Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 29
Gösta Edman: Hinn dutlungarfuílli túnfiskur Af hinum ýmsu fisktegundum, sem veiddar eru, munu fáar vera, sem eins lítið er vita ðum og tún- fiskurinn. í heimsstyrjöldinni fyrri var mik- ið veitt af túnfiski í Kattegat og Skagerak. En síðan hvarf hann af þessum slóðum, og það var ekki fyrr en 1940 að hann leitaöi aftur á þessi gömlu mið. Upp úr 1950 dró aftur úr þessum veiðum. Orsakimar til þessara snöggu breytinga á göngu túnfisksins eru þær, að umrædd svæði eru á yztu takmörkum þeirra skilyrða, sem þessi fisktegund lifir við, og enn- fremur vegna þess að árgangarnir virðast mjög mismunandi sterkir. iHn eiginlegu heimkynni þess tún- fisks, sem veiðist við strendur Skandinavíu er Miðajrðarhafið og S- Atlantshaf. Á þeim slóðum hrygnir hann á vorin og hrognin klekjast út á nokkrum dögum meðan þau fljóta fram og aftur um hafið. Ungviðið vex mjög hratt og eftir þrjá mán- hði er hinn ungi fiskur oi’ðinn um hálft kíló að þyngd. Eftir hrygninguna er túnfiskur- inn orðinn magur, og hann fer á flakk í fæðuleit. Það er á þessu flakki, sem túnfiskurinn kemur á miðin í Skagerak og Kattegat. Ætið, sem hann sækist helzt eftir er mak- ríll, síld og horngedda. Það er ekki fyrr en á síðustu ár- um, að vísindalegar rannsóknir hóf- Ust á ferðum og lifnaðarháttum tún- fisksins. Alþjóða hafrannsóknarstofnunin — International Council for the Ex- Ploration of the Sea — sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, hefur safnað saman ýmsum gögnum, sem vísindamenn hafa aflað, á síðustu árum við rannsóknir sínar á tún- fiskinum. Er þar helzt um að ræða merkingar, til að ákveða ferðir hans og vaxtarhraða. Reyndar hófst merking á túnfiski fyrir 50 árum. ítalskur vísindamað- ur merkti þá 10 fiska í Miðjarðar- hafinu, en ekki er til þess vitað að neinn þeirra hafi veiðzt aftur. Við Portúgalsstrendur voru á ár- unum 1931—1957 mei'ktir alls 107 túnfiskar, engin vísbending hefur fengist af þeim merkingum. í skýrslu frá Norðmanninum Jo- hannes Hamre vonx árið 1957 merkt- ir 82 túfiskar á miðunum út af Björgvin. Aðeins 2 hafa náðst aftur. Amerískir vísindamenn hófu tún- fiskmerkingar 1954. Skýrslur yfir endurveiddan fisk leiða í ljós mjög merkilegar upplýsingar um ferðir hans og vöxt . Túnfiskar, sem merktir voru við austurströnd Bandaríkjanna á árinu 1954, veiddust aftur 1959 í Biskaya- flóa. Þetta sýnir að túnfiskurinn syndir þvers yfir Atlantshafið ef því er að skifta. Norsku merkingarnar gefa einnig mikilvægar upplýsingar um ferðir túnfisksins við strendur Skandi- navíu. Ein af þeim áður frá sögðu 82 merkingum 1957, veiddist 1959 við suðurströnd Svíþjóðar. Þetta bendir til þess að túnfiskur- inn leiti suður með Noregsströnd um Skagerak og Kattegat, og að hafsvæðið út af Björgvin sé upp- hafsveiðisvæðið . En það eru ekki aðeins Norðmenn, Svíar og Danir, sem veiða túnfisk. Þjóðverjar veiða hann í stórum stíl, enda þótt aflamagn Norðmanna sé meira, en það byggist á því að þeir veiða hann í snurpunætur, en Þjóð- verjar aðeins á línu og færi eins og Svíar og Danir. Þjóðverjar eru einnig byrjaðir á vísindalegum rannsóknum varðandi túnfiskinn. Af skýrslum þeirra til Hafrannsóknarstofnunarinnar í llmurinn er indæll og bragðið eftir því Kaffíbrennsla G.Johnson & Kaaber h.f. VÍKINGUR 165

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.