Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 7
vettvang, en þar voru meðal annars kamin stórskipið Baltic, *'!'a sama félagi og Republic og franska stórskipið La Touraine Veðrið var ákjósanlegt og þessir flutningar tókust svo vel að eng- an mann sakaði. Meðan á þessu stóð sat Binns loftskeytamaður í hinum sund- llrtætta klefa hríðskjálfandi og Hatarlaus og sendi án afláts skeyti bæði til lands og til hinna skipanna. Þegar loftskeytamað- aHnn á La Touraine spurði Binns, hvernig ástatt væri með nann sjálfan svaraði Binns stuttlega: „Skipið sekkur, en ég neld starfi mínu áfram þar til yfír lýkur“. Að öðru leyti stóðst Binns allar freistingar um að nota hina dvínandi orku neyðar- sendisins til óþarfa viðskipta við loftskeytamenn hinna skip- nnna. Morsemerkin frá Republic nrðu brátt svo veik að Nan- tucket gat ekki heyrt þau, og tóru skeytin því yfir nærliggj- andi skip. Og að lokum kam að Pví, að Binns sendi síðasta „tíst- jð“: „Orkan búin, sendingum nastt“. Þá hafði öllum verið njargað, og skipið að sökkva. Þá hafði Binns setið við tækin í 36 klst. samfleytt. Selby skipstjóri °g Binns voru þeir einu, sem eftir voru um borð, þegar skipið sökk. — Skipstjórinn fannst skömmu síðar þar sem hann nékk á fleka frá hinu sokkna skipi, en Binns var dreginn upp nr sjónum af amerískum toll- nát, sem var þar á sveimi. Við komuna til New York var fnkið á móti skipstjóranum og “inns sem hetjum. Þúsundir manna höfðu safn- ast saman niður við höfnina, bar á meðal margir aðstandend- nr farþega frá Republic og tserðu þeir Binns dýrmætar gjaf- lr- Hann var borinn á gullstól nrn göturnar, og kvenfólkið réðst á hann, kyssti hann og taðmaði. Binns var „hetja dags- ltls“ í New York. Honum bárust tilboð um gífurlegar fjárupp- næðir ef hann aðeins vildi sýna Ví KIN GUR sig á leiksviðum á Broadway og segja nokkur orð. En Binns harðneitaði öllum tilboðum. „Ég hef ekki gert annað en það, sem mér bar að gera“, sagði hann. Það voru sannmæli. Ótal loft- skeytamenn hafa eftir þetta gert nákvæmlega það sama, án þess að vera hylltir sem hetjur. en á hinn bóginn féll það í Binns hlut að sanna heiminum fyrstur manna þýðingu loftskeytatækja um borð í nauðstöddu skipi. Og hann gerði það vissulega á eft- irminnilegan hátt, því að eftir Republic slysið streymdu pant- anir á loftskeytastöðvum til Marconífélagsins svo að félagið margfaldaði framleiðsluna á næstu mánuðum. Eftir Republic slysið varð Binns loftskeytamaður á e. s. Adriatic undir stjórn E. S. Smith, er síðar varð skipstjóri á Titanic. Flestir af þeirri á- höfn fylgdu skipstjóranum yfir á Titanic, en Binns gerðist blaðamaður í New York. í fyrra stríði var hann kennari i Kanada. Þar til hann hvarf að blaðamennskunni aftur. Binns, gamla loftskeytahetjan, lézt á öndverðu þessu ári í New York 75 ára að aldri. Titanic. Aðeins þremur árum eftir að Republic fórst varð eitt hið sorg- legasta sjóslys, sem sögur fara af. Risaskipið Titanic fórst á norðanverðu Atlantshafi og um 1500 manns fórust, en aðeins 700 komust af. Einnig í þessu tilfelli hafði loftskeytamaðurinn mikilvægu hlutverki að gegna, við björgun- arstarfið. Það hlutverk sem „Marconímaðurinn" eins og þeir voru þá kallaðir, Philips gegndi, mun ótvírætt vera eitt það erf- iðasta, sem um getur í sögu loft- skeytaþjónustunnar, og senni- lega hefur enginn verið lostinn meiri hanni en hann, þegar hann með heyrnartækin á höfð- inu, reyndi sitt ítrasta til þess að ná í skip til bjargar, komst að raun um að ekkert skip var það nálægt að það yrði komið í tæka tíð til þess að bjarga þeim mikla fjölda fólks, sem vitað var að ekki voru til nægilega margir björgunarbátar fyrir. Philips hefur ábyggilega vitað hvaða örlög biðu hans. Hann var dug- legasti og lærðasti loftskeyta- maður hjá Marconífélaginu, enda var honum trúað fyrir mikilvægu starfi, sem yfirloft- Olíuflutningiiskipiö' Clam strandaö við Rcykjanes. 143

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.