Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 12
V '”rJU1‘ IVr,SlJanSson velstJ- Auðunn Sæmundsson skipstj , Siirurður Einarsson
timburmaður, Guðlau8ur Ketilsson vélstj. oS Eiin dóttir Jóhanns’Péfurss” ar Tkip“"
A myndina vantar Grím Þorkelsson skipstjóra
unni til kirkju. Sóknarprestur-
inn, séra Ragnar Fjalar Lárus-
son, prédikaði.
Eftir hádegi var útisamkoma
og töluðu þar Óskar Garibalda-
son, sem talaði af hálfu sjó-
manna, og Sveinn Þorsteinsson,
sem talaði af hálfu skipstjórafé-
lagsins. Því næst var kappróð-
ur og kepptu þar skipverjar á
Jökulfellinu, sem statt var hér,
við færeyska sjómenn. Skipverj-
ar á Jökulfellinu sigruðu. Síðan
var kappróður kvenna og þar
áttust við stúlkur af netjaverk-
stæði Jóns Jóhannessonar og
verzlunarstúlkur hér og sigruðu
þær síðarnefndu.
Um kvöldið var knattspyrna
milli norður- og suðurbæinga og
sigruðu norðanmenn.
Síðan var stiginn dans.
Sjóviannadagurinn á IsafirSi.
Hátíðahöld sjómannadagsins
hófust þar kl. 10.15 árdegis með
messu í ísafjarðarkirkju. Sókn-
ai'prösturinn prédikaði og sjó-
menn sungu. Kl. 1.30 hófst kapp-
róður í höfninni. Sigurvegarar
urðu skipverjar á vb. Gunnvör,
en auk þeirra tóku þátt í róðr-
inum skipverjar á Guðbjörgu.
Hrönn og verkamenn frá Ishús-
félagi ísfirðinga. I kappróðri
stúlkna sigruðu verzlunarstúlk-
ur starfsstúlkur sjúkrahússins.
I kappbeitingu sigraði Kristján
Jónsson skipstjóri, en aðrir
keppendur voru Guðjón Lofts-
son, Bjarni Gestsson og Ólafur
Bæringsson. Keppni í stakka-
sundi fór fram í sundhöllinni og
bar Jón Hjörtur Jóhannesson
sigur úr býtum.
Kl. 4 hófst reiptog á íþrótta-
vellinum milli sjómannadags-
ráðs og starfsmanna vélsmiðj-
unnar Þórs. Ráðsmenn sigruðu.
I knattspyrnukeppni milli sjó-
manna og landsmanna sigruðu
sjómenn 4:2. Þá var farið í ýmsa
leiki. eggjahlaup, naglaboðhlaup
og fleira.
Kvöldskemmtun var í Alþýðu-
húsinu. Þar voru afhent verð-
laun, Sturla Halldórsson skip-
stjóri flutti ræðu, Hanna
Bjarnadóttir söng við undirleik
Skúla Halldórssonar, Ásmundur
Guðmundsson hermdi eftir og
Gestur Þorgrímsson skemmti.
Dansað var í öllum samkomu-
húsum bæjarins til kl. 3.30 eftir
miðnætti.
Sjómannadagurinn í Gerðum.
Sjómannadagshátíðahöldin í
Gerðum, Garði, fóru fram með
miklum glæsibrag. Kl. 1.30 var
gengið til guðsþjónustu að Út-
skálum og prédikaði þar séra
Guðmundur Guðmundsson. Síð-
an var gengið til hátíðasvæðis-
ins við barnaskólahúsið en stað-
næmzt á leiðinni við gröf
óþekkta sjómannsins og minnzt
drukknaðra sjómanna. Á há-
tíðasvæðinu var samkoman sett
af Þorsteini Gíslasyni skip-
stjóra frá Krókvelli, Knatt-
spyrnukeppni fór fram á milli
yngri og eldri sjómanna, reip-
tog milli skipstjóra og sjó-
manna og keppt var í boðhlaup-
um o. fl. Á samkomu í sam-
komuhúsinu í Gerðum talaði sr.
Guðmundur Guðmundsson fyrir
minni sjómannastéttarinnar og
minntust menn sjómannanna,
sem fórust með Rafnkeli, með
því að rísa úr sætum. Karlakór-
inn Víkingur söng og gaman-
þætti stjórnaði Una Guðmunds-
dóttir. Að lokum var dansað til
kl. 2.
Margþætt sjómannadags-
hátiðahöld í Húsavílc
Hátíðahöld sjómannadagsins
hófust hér seinni hluta laugar-
dags með kappróðri sex skips-
hafna og sigraði sveit Péturs
Jónssonar. I stakkasundi voru 5
keppendur og sigraði Trausti
Jónsson, 2. varð Hörður Þór-
hallsson, 3. Sigurður Héðinsson.
Einnig var sýnd björgun með
gúmmíbát.
Á sunnudagsmorgun hófust
svo hátíðahöldin með hópsigl-
ingu húsvíska bátaflotans og kl.
14 gengu sjómenn fylktu liði frá
brygg.ju og í kirkju og hlýddu á
messu hjá Friðrik A. Friðriks-
syni, prófasti. Klukkan 16 hófst
svo margháttuð íþróttakeppni og
leikir á íþróttavellinum og þar
lék í fyrsta sinn á útihátíð
Lúðrasveit Húsavíkur undir
stjórn Sigurðar Hallmarssonar.
Um kvöldið var skemmtun í
samkomuhúsinu og flutti þar
ræðu Sigurjón Jóhannesson
skólastjóri og fram fóru ýmis
önnur skemmtiatriði og síðast
var stiginn dans. Kvennadeild
Slysavai'nafélagsins seldi veit-
ingar allan daginn til ágóða fyr-
ir starfsemi sína.
Norðfirði á Sjómannadagirm.
Sjómannadagurinn var hald-
inn hátíðlegur í Neskaupstað á
svipaðan hátt og undanfarin ár.
Á laugardagskvöldið þreyttu
fjórar sveitir kappróður á höfn-
VÍKINGUR
148