Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 13
inni, en á sunnudagsmorgim fór fram hópsigling vélbátaflotans á höfninni. Fór þar mikil fylking og margir fallegir og ganggóðir bátar frá 5 og upp í 150 lestir stærð. Síðan hafði björgunarsveit Slysavarnafélagsins í Neskaup- stað björgunaræfingu á bæjar- bryggjunum og sýndi m. a. línu- byssu og björgunarstól í notkun. Kl. 2 síðdegis var messa í sókn- arkirkjunni. Sóknarpresturinn, sr. Ingi Jónsson, messaði. Kl. 4 hófst samkoma við sundlaugina. Þar flutti Sigurjón Ingvarsson skipstjóri aðalræðuna og ræddi m. a. um vöruvöndun í meðferð fisks, bæði við veiðar og vinnslu. Þá hófust íþróttir. Keppt var í boðsundi, stakkasundi, stakka- boðsundi (þá hefur hvor sveit um sig aðeins einn stakk til af- nota, og verða þátttakendur að skipta um hann eftir hverja för), reiptogi og koddaslag. Tvær síðastnefndu íþróttirnar fóru fram yfir sundlauginni, og vöknaði þar margur vaskur drengur. Um kvöldið var svo dansleikur í barnaskólahúsinu. Kalt var í veðri um daginn og rigning öðru hverju. Hátíðahöld sjómannadagsins á Akureyri. Á sunnudaginn héldu Akur- eyringar Sjómannadaginn há- tíðlegan í 22. sinn og fóru há- tíðahöldin vel fram og voru fjölmenn. Á laugardaginn fór fram kappróður: Tvær sveitir voru frá Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju, átta sveitir landmanna og sex sveitir sjómanna. 1 unglingasveit sigraði Neisti, tími 2,36,0. Múrarafélag Akureyrar varð hlutskarpast landmanna. Tími 2,36,9, næst varð Frystihús Ú. A., þá Iðja, Niðursuðuverðsm. Kr. Jónssonar, Iðunn, Gefjun, BSA-verkstæðið og sveit Egg- erts ólafssonar. Róðrarsveit ms. Akraborgar varð hlutskörpust meðal skips- hafna. Tími hennar var 2,32,5. ■ VÍKINGUR 149

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.