Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1960, Blaðsíða 16
frá aðvífandi neti, er nauðsyn- legt að vita, hvað þeir geta náð miklum sundhraða. Urriði 38 cm. á lengd náði 320 cm./sek. hámarkshraða, en það samsvarar um það bil 11.5 km. á klst. Stærsta síldin synti 170 cm. á sek. eða rúma 6 km. á klst. Kannsóknir á úthaldshraða fiskanna sýndu, að síldin náði 1100 sinnim eigin lengd. Urrið- inn 500—1000 sinnum. Aðrir fiskar frá 130—300 sinnum eig- in lengd. Þeir, sem framkvæmdu tilraunirnar telja, að þær gefi öruggar upplýsingar um mögu- leika fiskanna til þess að koma sér undan neti. Sundhraðinn var mældur á marga vegu, og með misstórum fiskum af hverri tegund. Aðal- aðferðin í rannsóknarstofunum var að hafa fiskinn í gegnsæjum glerpípum, sem vatn streymdi í gegnum. Nær alltaf sneri fiskur- inn höfðinu í strauminn. Eftir því sem straumhraðinn var aukinn, rann fiskurinn aft- urábak, þangað til sporðurinn snerti lokenda pípunnar. Þá tók hann venjulegast sprett, og synti áfram eins langt og kraftar leyfðu. Hraðinn var mældur með stoppúri, og hraðinn reiknaður út, straumhraðinn var að sjálf- sögðu þekktur. Sundhraðinn var einnig mældur í stórum tönkum, þar sem enginn straumur var og hægt var að rannsaka háttu fisksins. Ennfremur var mælt hve hratt fiskur syndir með færi, er hann hefur bitið á öng- ul, og fiskurinn kvikmyndaður í akvarium. lilý gerð neyðarsenditækja komin á markaðinn Aðeins 20 ensk pund á þyngd, og dregur 100 sjómílur og þar yfir. Mótorbátsins Eileen Anne var saknað í um það bil 30 stundir í stórviðri undan Skotlands- ströndum, snemma í nóvember síðastliðnum. Allan þann tíma heyrðist ekkert frá mótorbátn- um, og aðstandendur skipshafn- arinnar urðu að vonum ótta- slegnir. Þegar báturinn loks kom til hafnar, kom það í Ijós að í ofviðrinu hafði holskefla brotið glugga í stýrishúsinu og haft á burt með sér loftnet sendistöðv- arinnar, og báturinn við það orðið sambandslaus við umheim- inn. Svona óhöpp geta alltaf átt sér stað, á meðan lítil fiskiskip fara á sjó án neyðarsenditækja. — Þess er að vænta, að mikill hluti eigenda og skipstjóra fiskiskipa, muni sjá kosti þess að hafa varasendistöð um borð. Þessar stöðvar koma að gagni, ekki aðeins um borð í skipinu sjálfu heldur eru þær einkar hentugar að hafa í björgunar- flekum. — Þær eru reyndar framleiddar aðallega í þeim til- gangi. Tækin eru 17X7X5 þumlung- ar í ummál og vega tæp 20 ensk pund, þau eru í skærgulum Fibergler-kössum, sem fljóta, og sem má henda í sjóinn úr allt að 10 metra hæð án þess að tækin saki. Notkunarreglur eru letraðar ut- an á kassann, sem tækið er í, og eru þær svo augljósar, að leik- maður án nokkurrar reynslu í meðferð slíkra tækja, getur auð- veldlega komið tækjunum í gang. Þegar nota á tækið, er sveif, sem er á hlið þess, snúið. Þegar snúningshraðinn er orðinn nógu mikill, kemur grænt ljós á mæli- skífu ofan á kassanum. Þegar sveifinni hefur verið snúið nógu hratt í 20 sekúndur, er sendirinn tilbúinn að senda út merki. Hann sendir út merki eins lengi og sveifinni er snúið nógu hratt til að græna ljósið haldist stöð- ugt. Þessi tæki, sem nefnast „LIF- LINE“ eru framleidd til að mæta kröfum brezka samgöngumála- ráðuneytisins fyrir tveggja tóna vekjaramerki og einnig fyrir tveggja átta samtal. — Tækið getur og tekið á móti merkjum í allt að 100 sjómílna fjarlægð. Þegar skilyrði hafa verið góð, hafa merkin heyrzt miklu lengra. — Það er fullkomlega starfhæft í öllum hitastigum, milli 71 stiga hita og 40 stiga frosts á Celsíus. Það helzt alltaf vatnsþétt, einnig þó að tækið sé í notkun. Væri æskilegt að hafa eitt tæki í hverjum björgunarfleka, sem um borð er, og sérstaklega á stóru skipunum, sem hafa 20 manna fleka. í smærri skipun- um, sem hafa aðeins eina aðal- stöð, er ráðlegt að geyma ekki neyðarsendinn í björgunarflek- anum, heldur hafa hann á hent- ugum stað þar sem auðvelt er að grípa til hans í neyðartilfelli. Það er t. d. hægt að geyma hann í brúnni, eða káetu skipstjóra. Einnig mætti henda honum fyrir borð, ef nauðsynlegt reyndist að yfirgefa skipið í flýti og fara í björgunarbáta. —o-O-o— Jón gamli hafði fengið sprittre- sept handa klámum sínum hjá dýra- lækninum. „Og gættu þess nú, Jón minn, að gefa klámum ekki allt í einu“. „Vertu óhræddur ,læknir minn", sagði Jón. „Hann skal ekki fá einn einasta dropa". 152 VÍKINGÚR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.