hin svo kallaða „hitastilling", eða stilla loftmagnið og halda hitastiginu stöðugu — loftstilling —. Með hitastillingunni er snúningshraða þjöppunnar haldið stöðugum, en olíumagnið sem spýtist inn er temprað og þar með afköstin. Þessi aðferð er einkum notuð við eins þreps kerfið, er á að hafa stöðugan snún- ingshraða, aðferðin veldur lélegu notagildi, ef álagið er misjafnt, því þá verður hita^tigið við innstreymið lágt, sem eins og áður er sagt, veldur því að notagildi hitans verður lágt. En aftur á móti er mögulegt með þessari aðferð að breyta álaginu fljótt, því breytingu á olíuinnspýtingunni er hægt að gera fljótt. Loftstilling fer fram á þann hátt að breytt er snún- ingshraða þjöppunnar og þar með loftmagninu er streymir í gegnum hana og því næst er olíuinnspýtingin stillt þannig að hitastig loftsins við innstreymið í hverfilinn verið eins stöðugt og mögulegt er. Þegar um einþrepskerfið er að ræða, er aðeins hægt að nota þessa stilliaðferð þegar hægt er að breyta snúnings- hraða og álagi samtímis. Með þessari stilliaðferð verður notagildið hátt, þó álagið sé lítið, en aðferðin er seinvirkari, þar sem bæði verður að breyta snúnings- hraða þjöppunnar og hverfilsins. í kerfum, sem hafa fleiri en eitt þrep, eru kringum- stæðurnar allt aðrar, þar mun alltaf verða að nota loftstillingu, því snúningshraða hverfilsins er knýr raf- alinn verður að halda stöðugum, en stilla hraða þeirrar hverfilssamstæðu er knýr þjöppuna, eftir álaginu, en við þetta verður loftmagnið stillt. — Greinarlok næst. 42 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.