Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 8
styrjöld, eru fáir sem frekar eiga heitið ,,hetja“, að jafnmikl- um verðleikum og loftskeyta- mennirnir á verzlunarskipunum, sem héldu kyrru fyrir á verði og yfirgáfu hann ekki fyrr en að skipið sökk, eða að hjálp var ör- ugglega tryggð. Hetjudáðir þeirra margra hafa enn ekki verið að fullu viður- kenndar, enda þótt þær séu mörgum kunnar. Ótal dæmi mætti telja. og skulu örfá talin. Andrew Tocco var loftskeytamaður á flutn- ingaskipinu Alcoa Pathfinder. 22. nóvember 1942 skömmu eftir miðnætti var skip hans, hlaðið varningi, fyrir tundurskeyti kaf- báts. Skeytið kom lérétt inn í vélarúm skipsins og drap allt vélaliðið, sem var á verði. Skipið tók þegar að sökkva. Tocco hljóp inn í stöðvarherbergið og byrjaði þegar að senda út S 0 S og stöðu skipsins. Honum var ábygilega fullljóst, að lítil von var um björgun, en hann hélt áfram skyldustarfi sínu. Skipið sökk á 5 mínútum og Tocco með, þar sem hann var að reyna að ná í hjálp. í nóvember 1943 var Melwille Stone á siglingu á Karabíska hafinu hlaðið kopar og öðrum þungmálmum, þegar það varð fyrir tveim tundurskeytum kl. 1 nm nóttina. Eins og í fyrra til- fellinu hitti annað skeytið vélar- rúmið og öll ljós slokknuðu. — Loftskeytamaðurinn Peter Carrier ræsti þegar neyðartækin og sendi út stöðu skipsins. Gallagher skipstjóri stóð við hlið hans og lýsti honum me? vasaljósi sínu í hinum dimma klefa, svo að loftskeytamaður- inn gæti séð til við vinnu sína. Á sex mínútum var hið hlaðna skip horfið af yfirborði sjávar. Þessir tveir menn, loftskeyta- maðurinn og skipstjórinn hurfu einnig í djúpið. en fyrir þeirra fórn björguðust allir hinir, því að varðsnekkja hafði heyrt neyðarkallið og kom þegar á vettvang, og hitti aðeins fyrir einn björgunarbát hlaðinn VÍKINGUR skeytamaður á Titanic. Þeir, sem þekktu hann vissu, að hon- um mundi aldrei koma til hug- ar að yfirgefa sinn stað til þess að reyna að bjarga sjálfum sér á stund hættunnar, enda þótt honum væri það í lófa lagið. Hann skipaði aðstoðai*manni sínum að leita sér að björgun en sjálfur sökk hann með skipi sínu, meðan hann sat með heyrnartækin á höfðinu og hélt áfram að senda út hjálparbeiðni. Vilhjálmur Finsen, fyrrv. sendiherra, sem var einn af þeim fyrstu sem lærði loftskeyta- fræði, hefur sagt frá því, er hann og nokkrir aðrir vinir hans, þar á meðal Philips, sátu saman í New York árið 1911 og ræddu saman um afrek Jack Binns, ,,Marconíhetjunnar“ frá Republic. Gerði þá einn þeirra þessa athugasemd: „í næsta skipti verður loft- skeytamaðurinn að sökkva með skipi sínu til þess að verða kall- aður hetja“. Þáð var einkennileg tilviljun að einmitt Philips hvarf úr vinahópnum á þennan hátt. Af öllum hinum hugrökku mönnum, þekktum og óþekktum, sem létu líf sitt í síðustu heims- Piltar frá Sjóvinnunámskeiðinu við kvikmyndasýningu og í kaffiboði „Oldunnar" á Ílárugölu 11. 144

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.